Færslur: 2012 Apríl

14.04.2012 13:00

Nesebuen VA-90-LS


                             Nesebuen VA-90-LS © mynd shipspotting, frode adolfsen

14.04.2012 12:00

Nesbakk M-72-G


                 Nesbakk M-72-G © mynd shipspotting, frode adolfsen, 28. feb. 2002

14.04.2012 00:00

Grásleppu-syrpa af Ströndum - Árni Þór Baldursson í Odda

Hér kemur myndasyrpa frá Árni Þór Baldurssyni í Odda sem hann tók á Ströndum á yfirstandandi grásleppuvertíð


        Grásleppuvertíð á Ströndum, í mars 2011 © myndir Árni Þór Baldursson, í Odda

13.04.2012 23:00

Nera Atlantic


                    Nera Atlantic  © mynd shipspotting, frode adolfsen, 4. júní 2001

13.04.2012 22:00

Nordlyset, fyrsta olíuskipið á Íslandi

     Oliuskipið NORDLYSET,  Þessi mótorskonnorta er fyrsta olíuskipið á ÍSLANDI. D.D.P.A. Er skamstöfun á Det  Danske  Petroleums  Aktieselskab. skipið flutti steinoliu frá Danmörk til Íslands. árið 1913 keypti Íslenzka  Steinoliufélagið skipið NORDLYSET og rak það næstu  2 árin. Á þeim árum var skipið í oliuflutningum milli hafna á Íslandi. En árið 1915 keypti  D.D.P.A. skipið aftur © Mynd úr safni Guðmundar Sigurðssonar, ljósmyndari Magnús Ólafsson

13.04.2012 21:00

Ikkamiut GR 7-311 á strandstað við Strandgötu í Hafnarfirði


   IKKAMUIT GR  7-311  SLITNAÐI UPP Í AFTAKA VEÐRI Í NÓV 2006,  Í HAFNAFJARÐARHÖFN © LJÓSMYND, GUÐMUNDUR SIGURÐSSON
Í skýrslu Rannsóknarnefndar sjóslysa segir þetta um strandið.: Þann 5. nóvember 2006 voru tvö grænlensk skip í höfn í Hafnarfirði og lágu þau saman utan á Sonar við Óseyjarbryggju. Milli kl. 8 og 9 um morguninn tók hafnarvörður eftir að festar Ikkanmiut GR voru farnar að gefa sig að aftan vegna veðurs. Voru dráttarbátarnir Hamar og Þróttur kallaðir út. Áður en aðstoð barst slitnuðu festar Ikkamiu sem rak undan vindinum með hinn grænlenska (Serena) á síðunni inn á grunnsævi innan hafnarinnar. Dráttarbátarnir reyndu  að stöðva skipin en við bilaði önnur vél Hamars og Þróttur lenti undir bóg Ikkamiut með þeim afleiðingum að ljósamastur ásamt radarloftneti á þaki stýrishússins skemmdist. Ikkamiut strandaði um það bil 150 metrar frá fjöruborði undan Fjörukráarbryggjunni, en hinn togarinn Serene flaut.
Hafnarstarfsmenn reyndu að draga skipð af strandsað en hættu við það og létu nægja að losa Senene utan af Ikkamiut og biðu eftir að það fæddi að  Serena var dreginn að bryggju og fest tryggilega og um kl. 15 tókst dráttarbátnum Hamri, Þrótti og björgunarskipi Björgunarsveitarinnar Fiskakletts að draga Ikkamiut aftur á flot. Ekki er vita til að skemmdir hafi orðið á togaranum.

13.04.2012 20:00

May-Inger M-193-H


              May-Inger M-193-H © mynd shipspotting, frode adolfsen, 30. apríl 2003

13.04.2012 19:00

Marianna Sandgreen GR 12-133


              Marianne Sandgreen  GR 12-133 © mynd shipspotting. frode adolfsen

13.04.2012 18:00

M-291-A


                           M-291-A © mynd shipspotting, frode adolfsen, 1. júní 1999

13.04.2012 17:00

M-8-A


                        M-8-A © mynd shipspotting, frode adolfsen, 2. júní 1997

13.04.2012 16:00

Hugrún ÞH 240 - safngripur á Grenivík


        5483. Hugrún ÞH 240, safngripur á Grenivík © mynd Jóhannes Guðnason, í apríl 2012

13.04.2012 15:15

Ný Cleopatra afgreidd til Frakklands

Fiskifrettir.is

Bátasmiðjan Trefjar afhendir nýjan línu- og handfærabát.

Bátasmiðjan Trefjar í Hafnarfirði afgreiddi nú á dögunum nýjan Cleopatra bát til Lorient á vesturströnd Frakklands. Að útgerðinni stendur Erwan Babin sjómaður frá Lorient sem jafnframt er skipstjóri á bátnum.
Nýi báturinn, sem búinn er til línu- og handfæraveiða, hefur hlotið nafnið "Cleopatra".  Hann er 9 brúttótonn af gerðinni Cleopatra 31.

Aðalvél bátsins er af gerðinni FPT(Iveco)N67 280 tengd ZF280IV gír. Siglingatæki eru frá Furuno. Línubúnaður er frá Able.  Handfærarúllur eru frá DNG.
Öryggisbúnaður bátsins er frá Viking.
Rými er fyrir 12 stk 380 lítra kör í einangraðri lest.  Í vistarverum er svefnpláss fyrir þrjá auk eldunaraðstöðu með eldavél, örbylgjuofn og ísskáp.

Að sögn útgerðarinnar mun báturinn verða gerður út frá Lorient allt árið. Reiknað er með að báturinn hefji veiðar núna í lok mánaðrins og verða einn til tveir menn í áhöfn.

13.04.2012 15:00

Daðey GK 777 og Hópsnes GK 77


         2617. Daðey GK 777 og 2673. Hópsnes GK 77, báðir af Gáska-gerð og framleiddir hjá Mótun ehf., i Njarðvík. Hér inni í húsi hjá Skipasmíðastöð Njarðvikur © mynd af FB síðu SN, 12. apríl 2012

13.04.2012 14:00

Sjóflugvél á Akureyri
                       Sjóflugvél á Akureyri © myndir Jóhannes Guðnason, í apríl 2012

13.04.2012 13:17

Skipstjóri flutningaskips ætlaði að stytta sér leið

visir.is:
Skipstjórinn ætlaði sér sömu leið og kollegi hans á Wilson Muuga fór á sínum tíma. Það endaði með ósköpum.
Skipstjórinn ætlaði sér sömu leið og kollegi hans á Wilson Muuga fór á sínum tíma. Það endaði með ósköpum.

Starfsmenn í Vaktstöð siglinga og í Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar höfðu í nótt afskipti af skipstjóra á erlendu flutningaskipi sem ætlaði að stytta sér leið og sigla svonefnda innri leið fyrir Garðskaga og inn á Faxaflóann.

Stór skip eiga hinsvegar að sigla ytri leiðina samkvæmt reglugerð sem sett var eftir að flutningaskipið Wilson Muga strandaði við Garðskaga fyrir nokrum árum. Skipstjórinn hlýddi fyrirmælum í nótt og beygði út á ytri leiðina.

Innri leiðin freistar hinsvegar sumra skipstjóra, því hún sparar tveggja klukkustunda siglingu.

Leiðrétting frá epj. Wilson Muuga, strandaði ekki við Garðskaga heldur neðan við Hvalsneskirkju á sínum tíma