Færslur: 2012 Apríl
16.04.2012 00:00
Guðný ÍS: Sokkin - komin í slipp og sjósett að nýju
1464. Guðný ÍS 13, sokkin í Ísafjarðarhöfn 2. janúar 2011 © mynd bb.is
Bjössi, Brynjar og Pétur
Sjósetningin föstudaginn 13.
1464. Guðný ÍS 13 komin að bryggju að nýju © myndir Rakel Þorbjörnsdóttir
Smíðanúmer 10 hjá Trésmiðju Guðmundar Lárussonar hf., Skagaströnd, 1976, eftir teikningu Egils Þorfinnssonar, Keflavík.
Skráningu breytt úr fiskiskipi í skemmtibát 2006. Sökk í Ísafjarðarhöfn, eftir að hafa legið þar lengi við bryggju. Náð aftur á flot og endurbyggður sem sumarbústaður í slippnum á Ísafirði og sjósettur þar að nýju föstudaginn 13. apríl 2012.
Nöfn: Árnesingur ÁR 75, Sædís ÁR 14, Auðbjörg II SH 97, Reynir AK 18, Vestri BA 64, Vestri BA 63, Diddó BA 3, Diddó ÍS 13 og núverandi nafn: Guðný ÍS 13
15.04.2012 23:00
Strömfjörd HG 265
Strömfjord HG 265 © mynd shipspotting, frode adolfsen
15.04.2012 22:20
Breki ex íslenskur, Polaris og K.Arctenter
F.v. Breki ex 1459. Polaris og K.Arctanter, í Malbu, Noregi © mynd shipspotting, frode adolfsen, 1. ágúst 2007
15.04.2012 22:00
Strömegg HG 267
Strömegg HG 267 © mynd shipspotting,. frode adolfsen
15.04.2012 21:10
ST-25-R
ST-25-R © mynd shipspotting, frode adolfsen, 1. júní 2001
15.04.2012 20:00
Þá erum við í heimahöfn
Já nú liggur Polarhav við kaja í Örnes og búið er að þrífa og ganga frá öllu. Ég kom um borð þann 16/3 í Alasundi og vorum við búnir að öllu í gær 12/4. Allir bátarnir eru búnir og liggjum við hérna þrír við þessa bryggju. Polarhav á nú að fara í offshore niður í Norðursjó og einnig Polar Atlantic. En Polarfangst fer á nót að reyna við ufsa. Sennilega fer ég með Polarhav, allavega til að byrja með. Einhver kergja er yfirmönnunum hjá fyrirtækinu vegna þess að til þessa hafa túrarnir verið 6. vikur en við viljum ekki hafa þá lengri en 4. vikur eins og eru á öðrum skipum í svipuðum verkefnum.
Hérna rétt fyrir framan stefnið hjá mér liggja þrjár trossur sem trillur eru með og sýnist mér kallarnir vera fá ágætiskropp, þetta eru bátar í opna kerfinu en í því færðu ca 18 tonn af slægðum fiski, allir sem eru skráðir fiskimenn geta komist inn í þetta kerfi, held að krafan sé samt sú að þú verður að sýna fram á að yfir 50 % af tekjunum þínum komi frá sjómennsku. Í þessu kerfi eru aðallega eldri menn og svo ungir menn sem vilja koma undir sig fótunum í sjómennsku. Hér geta líka ungir menn fengið hagstæð lán ef þeir hafa áhuga á að byrja í sjómennsku.

Nóg að gera hjá honum, margir þessara kalla verka svo fiskinn sem lútfisk og selja fyrir jólin.

Ekki búnkuð netin en svona ágætiskropp fyrir einn mann.
Svo að lokum það er fallegt að sigla upp með Helgelandkysten og set ég hérna inn tvær myndir.


© myndir og texti: Jón Páll Jakobsson, í Noregi 13. apríl 2012
15.04.2012 19:00
Kaupir Arnarfell og Helgafell
Arnarfell og Helgafell eru systurskip, smíðuð hjá J.J. Sietas skipasmíðastöðinni í Hamborg og taka 909 gámaeiningar. Burðargetan er allt að 11.143 tonn, þau eru 138 metra löng, 21 metra breið og ganga allt að 18,4 sjómílur á klukkustund. Þau eru í vikulegum áætlunarsiglingum til Evrópu, farið er frá Reykjavík á fimmtudagskvöldi með viðkomu í Vestmannaeyjum á leið til Immingham á Bretlandi. Þaðan er siglt til Rotterdam, Cuxhaven, Árósa, Varberg og Færeyja og komið til baka til Reykjavíkur á miðvikudagsmorgni.
"Skipaverð er hagstætt þessi misserin á heimsmarkaði og það skapaðist áhugavert kauptækifæri sem við gripum," segir Ásbjörn Gíslason, forstjóri Samskipa í tilkynningu.
15.04.2012 18:00
Þerney í lýtaaðgerð í Reykjavík meðan áhöfnin sólar sig á Spáni
2203. Þerney RE 101, í Reykjavíkurslipp © myndir Skúli Svavar Skaftason, 14. apríl 2012
15.04.2012 17:00
Sigurður Ólafsson SF 44
173. Sigurður Ólafsson SF 44 © myndir Skinney hf., Siddi Árna
15.04.2012 16:00
Sædís SU 78
Sædís SU 78, á Fáskrúðsfirði, föstudaginn 13. © myndir Óðinn Magnason, 13. apríl 2012
15.04.2012 15:00
Húni II orðinn EA 740
108. Húni II, í Færeyjum © mynd torshavn.fo
15.04.2012 14:00
Helga RE 49 seld?
2749. Helga RE 49 © mynd Jón Páll Ásgeirsson
15.04.2012 13:00
Aðalsteinn Jónsson og Finnur Fríði
Aðalsteinn Jónsson SU 11 og Finnur fríði © mynd úr Morgunblaðinu
15.04.2012 12:00
Frá því að vera sokkin - endurbyggð og sjósett að nýju
1464. Guðný ÍS 13, sokkin í Ísafjarðarhöfn © mynd bb.is 2. jan. 2010
1464. Guðný ÍS 13, komin upp í slipp til viðgerðar © mynd Rakel Þorbjörnsdóttir
1464. Guðný ÍS 13, sjósett að nýju, föstudaginn 13. © mynd Rakel Þorbjörnsdóttir, 13. apríl 2012
15.04.2012 11:04
Skroppið í sjóferð með Svönu ST 93 ex Einari SH 236
Jón Halldórsson, útgefandi vefsins holmavik.123.is skrapp í gærmorgun í stutta sjóferð með Hauki Péturs og sonum á Svönu ST 93 frá Drangsnesi. Eins og sést á myndunum er báturinn enn merktur Einar SH, en hefur þó verið skráður sem Svana ST.
Sjá texta fyrir ofan myndirnar © myndir Jón Halldórsson, holmavik.123.is 14. apríl 2012