Færslur: 2012 Apríl

16.04.2012 23:00

Fiskholmen SF-9-F


            Fiskholmen SF-9-F © mynd shipspotting, frode adolfsen, 30. júní 2001

16.04.2012 22:00

Huginn VE 55, suður af Færeyjum
          2411. Huginn VE 55, suður af Færeyjum © myndir shipspotting, Kári Petersen, 12. og 13. apríl 2010

16.04.2012 21:00

Eros M-60-HO


                      Eros M-60-HO © mynd shipspotting, frode adolfsen, 30. júní 1999

16.04.2012 20:00

Doggi F-46-H


       Doggi F-47-H, Melbu, Noregi © mynd shipspotting, frode adolfsen, 10. apríl 2012

16.04.2012 19:00

Bergström T-50-I


                     Bergström T-50-I © mynd shipspotting, frode adolfsen, 1. júní 2001

16.04.2012 18:00

Selvåg Senior N-24-ME

©
            Selvåg Senior N-24-ME, í Haugesundi, Noregi © myndir shipspotting, Tore Hettervik, 10. apríl 2012

16.04.2012 17:00

Hekktind


      Hekktind, Sorlandsundet, Noregi © myndir shipspotting, frode adolfsen, 12. og 14. apríl 2012

16.04.2012 16:01

Öksnesværing


´        Öksnesværing, í Svolvær, Noregi © mynd shipspotting, frode adolfsen, 5. apríl 2012

16.04.2012 15:00

Volstad


                      Volstad © mynd shipspotting, frode adolfsen, 17. júní 2002

16.04.2012 14:09

Perla dýpkar í Akraneshöfn

skessuhorn.is

 

 

Áhöfnin á dýpkunarskipinu Perlu byrjaði í gær að dýpka við Sementsverksmiðjubryggjuna á Akranesi. Valentínus Ólason hafnarvörður hjá Faxaflóahöfnum segir þetta tilraun til að sjúga upp sand sem safnast hefur við fremri hluta bryggjunnar. "Uppsjávarveiðiskipin hafa oft legið þarna milli vertíða og nú var svo komið að þau voru farin að snerta botn á fjöru. Þá þarf að vera hægt að taka þarna upp að bryggju sementsflutningaskip ef innflutningur á sementi hefst þannig að dýpið þarf að vera nóg. Þarna þarf að dýpka fleyg í átt að litlu bryggjunni. Síðan er meiningin að dýpka meira í höfninni en til þess þarf gröfupramma. Þetta þarf að gera á nokkurra ára fresti því það berst alltaf einhver sandur inn í höfnina."

Valentínus segir að á næsta ári verði enn frekari dýpkun við Akraneshöfn og meininginn að dýpka í innsiglingunnni. "Það er tíu metra dýpi við hafnargarðinn en mælingar okkar sýna að það hafa myndast sandhólar í innsiglingunni. Það getur orsakað ókyrrð í höfninni þegar aldan sem kemur fyrir grjótvarnargarðinn nær sér upp á þessum grynningum. Við vorum með mælingabátinn Baldur hérna við mælingar fyrir helgi en þá bilaði staðsetningarbúnaður þar um borð þannig að hann þarf að koma aftur." Valentínus sagði að ekki væri ljóst hve mikið Perla næði að sjúga þarna upp af sandi en skipið yrði í Akraneshöfn í einhverja daga.


                         1402. Perla, í Akraneshöfn í gær © mynd skessuhorn.is

16.04.2012 14:00

Vikagut ST-96-R


      Vikagut ST-96-R, í Vestfjorden, Noregi © mynd shipspotting, frode adolfsen, 30. mars 2012

16.04.2012 13:49

Norskt selveiðiskip tengir Ísafjörð við Titanic

(ath. þetta er 6 ára gömul frétt úr bb.is)

Titanic. Mynd: keyflex.com.
Titanic. Mynd: keyflex.com.

bb.is | 25.04.2006 | 07:13Norskt selveiðiskip tengir Ísafjörð við Titanic

Alþjóð kannast við Titanic sem fórst á svo hörmulegan hátt í jómfrúarferð sinni 1912, færri vita þó að tengsl eru á milli farþegaskipsins fræga og Ísafjarðar. Jafnvel hafa verið orðaðar hugmyndir um að koma á fót Titanic safni á Ísafirði. "Fyrir um 16 árum voru staddir á Ísafirði tveir menn sem voru að rannsaka tengsl Titanic við Ísafjörð og þeir stungu upp á því að sett yrði á stofn Titanic safn hérna. Þeir voru að rannsaka hvort norskt skip sem orðað hefur verið í tengslum við slysið á Titanic hafi verið statt á Ísafirði í apríl 1912. Síðan fóru þeir héðan til Noregs", segir Áslaug Jensdóttir á Ísafirði sem hefur verið í nokkru sambandi við rannsóknarmennina í gegnum tölvupóst síðan þeir voru hér vestra í heimsókn.

"Engin staðfesting fékkst á því hvort skipið hafi verið í nágrenni við Titanic þegar það sökk en ég frétti það líka eftir krókaleiðum að eitthvað hefði verið fjallað um þetta í norsku blaði og fyrir nokkru fann ég upplýsingar um þetta á netinu", segir Áslaug.

Tengslin eru með þeim hætti að haft er eftir farþegum á Titanic að sést hafi ljós af öðru skipi þegar skipið var að sökkva og talið er að leyndardómsfulla fleyið hafi verið The Californian. En einnig er talið að annað skip en The Californian hafi verið í nágrenni við Titanic þetta örlagaríka kvöld 12. apríl 1912 og löngum hefur því verið haldið fram að það skip hafi verið norska selveiðiskipið Samson.

Í dagbók eins skipverja Samsons er því lýst hvernig skipið hafi legið nærri Titanic og séð flugeldum skotið á loft en ákveðið var að fara burt af svæðinu þar sem áhöfnin var að ólöglegum veiðum. Þá hefur verið greint frá því að samkvæmt opinberum heimildum hafi Samson verið á Ísafirði þann 6. apríl og aftur þann 20. apríl. Ef það er rétt hafði þetta litla skip aðeins 14 daga til að sigla 3000 mílur til Titanic og til baka. Líklega verður það alltaf ráðgáta hvort og hvaða skip þetta voru nærri slysstað þegar Titanic sökk.

16.04.2012 13:00

Tistelön HG 270


                 Tistelön HG  270 © mynd shipspotting, frode adolfsen, 30. júní 1996

16.04.2012 12:00

Talbor H-74-AV


              Talbor H-74-AV © mynd shipspotting, frode adolfsen, 30. apríl 2002

16.04.2012 11:00

Sæbjörn M-27-VD


        Sæbjörn M-27-VD, í Honningsvag, Noregi © mynd shipspotting, frode adolfsen, 20. feb. 2012