Færslur: 2012 Apríl

26.04.2012 21:00

Sigurvin GK 51 / Fram ÞH 62

Þótt ótrúlegt sé þá eru báðar þessar myndir af sama bátnum, sem að vísu hefur nokkuð verið breytt á milli þess sem myndirnar voru teknar.


              1999. Sigurvin GK 51, í Sandgerðishöfn © mynd Emil Páll, 1990


                          1999. Fram ÞH 62 © mynd Þorgeir Baldursson, 2012

26.04.2012 20:00

Elías Mar ÍS 99 og Sigurpáll KE 120 o.m.fl.


           2085. Elías Mar ÍS 99 og 1805. Sigurpáll KE 120 o. m. fl. í Keflavíkurhöfn © mynd Emil Páll, 1990

26.04.2012 19:00

Halldóra Þorkelsdóttir KE 196


          2082. Halldóra Þorkelsdóttir KE 196, í Keflavíkurhöfn © mynd Emil Páll, einhvern tímann á árunum 1990 til 1993

26.04.2012 18:30

Smábátahöfnin á Siglufirði í dag
            Frá Smábátahöfninni á Siglufirði í morgun © myndir Hreiðar Jóhannsson, 26. apríl 2012

26.04.2012 18:00

Benni KE 18


         2081. Benni KE 18, í Keflavíkuhöfn © mynd Emil Páll, 1990 - 93

26.04.2012 17:32

Sigurbjörg ÓF 1, landaði á Siglufirði í dag
         1530. Sigurbjörg ÓF 1, landaði á Siglufirði í dag © myndir Hreiðar Jóhannsson, 26. apríl 2012

26.04.2012 17:00

Vismín ÁR 12


                     2080. Vismín ÁR 12, í Sandgerðishöfn © mynd Emil Páll, 1990

26.04.2012 16:15

Keila II GK 264 og Faxafell II GK 102


            2064. Keila II GK 264 og 2075. Faxafell II GK 102 © mynd Emil Páll, 1990

26.04.2012 14:00

Sæljómi II GK 155


              2050. Sæljómi II GK 155, í Keflavíkurhöfn © mynd Emil Páll 1990

26.04.2012 13:00

Hrönn GK 131


           2049. Hrönn GK 131, í Njarðvík © mynd Emil Páll, 1991, eða 1992

26.04.2012 12:00

Hringur GK 18


               1202. Hringur GK 18, í Hafnarfjarðarhöfn © mynd Emil Páll, 1990

26.04.2012 11:31

Besti afli í netaralli til þessa

fiskifrettir.is:

 Eina undantekningin í þorskafla var veiðin í kantinum austur af Eyjum
Netarall á Þorleifi EA frá Grímsey. (Mynd: Tryggvi Sveinsson)

Netaralli Hafrannsóknastofnunar lauk síðastliðinn sunnudag, 22. apríl. Um 300 netatrossur voru lagðar og er þeim dreift á helstu hrygningarsvæði þorsks. Í frétt á vef Hafró segir að úrvinnsla gagna sé á frumstigi og niðurstöður liggi ekki fyrir, en mjög góð veiði hafi verið  á flestum svæðum og hafi þorskaflinn verið um 1000 tonn.

Metafli fékkst í Breiðafirði og einnig var talsverð aflaaukning á svæðinu frá Meðallandsbug að Hvítingum. Á öðrum svæðum var afli svipaður eða aðeins betri en í fyrra. Eina undantekningin hvað varðar þorskafla var kanturinn austur af Eyjum en þetta er fjórða árið í röð sem afli hefur verið lélegur þar. Netabátar hafa ekki sótt mikið þorsk í kantinn síðustu ár. Hins vegar hefur verið mjög góð veiði uppi á grunninu.

Netarallið er því eina vísbendingin um þróunina þar og líklegt er að þorskurinn gangi nú fyrr og meira upp á kantinn en áður.

Gagnasöfnun í netaralli skilar mikilvægum upplýsingum um hrygningu þorsks og þróun samsetningu hrygningarstofnsins. Niðurstöður netaralls hafa hins vegar ekki verið notaðar beint til samstillingar í stofnmati, en eru hafðar tilhliðsjónar við fiskveiðiráðgjöf. Netarallið hefur eins og stofnmatið sýnt vöxt í hrygningarstofninum á undanförnum árum.

Sjá nánar á vef Hafró.

26.04.2012 11:25

537 sjómenn mótmæla frumvörpum sjávarútvegsráðherra

fiskifrettir.is:

Mótmæla grímulausri aðför að kjörum sínum.  

Huginn VE, eitt umræddra skipa, á loðnuveiðum. (Mynd: Ólafur Óskar Stefánsson).

537 sjómenn á 29 fiskiskipium -  togurum, uppsjávarskipum og línuskipum - hafa skrifað undir mótmæli gegn frumvörpum um breytingu á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Þeir mótmæla þeirri grímulausu aðför að kjörum sínum sem við blasi í þeim frumvörpum sem fram séu komin um breytingar á stjórn fiskveiða.

Í yfirlýsingunni segir orðrétt: "Við sem stöndum að þessari yfirlýsingu skorum á alþingismenn að taka ábyrga afstöðu með tilliti til þeirra hörmulegu afleiðinga sem frumvörpin kæmu til með að hafa á afkomu sjómannastéttarinnar og þar með þjóðfélagsins í heild. Framtíðin er í húfi."

Áðurnefndir sjómenn starfa á eftirtöldum skipum

Ágúst GK 95    
Baldvin Njálsson GK 400    
Barði NK 120    
Beitir NK 123    
Bjarni Ólafsson AK 70    
Björgúlfur EA 312    
Gandí VE 171    
Guðmundur VE 29    
Guðmundur í Nesi RE 13    
Hákon EA 148    
Helga María AK 16    
Hrafn GK 111    
Hrafn Sveinbjarnarson GK 255    
Huginn VE 55    
Höfrungur lll AK 250
Jóhanna Gísladóttir ÍS 7
Jón Kjartansson SU 111
Jóna Eðvalds SF 200
Kaldbakur EA 1
Mánaberg ÓF 42
Oddeyrin EA 210
Páll Pálsson ÍS 102
Sigurbjörg ÓF 1
Snæfell EA 310
Stefnir ÍS 28
Sturlaugur H. Böðvarsson AK 10
Vigri RE 71
Vilhelm Þorsteinsson EA 11
Þór HF 4

26.04.2012 11:00

Magnús Guðmundsson ÍS 97


         2047. Magnús Guðmundsson ÍS 97, sjósettur í Njarðvik © mynd Emil Páll, 1990

26.04.2012 10:00

Vöggur GK 204


                    2039. Vöggur GK 204, í Njarðvík © mynd Emil Páll, 1990