Færslur: 2012 Júní
04.06.2012 08:38
Strandveiðibátar streyma á miðin enda ekki í LÍÚ
Strandveiðibátar hafa streymt á miðin í nótt til að hefja veiðar úr júníkvótanum. Um sex leitið í morgun voru 330 bátar komnir á sjó, umhverfis allt landið.
Einyrkjar róa á nær öllum þessum bátum og eru þeir ekki í Landssambandi íslenskra útvegsmanna, en horfur eru á að skip stórútgerða muni ekki róa í viku til að knýja á um frekari viðræður um fiskveiðafrumvörpin.
04.06.2012 08:00
Dímon ÍS 87
6129. Dímon ÍS 87, í Sandgerði í gær © mynd Emil Páll, 3. júní 2012
04.06.2012 07:43
Víðtæk áhrif stöðvunar
Togarar við bryggju í Reykjavík. Ekki er útlit fyrir að landfestar verði leystar fyrr en eftir viku.
mbl.is/Árni Sæberg
Hlé það sem útgerðir innan Landssambands íslenskra útvegsmanna hafa ákveðið að gera á veiðum hefur víðtæk áhrif úti um allt land. Fiskvinnslur þessara sömu fyrirtækja verða stöðvaðar og starfsemi við sjávarsíðuna drepst víða í dróma.
Þó verða margir smábátar á sjó og margir halda til strandveiða í dag. Fiskmarkaðir starfa og vinnsla sem grundvallast á afla smábáta.
Í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að samstaða er innan LÍÚ um aðgerðirnar, að sögn Adolfs Guðmundssonar, formanns sambandsins. Tíminn verður notaður til að ræða við starfsfólk fyrirtækjanna, sveitarstjórnir og aðra hagsmunaaðila um afleiðingar fiskveiðifrumvarpa ríkisstjórnarinnar. Þá óskar forysta LÍÚ eftir samtölum við sjávarútvegsráðherra og atvinnuveganefnd Alþingis um málið.
Þótt Landssamband smábátaeigenda standi ekki að aðgerðunum hafa einstaka útgerðarmenn smábáta ákveðið að gera hlé á veiðum með sama hætti og stærri útgerðirnar. Sem dæmi má nefna að ekki verður róið frá Grindavík.
04.06.2012 07:14
Dísa GK 93
5940. Dísa GK 93, í Sandgerði í gær © mynd Emil Páll, 3. júní 2012
04.06.2012 00:00
Andey ÁR 10 og Margrét KÓ 44
2405. Andey ÁR 10 og 1153. Margrét KÓ 44
1153. Margrét KÓ 44
03.06.2012 23:00
Hringur GK 18, Árni í Teigi GK 1 og Óli Gísla GK 112
03.06.2012 22:22
Heiðraðir á Sjómannadaginn - Höfðingleg gjöf til Björgunarfélagsins Þorbjarnar
Í tilefni Sjómannadagsins fékk Björgunarsveitin Þorbjörn glæsilega gjöf frá Sjómanna- og vélstjórafélaginu, Þorbirni hf., Vísi hf, Einhamri ehf. og Stakkavík ehf. eða nýjan björgunarbát hlaðinn öllum nýjustu tækjum og tólum. Björgunarbáturinn hefur fengið nafnið Árni í Tungu og kemur í stað annars báts með sama nafni sem verður seldur. Séra Elínborg Gísladóttir sóknarprestur blessaði bátinn.
Veittar voru viðurkenningar fyrir kappróður, netabætingar og ýmislegt fleira en ræðumaður dagsins var Guðni Ágústsson.
Efsta mynd:
Viðar Geirsson frá Sjómanna- og vélstjórafélagi
Grindavíkur, Bjarnfríður Jónsdóttir, Pétur Vilbergsson, Elín
Þorsteinsdóttir, Sverrir Vilbergsson, Bjarný Sigmarsdóttir, Sigmar
Björnsson og Ólafur Jón Arnbjörsson skólastjóri Fisktækniskóla
Suðurnesja í Grindavík.

Séra Elínborg Gísladóttir blessar nýjan björgunarbát Björgunarfélagsins Þorbjarnar í Grindavík.

Kvennasveit Vísis sem sigraði í róðrakeppninni.

Sturla GK vann róðrakeppnina fjórða árið í röð.

Fisktækniskólinn sem vann róðrakeppni landsveita.

Verðlaunahafnar í Íslandsmótinu í netaviðgerðum. Sigurvegarinn Theódór Vilbergsson er lengst til hægri.

Koddaslagurinn er fastur liður á Sjómannadaginn.
03.06.2012 22:00
Vestlandía í Sandgerði í dag
Vestlandía í Sandgerði í dag © myndir Emil Páll, 3. júní 2012
Vestlandía, í Skagen © mynd MarineTraffic, claus carlsen 14. maí 2012
Þessi síðustu mynd birti ég af því að sólin var frekar leiðinleg við mig í dag og því eru myndirnar ekki nógu góðar. Það er af skipinu að frétta að það er nú á leið til Tálknafjarðar.
03.06.2012 21:00
Garðskagi í dag, sjómannadag
Koma hér nokkrar myndir sem ég tók þarna í dag, sjómannasunnudag.
Starfsmenn Siglingastofnunar voru að mála gamla vitann
Það fór ekki á milli mála hvaðan þeir voru, því bíllinn var vel merktur
Séð yfir núverandi vita, byggðarsafnið, Hólmstein o.fl á Garðskaga í dag © myndir Emil Páll, 3. júní 2012
03.06.2012 20:00
Gunni litli HF 44
9048. Gunni litli HF 44, í Sandgerði í dag © mynd Emil Páll, 3. júní 2012
03.06.2012 19:00
Hamingjan GK 52
6364. Hamingjan GK 52, í Sandgerði í dag © mynd Emil Páll, 3. júní 2012
03.06.2012 18:00
Tveir Ásar HF 20
7201. Tveir Ásar HF 20, í Sandgerðishöfn í dag © myndir Emil Páll, 3. júní 2012
03.06.2012 17:30
Flakið á Geldinganesi - Lax III ex ex Hrönn KE 48
Flakið af 1152. Lax III, eins og það liggur í Geldinganesi í dag © mynd Þorgrímur Ómar Tavsen, 3. júní 2012
03.06.2012 17:00
Stakasteinn GK 132
1971. Stakasteinn GK 132, í Sandgerði í dag © mynd Emil Páll, 3. júní 2012
03.06.2012 16:30
Wilson Lahn
Wilson Lahn, siglir djúpt fyrir Garðskaga í dag © mynd Emil Páll, 3. júní 2012
WILSON LAHN © MYND MarineTraffic. Magnar Lyngstad 24. APRÍL 2012
