Færslur: 2012 Júlí
19.07.2012 21:36
Oddur V. Gíslason kallaður til Eyja
Eins og áður hefur komið fram hér á síðunni stóð tæpt um tíma, en samstundis var þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út. Þá voru björgunarskip Slysavarnarfélagsins Landsbjargar, Þór í Vestmannaeyjum og Oddur V. Gíslason í Grindavík sem eru með dælur um borð, send á staðinn. Sjö eru í áhöfn Maggýjar og komust þeir allir í flotgalla. Fimm þeirra voru fluttir í land, með Stóra- Erni. Tveir skipverjar voru um borð í bátnum sem Þór björgunarbáturinn Þór og Lóðsinn tóku í tog til Eyja. Þá er þyrla Landghelgisgæslunnar á staðnum.
----
Maggý VE 108, hét áður Ósk KE 5
2743. Oddur V. Gíslason © mynd grindavik.is
19.07.2012 21:00
Þessi bíður greinilega örlaga sinna í Eyjum
2114. Jóhanna, bíður greinilega örlaga sinna í Vestmannaeyjum © mynd Heiðar Baldursson, 19. júlí 2012
19.07.2012 20:00
LE Boreal í Eyjum í dag
Le Boreal, við Nausthamarsbryggju í Vestmannaeyjum í dag © mynd Heiðar Baldursson, 19. júlí 2012
19.07.2012 19:26
Maggý VE, í höfn eftir giftusamlega björgun
1855. Maggý VE 108, við bryggju í Vestmannaeyjum eftir giftusamlega björgun © mynd Heiðar Baldursson, 19. júlí 2012
19.07.2012 18:00
Hákon EA 148
2407. Hákon EA 148, í Reykjavík © mynd Hilmar Snorrason, 2001
19.07.2012 17:00
Ársæll Sigurðsson HF 80 / Grindavíkin GK 606 / Kristinn SH 112
2468. Ársæll Sigurðsson HF 80, í Hafnarfirði © mynd Hilmar Snorrason, 2004
2468. Grindavíking GK 606, að koma inn til Grindavíkur © mynd shipspotting, Birkir Agnarsson, í sept. 2007
2468. Kristinn SH 112, í Ólafsvík © mynd Hilmar Snorrason, 24. apríl 2011
19.07.2012 16:00
Reykjaborg RE 25
2325. Reykjaborg RE 25, í Reykjavíkurhöfn © mynd Hilmar Snorrason, 2001
19.07.2012 15:26
Humarvinnsla Ramma í Þorlákshöfn
Jón á Hofi, Fróði og Múlaberg lönduðu makríl til vinnslu hjá Rammanum í Þorlákshöfn.
19.07.2012 15:16
Maggý VE 108 komin til Eyja
19.07.2012 15:00
Ísak AK 67
1986. Ísak AK 67, í Drafnarslippnum í Hafnarfirði © mynd Hilmar Snorrason, 11. júní 2011
19.07.2012 14:00
Gullver NS 12
1661. Gullver NS 12, í Reykjavík © mynd Hilmar Snorrason, 11. júní 2007
19.07.2012 13:00
Sex skemmtiferðaskip á nokkrum dögum til Grundarfjarðar
Saga Ruby kom inn á fjörðinn milli 7 og 8 í morgun og er áætlað að það sigli aftur seinni partinn.
Nóg er af skipum núna, en Le Boréal var á sunnudaginn í 3. heimsókninni, í gær var það Fram, í dag Saga Ruby, á morgun Discovery, laugardag Hamburg og á sunnudag kemur Le Boréal í 4. og síðustu heimsóknina þetta sumarið. Sem sagt frá sunnudeginum 15/7 til sunnudagsins 22/7 eru 6 skip bókuð með komur.
Saga Ruby, Grundarfirði © myndir og texti Heiða Lára, 19. júlí 2012
19.07.2012 12:44
Saga Ruby út af Grundafirði
Saga Ruby, á Grundarfirði © mynd Heiða Lára, 19. júlí 2012
19.07.2012 12:26
Þór kominn með Maggý í tog eftir að eldur hafði komið upp og mikill leki
Björgunarskipið Þór er komið með skipið Maggý VE 108 í tog og fylgir skipið Glófaxi strax á eftir. Sjö manns voru um borð í skipinu. Þeir fóru strax í flotgalla og voru óhultir, en áhafnarmeðlimir slökktu eldinn sjálfir. Kom í þá upp mikill leki í vélarúminu og var báturinn farinn að síga nokkuð í sjóinn. Tvær dælur voru settar um borð í Maggý og er talið að með því verði hægt að toga skipið að landi.
Einnig fylgist Þyrla Landhelgisgæslunnar með bátunum, en atburðurinn gerðist um 7 mílur út af Stórhöfða.






