28.04.2012 22:39

Þór fer frá Björgvin á sunnudag

ruv.is

Fyrsta verkefnið er að draga pramma í eigu Ístaks frá Noregi til Hafnarfjarðar. 

Varðskipið Þór fer frá Björgvin í Noregi í síðdegis á sunnudag áleiðis til Íslands, en skipið hefur verið í viðgerð í Björgvin síðan í febrúar. Skipta þurfti um aðra aðalvél skipsins vegna titrings sem fram kom í henni.

Viðgerð er lokið og í prufusiglingu um síðustu helgi mældist enginn óeðlilegur titringur. Á vefsíðu Landhelgisgæslunnar var sagt um síðustu helgi að Þór ætti að leggja af stað heim um miðja vikuna, en upplýsingafulltrúi gæslunnar segir að seinkun hafi orðið á undirbúningi fyrir brottför. Fyrirhugað er að Þór verði við eftirlit á Íslandsmiðum á næstunni, en fyrsta verkefnið er hins vegar að draga pramma í eigu Ístaks frá Noregi til Hafnarfjarðar.