Færslur: 2012 Apríl
29.04.2012 10:00
Widor á Hólmavík og á siglingu á Steingrímsfirði
Widor, við bryggju í Hólmavík, þar sem það losaði salt og síðan sést það á siglingu á Steingrímsfirði © myndir Jón Halldórsson, holmavik.123.is 27. apríl 2012
29.04.2012 09:00
Krummi ST 56
6440. Krummi ST 56, á Hólmavík © mynd Jón Halldórsson, holmavik.123.is 26. apríl 2012
29.04.2012 08:25
Eyborg heldur til veiða frá Hólmavík
2190. Eyborg ST 59, heldur til veiða frá Hólmavík © myndir Jón Halldórsson, holmavik.123.is 26. apríl 2012
29.04.2012 00:00
Fyrsti og eini báturinn sem bæjarfélag sótti til kaupanda
Til að orðlengja málið ekki meira, þá gerðist það í september 1991, að bæjarstjórn Keflavíkur ákvað að neyta sér forkaupsréttar á báti sem seldur hafði verið til Granda, ásamt kvóta. En þar sem búið var að afhenda bátinn án þess að fá samþykki bæjarfélagsins fyrir sölunni var ákveðið að ná í bátinn.
Í föruneytið sem sótti hann völdust fjórir þáverandi slökkviliðsmenn hjá Brunavörnum Suðurnesja, en í þeim hópi var sjálfur bæjarstjórinn. Einnig voru í hópnum lærður skipstjóri og lærður vélstjóri, en sá fjórði var ég og þó ég hafi verið dubbaður upp í að vera kokkur, þá held ég að ástæðan fyrir því að ég var fengin til að fara með, var að ég þekkti bátinn sem var nafnlaus í Reykjavíkurhöfn, auk þess sem ég vissi hvar höfuðstöðvar Granda voru. Einnig vildu bæjaryfirvöld að ferðasagan yrði birt sem var gerð og því valdist ég sem blaðamaður með í för og að sjálfsögðu birti ég ferðasöguna, þó ég birti hana ekki hér.
Framhald málsins var síðan að kvótinn var seldur innanbæjar í Keflavík. Eins má nefna það að auðvitað hefði nægt að senda einn mann eftir bátnum, en þar til gerðir aðilar ákváðu að þessi færu og því er stöðugildið bara grín. En eftir á var mjög gaman að hafa tekið þátt í þessu og þá sérstaklega þar sem þetta varð í eina skiptið sem skip hefur verið sótt í annað byggðarlag af þessum ástæðum.

Frásögn Suðurnesjafrétta 19. sept. 1991 ásamt grínteikningu af málinu

Grín teikningin
F.v. Örn Bergsteinsson vélstjóri, Emil Páll kokkur, Ellert Eiríksson útgerðarmaður og Jóhannes Sigurðsson skipstjóri. Ástæðan fyrir því að teiknarinn breytir nafni bátsins í Drífu, er að Ellert bæjarstjóri var í fríi og gengdi Drífa Sigfúsdóttir stöðunni á meðan og var það hún sem tók þessa sögulegu ákvörðun.

Frásögn Víkurfrétta af málinu

Áhöfnin: F.v. Örn Bergsteinsson vélstjóri, Jóhannes Sigurðsson skipstjóri, Ellert Eiríksson bæjarstjóri og útgerðarmaður og Emil Páll Jónsson matsveinn.

1771. Hrólfur II RE 111 kemur til Keflavíkur frá Reykjavík

1771. Herdís SH 173, á Rifi © mynd Emil Páll, í ágúst 2009
28.04.2012 23:00
Reyðarfjörður í morgun
Reyðarfjörður í morgun © myndir Bjarni G., 28. apríl 2012
28.04.2012 22:39
Þór fer frá Björgvin á sunnudag
Fyrsta verkefnið er að draga pramma í eigu Ístaks frá Noregi til Hafnarfjarðar.

Varðskipið Þór fer frá Björgvin í Noregi í síðdegis á sunnudag áleiðis til Íslands, en skipið hefur verið í viðgerð í Björgvin síðan í febrúar. Skipta þurfti um aðra aðalvél skipsins vegna titrings sem fram kom í henni.
Viðgerð er lokið og í prufusiglingu um síðustu helgi mældist enginn óeðlilegur titringur. Á vefsíðu Landhelgisgæslunnar var sagt um síðustu helgi að Þór ætti að leggja af stað heim um miðja vikuna, en upplýsingafulltrúi gæslunnar segir að seinkun hafi orðið á undirbúningi fyrir brottför. Fyrirhugað er að Þór verði við eftirlit á Íslandsmiðum á næstunni, en fyrsta verkefnið er hins vegar að draga pramma í eigu Ístaks frá Noregi til Hafnarfjarðar.
28.04.2012 22:00
Reyðarfjörður í dag: Hrefna, Dögg, Vöttur, Árni rafvirki o.fl.
6633. Hrefna SU 22
1540. Dögg SU 229
2734. Vöttur
Árni rafvirki
Dögg
Dögg og einn nafnlaus © myndir Bjarni G, Reyðarfirði 28. apríl 2012
28.04.2012 21:00
Eskifjörður í morgun
Frá Eskifirði í morgun © myndir Bjarni G., 28. apríl 2012
28.04.2012 20:30
Eskifjörður í dag: Jón Kjartansson, Bliki, Rúna, Reyðar, Alli Sæm og Mellarinn
1525. Jón Kjartansson SU 111
2209. Bliki SU 10 o.fl.
6413. Rúna SU 2 og 6379. Reyðar SU 604
6379. Reyðar SU 604 og 6413. Rúna SU 2
5983. Alli Sæm SU 180
6959. Mellarinn SU 81 © myndir Bjarni G., í morgun 28. apríl 2012
28.04.2012 20:00
Hafborg KE 12
1587. Hafborg KE 12, í Keflavík © mynd Emil Páll, 1990
28.04.2012 19:30
El Toro og Green Atlantic í dag
Green Atlantic ex Jökulfell, er ennþá á Reyðarfirði © mynd Bjarni G. í dag, 28. apríl 2012
El Toro, að koma til Mjóeyrarhafnar í morgun © mynd Bjarni G., 28. apríl 2012
28.04.2012 19:00
Bylgja I SH 273
1519. Bylgja I SH 273, í Keflavíkurhöfn © myndir Emil Páll, 1989
28.04.2012 18:30
Stefán ÍS 140 keyptur til Reyðarfjarðar og sennilega Þeyr KE 66
7332. Stefán ÍS 140, á Reyðarfirði í dag, en hann hefur nýlega verið keyptur þangað og mun fá nýtt nafn eftir helgi
6759. Þeyr KE 66, á Reyðarfirði í dag. Að sögn Bjarna G. hefur hann sennilega verið keyptur þangað © myndir Bjarni G. 28. apríl 2012
28.04.2012 18:00
Hrólfur II RE 111
1771. Hrólfur II RE 111, í Keflavíkurhöfn © mynd Emil Páll, 1991
- sjá meiri umfjöllun um bátinn á miðnætti -
28.04.2012 17:00
Svana KE 33 og fjöldi annarra í Sandgerði
1513. Svana KE 33 að koma inn til Sandgerðis og fyrir eru í höfninni m.a. 1851. Friðgeir Björgvinsson RE 400, 601. Dröfn RE 135, 731, Grunnvíkingur RE 163, 1198. Trausti BA 2 o.fl.
1513. Svana KE 33, 360. Matti KE 123, 1271. Fram KE 105 o. fj. annarra í Sandgerði © myndir Emil Páll, 1988 eða 1989
