Færslur: 2012 Apríl

12.04.2012 14:00

Nýleg tóg var bundið við tundurduflið sem kom í veiðarfæri Sóleyjar Sigurjóns

Vefur Landhelgisgæslunnar:

12042012_DuflIMG_0007

Staðsetning duflsins sem kom í veiðarfæri togarans Sóleyjar Sigurjóns kom sprengjusérfræðingum Landhelgisgæslunnar nokkuð á óvart þegar tilkynningin barst Landhelgisgæslunni í gærmorgun. Vitað er að tundurdufl voru lögð norðar á hafsvæðinu eða nær Garðskaga en ekki á þessu svæði þar sem Sóley Sigurjóns var að veiðum. Þegar farið var með þyrlu að skipinu staðfestist að um væri að ræða þýskt tundurdufl frá seinni heimstyrjöldinni. Þá var skipinu gert að halda tafarlaust til hafnar til að hægt yrði að gera duflið óvirkt.

11042012_dufl-001

Þegar sprengjusérfræðingar  komu um borð í Sóleyju Sigurjóns bentu skipverjar þeim á að nýlegt tóg væri í auga á duflinu, sjá mynd. Virðist vera sem að annað skip hafi fengið duflið í veiðarfærin en síðan látið það falla að nýju í hafið. Er það mjög ámælisvert því með því eru viðkomandi að stofna sínu eigin öryggi og annarra í hættu. Mörg dæmi eru um það erlendis frá að alvarleg slys hafi orðið þegar hreyft hefur verið við slíkum duflum áður en þau eru meðhöndluð rétt,  því hver hreyfing getur komið á stað öflugri sprengingu.

vlcsnap-2012-04-11-21h55m29s23
Duflinu eytt. Smellið á mynd til að sjá myndskeið.

Landhelgisgæslan gerir allt sem mögulegt er til að koma til móts við sjómenn sem fá tundurdufl í veiðarfærin og hraða sem mest þeim tíma sem fer í aðgerðina. Skipverjar Sóleyjar Sigurjóns sýndu hárrétt viðbrögð með því að hafa samband. Þúsundir dufla finnast ennþá innan íslenska hafsvæðisins og eru þau í góðu ásigkomulagi þrátt fyrir langa legu í sjó, en sprengiefnið verður viðkvæmara með aldrinum.  Er það á ábyrgð allra að tilkynna um slík dufl og auka um leið öryggi þeirra sem fara um svæðið. 

12.04.2012 13:00

Kjelsvik F-89-BD


                       Kjelsvik F-89-BD © mynd frode adolfsen, 5. ágúst 2003

12.04.2012 12:00

Kings Bay


                       Kings Bay © mynd shipspotting, frode adolfsen, 25. sept. 2007

12.04.2012 11:00

Kato M-192-SÖ


                         Kato M-192-SÖ © mynd shipspotting, frode adolfsen, 1. apríl 2012

12.04.2012 10:00

Isak L. GR-7-248


                  Isak L.  GR 7-248 © mynd shipspotting, frode adolfsen, 30. júní 2003

12.04.2012 09:00

Heidi Jette HG 137


                    Heidi Jette HG 137 © mynd shipspotting, frode adolfsen, 30. júní 2001

12.04.2012 08:30

Sómi

Þessi mynd kom frá Gylfa Scheving en enginn texti með nema að þetta væri Sómi


                                          © mynd Gylfi Scheving, 2012

12.04.2012 00:00

Svíþjóðar-syrpa frá Gylfa Scheving


                                                    Björgunarbátur


                                                 Björgunarbátur


                                         Clipper - sjóstangaveiðibátur


                                            Clipper, sjóstangaveiðibátur


                                                           Falkskar


                                                   Frá Gautaborg


                                               Frá Gautaborg

                                                     Hugin


                                              Sjóstangaveiðibátur


                  Þorskar í sjávarsafni í Gautaborg © myndir Gylfi Scheving, 2012

11.04.2012 23:00

H. Bossen HG 220


               H. Bossen HG 220 © mynd shipspotting, frode adolfsen, 30. júní 1996

11.04.2012 22:30

Frá Stokkseyri


                     Frá Stokkseyri © mynd úr safni Guðmundar Sigurðssonar

11.04.2012 22:00

Gitte Johnny HG 299


                Gitte Johnny  HG 299 © mynd shipspotting, frode adolfsen, 30. júní 2003

11.04.2012 21:00

Gangstad Jr.


