Færslur: 2012 Apríl

26.04.2012 09:12

Hafrún NS 222


                   Hafrún NS 222, í smíðum í Sandgerði © mynd Emil Páll, 1990

26.04.2012 00:00

Gamli Þór seldur í brotajárn

ruv.is

Þór lítur út eins og draugaskip síðan hann var notaður sem leikmynd í kvikmyndinni Reykjavík Whale Watching Massacre. Hann var dreginn til Njarðvíkur í dag. Mynd: Ægir Örn Valgeirsson

"Þetta sögufræga skip er komið að endalokum. Við erum að fara að taka það niður og breyta því í gjaldeyri," segir Einar Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Hringrásar, sem tók í dag við gamla varðskipinu Þór sem verður breytt í brotajárn á næstu vikum.

Þór var dreginn til hafnar í Njarðvík í dag en skipið hefur legið við bryggju í Gufunesi undanfarið. Þar verður það tæmt af spilliefnum og gert tilbúið til niðurrifs en skipið verður tekið niður í Helguvík. "Þetta fer í brotajárn á erlendan markað. Þannig fær skipið sitt framhaldslíf sem ég get ekki fullyrt í hvaða formi verður," segir Einar.

Þór er sögufrægt skip. Skipið var keypt til landsins árið 1951 og gegndi stóru hlutverki í þorskastríðinu. Eftir að það var aflagt sem varðskip hefur það gegnt ýmsum hlutverkum. Um skeið var rekinn veitingastaður um borð í skipinu og upp úr síðustu aldamótum var það málað gyllt og hugmyndir voru uppi um að það yrði að skemmtistað á Íbíza eða í London. Ekkert varð af því. Skipið var hins vegar notað sem leikmynd við tökur á kvikmyndinni Reykjavík Whale Watching Massacre. Þá var það látið líta út sem ryðdallur sem útskýrir draugalegt útlit skipsins enn í dag.

"Þór má muna fífil sinn fegurri og er ekki lengur það flaggskip sem það var," segir Einar en viðurkennir að mörgum þyki leiðinlegt að sjá hvernig komið er fyrir skipinu.

Ægir Örn Valgeirsson tók þessar myndir í dag þegar skipið var dregið til Njarðvíkur. Hann tók einnig myndbandið sem hægt er að horfa á hér að neðan. 

Gamla varðskipið Þór dregið from Skipaþjónusta Íslands on Vimeo.

25.04.2012 23:00

Skarfaklettur RE 130


              2006. Skarfaklettur RE 130 © mynd Emil Páll, 1990

25.04.2012 22:33

Varðskip, flugvél og þyrla LHG í grennd þegar grásleppubátur strandaði

Vefur Landhelgisgæslunnar:

Grásleppubátur með tvo menn um borð strandaði á boða í Hofsvík við Kjalarnes eftir hádegi sl mánudag. Á sama tíma stóð yfir sameiginlega leitaræfing á svæðinu með þátttöku stjórnstöðvar, þyrlu, flugvélar og varðskips Landhelgisgæslunnar og voru því óvenjumargar gæslueiningar til taks þegar aðstoðarbeiðnin barst stjórnstöð kl. 13:51. Varðskipið Ægir var nýfarið frá Reykjavík og hélt samstundis á staðinn. Ekki var talin bráð hætta á ferðum,  ágætt veður og áhöfnin klár í flotgöllum. 

Strand230412_GSV_IMG_3553-(5)

Harðbotna léttabátur Ægis var kominn að bátnum kl. 14:22 með dælu ef á þyrfti að halda. Fór varðskipsmaður um borð og sett var taug milli bátanna. Losnaði báturinn af skerinu kl.  14:34 og var hann dreginn frá. Skömmu síðar var vél bátsins gangsett og virtist ekkert vera að stjórnbúnaði bátsins. Enginn leki kom að bátnum og hélt hann fyrir eigin vélarafli til Reykjavíkur.

Strand230412_GSV_IMG_3553-(3)

Myndir Guðmundur St. Valdimarsson, bátsmaður v/s Ægir

25.04.2012 22:00

Ösp GK 210


                       1988. Ösp GK 210, í Sandgerði © mynd Emil Páll, 1993 eða 1994

25.04.2012 21:00

Sigurvík SH 117


                                    1958. Sigurvík SH 117 © mynd Emil Páll, 1991

25.04.2012 20:41

Hátt fargjald með gömlum síldarbáti

Fiskifrettir.is

Greiða 35 þúsund krónur á mann fyrir sex tíma siglingu

Lydia Eva.

