Þessir tveir eiga það sameiginlegt hafa tiltölulega nýir verið seldir erlendis. Annar þeirra var smíðaður hérlendis og skemmdist í bruna og var endurbyggður hérlendis. Hinn var ásamt mörgum fleirum fluttur inn sem nýr bátur af fyrirtæki í Vogum og seldur innanlands, en komst fljótlega í eigu banka sem seldi hann til Noregs
Abba GK 347

1786. Abba GK 247, eftir endurbyggingu © myndir Emil Páll
Álbátur með smíðanúmer 3 hjá Skipasmíðjunni Herði hf. í Sandgerði og hafði verið í smíðum frá 1982 til 1987. Brann 1. sept. 1988 á Faxaflóa. Flakið var dregið af Sandgerðingi GK 268, til Sandgerðis 2. sept. 1988. Síðan var flakið tekið upp í Njarðvikurslipp þar sem breytingum og endurbótum lauk 18. ágúst 1990, en þær annaðist Stefán Albertsson
Farga átti bátnum 24. febrúar 1995 en hætt var við það og henn seldur til Færeyja síðar það sama ár.
Nöfn: Jón Pétur ST 21, Jón Pétur II ST 21, Jón Pétur ST 211, Abba GK 247, Abba (Færeyjum), Vikartindur, Vikartindur I og 2004 fékk hann nafnið Fiskatangi FD 1209, síðan veit ég ekkert um hann.
Faxafell II GK 102


2075. Faxafell II GK 102 © myndir Emil Páll
Plastbátur framleiddur í Faaborg, Danmörku 1990 og fluttur þá hingað til lands af fyrirtæki í Vogum sem flutti inn nokkra báta frá Danmörku og Svíþjóð og fengu sumir þeirra nöfn eins og Faxafell, Faxafell II og Faxafell III.
Úreldingastyrkur samþykktur 12. jan. 1995 og seldur úr landi til Noregs 28. sept. 1995.
Nöfn: Faxafell II GK 102 og í Noregi fékk hann nafnið Kvistnes SF -??, en ekkert ég hef engar upplýsingar um hann síðan hann fór héðan, veit þó hvert kallmerkið var og hverjir voru eigendur hans í Kvistnesi í Noregi, en þar með er það upptalið.
Emil Páll Jónsson Því miður er fjarlægðin það mikil að mér tókst ekki vel að sjá númerið, en síðasti stafurinn sýninst mér vera 4 eða 9 og næst síðasta ekki grannur stafur eins og 1. En ef ég man rétt voru aðeins fluttir inn þrír svona bátar og höfðu þeir númerin 1829, 1887 og 1914. Ef einhver sem hefur betri tækni en ég og getur séð betur númerið þá væri það góður greiði að láta mig vita.