20.04.2012 00:15

Færeyskur bátur staðinn að ólöglegum veiðum

dv.is:

Skýrslutaka í Vestmannaeyjum fyrirhuguð 

Af vef Landhelgisgæslunnar.

Af vef Landhelgisgæslunnar.

Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-SYN stóð færeyskan línubát að meintum ólöglegum veiðum í morgun suður af Vestmannaeyjum. Báturinn var staðinn að veiðum innan hrygningarstoppssvæðis.

Skipstjóra var gert að ljúka við að draga línuna og halda síðan til hafnar í Vestmannaeyjum. Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslu er báturinn ekki enn kominn í land en skýrslutaka er fyrirhuguð.