Aðeins eitt eintak af gömlum síldarbátum við England frá fyrri hluta síðustu aldar hefur varðveist og hefur báturinn verið endurbyggður. Fjár til reksturs hans verður nú aflað með því að bjóða farþegum í stutta siglingu gegn háu gjaldi.

Skipið sem hér um ræðir er gufubáturinn Lydia Eva sem byggður var árið 1930. Þúsundir slíkra báta voru að veiðum við England á sínum tíma en þeir heyra nú sögunni til. Styrktarsjóður eignaðist Lydiu Evu árið 1990. Báturinn hefur verið gerður upp fyrir 1,2 milljónir punda (245 milljónir ISK).

Lydia Eva hefur verið höfð til sýnis sem sögulegar minjar en nú á að víkka út notkunarmöguleikana og afla tekna til að standa undir kostnaði. Boðið verður upp á siglingu með farþega tvisvar í mánuði milli Suffolk og Norfolk. Átta farþegar hafa greitt 175 pund á mann (35.500 ISK) fyrir farið í fyrstu ferðinni.

25.04.2012 20:00

Glaður GK 405 / Hvalbakur


           1912. Glaður GK 405, í Keflavíkurhöfn um síðustu aldarmót © mynd Emil Páll


                            1912. Hvalbakur, á fyrsta áratug þessarar aldar

25.04.2012 19:30

Skrúður seldur til Reykjavíkur

Frá Bjarna Guðmundssyni, Neskaupstað: Sæll núna kl 17,00 sé ég á AIS að 1919 Skrúður Nk er að sigla suður með Gerpirnum og er sennilega á leið til Reykjavíkur en þangað hefur hann verið seldur fyrirtækinu sem á Eldingu kv Bjarni G


        1919. Skrúður, Neskaupstað 1. mars sl. en eins og fram kemur fyrir ofan myndina er hann nú á leið til nýrrar heimahafnar © mynd Bjarni G., 1. mars 2012

25.04.2012 19:00

Þórir Jóhannsson GK 116


          1860. Þórir Jóhannsson GK 116, öðru hvoru megin við 1990 © mynd Emil Páll

25.04.2012 18:00

Ás ÍS 63 / Sporður KE 160


                                 1821. Ás ÍS 63, í Njarðvikurhöfn um 1990


         1821. Sporður KE 160, einhvern tímann á árunum 1990 - 1992 © myndir Emil Páll

25.04.2012 17:00

Vikar KE 121


      1767. Vikar KE 121, í Keflavíkurhöfn, einhvern tímann á árunum 1989 - 1993 © mynd Emil Páll

25.04.2012 16:00

Fjölnir GK 157


                                      1759. Fjölnir GK 157 © mynd Emil Páll

25.04.2012 13:32

Auðunn kominn með Þór til Reykjanesbæjar

Þessa mynd tók ég fyrir nokkrum mínútum er Hafnsögubáturinn Auðunn sigldi fram hjá Keflavíkinni með gamla Þór í eftirdragi á leið sinni til Njarðvíkur. Er myndin tekin með miklum aðdrætti yfir bæinn.


        2043. Auðunn dregur 229. Þór fram hjá Keflavíkinni núna kl. 13.28 á leið til Njarðvikur. Myndin er tekin með miklum aðdrætti úr efstu byggðum Keflavíkur © mynd Emil Páll, 25. apríl 2012

Af Facebook:

Einar Örn Einarsson Emil á að rífa hann þarna?
Emil Páll Jónsson Já svo skilst mér, og þá jafnvel yfirbygginguna við bryggju og síðan restina upp í slipp.
Einar Örn Einarsson Já ok.....ég talaði alltaf um að hann ætti að verða æfingastaður fyrir kafara á hafsbotni
Emil Páll Jónsson Það hefur örugglega ekki fengist leyfi fyrir því. Gerð var tilraun til að fá leyfi þegar búið var að nota Reyni GK í kvikmyndatökur og fjarlægja allt mengunarvaldandi, en samt fékkst ekki leyfi.
Jón Páll Ásgeirsson Kerfið á Íslandi er svo skrítið, þetta er gert víða erlendis, sá á netinnu gamla freigátu sem var hér í þorskastríðinnu sökt við nýjasjáland eða Astralíu.
Einar Örn Einarsson Afar undarlegt.

25.04.2012 13:00

Sigurfari VE 138


                                        1743. Sigurfari VE 138 © mynd Emil Páll