                 Gangstad Jr. © mynd shipspotting, frode adolfsen, 30. júní 2005

11.04.2012 20:21

Múlaberg SI-22 byrjað aftur á rækju

sksiglo.is

Múlaberg SI-22
Múlaberg SI-22

Múlaberg SI landaði 30 tonnum af rækju á mánudag úr sínum fyrsta túr eftir að hafa verið á bolfiski hluta af vetri. Sigurborg SH-12 landaði á þriðjudag 28 tonnum af rækju veiðin er eitthvað að glæðast.

Rækjan fer í rækjuvinnslu Ramma hf á Siglufirði. Fjögur skip eru á rækjuveiðum fyrir verksmiðjuna.                                        Sigurborg SH-12 og Múlaberg SI-22

Texti og myndir: GJS

11.04.2012 20:14

Ísbjörn ÍS á leið í Smuguna og mun hugsanlega landa í Noregi

bb.is:

Ísbjörn ÍS 304 í höfn á Ísafirði.
Ísbjörn ÍS 304 í höfn á Ísafirði.

Rækjutogarinn Ísbjörn ÍS 304, er á leið í Smuguna, en nokkur ár eru síðan ísfirskur togari fór svo langt norður á veiðar. Togarinn fór í reynslutúr á dögunum sem gekk vel, og því var ákveðið að halda fljótt á sjó að nýju. Að sögn Jóns Guðbjartssonar stjórnarformanns rækjuvinnslunnar Kampa og eiganda útgerðarfélagsins Birnis - sem eiga togarann - lá beinast við að halda í Smuguna eftir prufutúrinn.

"Þessi bátur er svo stór, voldugur og veiðir mikið, auk þess sem hann er dýr í rekstri, að Íslandsmiðin duga honum ekki til veiða. Við sendum hann þarna norður til að geta fengið meiri tekjur fyrir hvern dag," segir Jón, en einungis tvö íslensk skip hafi burði til að fara í Smuguna, Ísbjörninn og Brimnes. Leiðin í Smuguna tekur 5 sólarhringa og því þarf að frysta vöruna um borð.

"Það getur vel verið að okkur hugnist einhvern tímann að senda Ísbjörninn til Kanada og veiða þar. Það er möguleiki sem við erum að skoða," segir Jón, en áætlaður kostnaður við að senda skip af þessari stærðargráðu, hvort heldur til Kanada eða í Smuguna er um 8 milljónir króna. "Því er ljóst að ef við fáum ekkert á hinum endanum, erum við í vonum málum," segir Jón léttur í bragði.

Aðspurður um nýlegt kvótafrumvarp sem lagt hefur verið fram til samþykktar á Alþingi, er Jón berorður. "Það er alveg ljóst að ef þetta frumvarp verður samþykkt, er úti um alla rækjuútgerð á Vestfjörðum," segir Jón sem hefur litla trú þeirri hugmyndavinnu sem liggur að baki frumvarpinu.

Ekki er ákveðið hvenær Ísbjörn ÍS 304 snýr til baka, en að sögn Jóns er möguleiki á að hann muni landa í Noregi og halda aftur í Smuguna þaðan. Ísafjörður sé hinsvegar heimahöfn skipsins og helst vilji hann að landað sé þar.

11.04.2012 20:08

Frantsen Junior T-25-I


           Frantsen Junior T-25-I © mynd shipspotting, frode adolfsen, 30. júní 2002