Færslur: 2011 Október
03.10.2011 09:00
Röst, á Seyðisfirði
6805. Röst, á Seyðisfirði, í síðustu viku © mynd Sigurborg Sólveig Andrésdóttir, í sept. 2011
03.10.2011 08:30
Sveinn SU 225
6567. Sveinn SU 225, á Reyðarfirði í síðustu viku © mynd Sigurborg Sólveig Andrésdóttir, í sept. 2011
03.10.2011 00:31
Kolaskipið Varg, á Fáskrúðsfirði
Kolaskipið Varg, á Fáskrúðsfirði á gamlársdag 1948/49 © mynd úr safni Magna Þórlindssonar
03.10.2011 00:16
Borgey SF 57
Borgey SF 57 © mynd frá Óðni Magnasyni
Smíðaður í Svíþjóð 1946 og fórst á sama ári um eina sjómílu utan við Hornafjarðarós og með honum fórust þrír úr áhöfninni og einn farþegi en 3 áhafnarmiðlimir björguðust
03.10.2011 00:00
Beta VE 36 og Háey II ÞH 275
2764. Beta VE 36
2764. Beta VE 36 og 2757. Háey II ÞH 275
2757. Háey II ÞH 275 og 2764. Beta VE 36
2757. Háey II ÞH 275, á Seyðisfirði © myndir Sigurborg Sólveig Andrésdóttir, í sept.
02.10.2011 23:00
Gilla, Mjóeyri
Þetta er sami bátur og ég birti mynd af í kvöld sem heitur pottur, en þarna er komið annað nafn á hann, auk þess sem hann var í sumar á Mjóeyri, en var nú á Eskifirði.
Gilla, á Mjóeyri © mynd Helgi Sigfússon, sumarið 2011
- Samkvæmt ábendingu sem ég fékk eftir að ég birti þetta þá er um sama bát að ræða og á sama stað. Þar sem Mjóeyri er á Eskifirði og fyrri myndin er mjög loðin, en ef skoðað er betur sést að báturinn heitir Gilla, en ekki Ella -
02.10.2011 22:00
Síldarstemming haustið 1990
1014, Arney KE 50
1014. Arney KE 50 og 233. Barðinn GK 375
967. Keflvíkingur KE 100
© myndir Þorgrímur Aðalgeirsson, á síldveiðum hustið 1990
02.10.2011 21:00
Rán NS 71
5607. Rán NS 71, á Seyðisfirði í síðustu viku © mynd Sigurborg Sólveig Andrésdóttir, í sept. 2011
02.10.2011 20:10
Ella, nú heitur pottur við gistiheimili
Ella, nú heitur pottur við gistiheimili á Eskifirði © mynd Sigurborg Sólveig Andrésdóttir, í sept. 2011
02.10.2011 19:00
Smyglbáturinn frægi á Seyðisfirði
Báturinn sem kyrrsettur var á sínum tíma á Seyðisfirði, eins og hann letí síðustu viku © mynd Sigurborg Sólveig Andrésdóttir, í sept. 2011
02.10.2011 18:00
Green Atlantic ex Jökulfell - enn vélarvana á Reyðarfirði
Green Atlantic ex 1683. Jökulfell á Reyðarfirði í síðustu viku © mynd Sigurborg Sólveig Andrésdóttir, í sept. 2011
02.10.2011 17:17
Gáfu minnismerki um Súluna EA
Auður Magnúsdóttir, ekkja Sverris Leóssonar, skoðar minnisvarðann ásamt Herði Blöndal, hafnarstjóra. Ljósmynd/Gisli Sigurgeirsson Í gær var reistur minnisvarði um eitt frægasta fiskiskip íslendina, Súluna EA 300. Afkomendur Sverris Leóssonar, útgerðarmanns, létu reisa varðann í minningu Sverris og færu Akureyrarhöfn listaverkið að gjöf.
Súlan EA 300 var í heila öld gerð út frá Akureyri. Hún var stolt Akureyringa, enda eitt fengsælasta veiðiskip íslenska flotans. Í landlegum lá hún gjarnan við Torfunefið nýmáluð og tilbúin til átaka á næstu vertíð, rétt eins og hvert annað kennileiti á Akureyri. Þar var minnisvarðinn reistur Útgerð Súlunnar frá Akureyri stóð í heila öld og það er fátítt ef ekki einstakt, að bak við aldarlanga útgerðarsögu standa eingöngu tvö skip.
Fyrsta Súlan var smíðuð fyrir Konráð Vilhjálmsson í Noregi árið 1902 og fékk einkennisstafina SU1. Hún var með gufuvél og gekk 6 mílur, en segl voru nýtt til að bæta í siglinguna. 1905 keyptu bræðurnir Ottó og Þórarinn Tuliníus skipið til Akureyrar og þaðan var það gert út í heila öld. 1905 varð Súlan fyrst íslenskra veiðiskipa til að veiða síld í herpinót. Sú veiðiaðferð átti eftir að skapa byltingu í síldarútgerð á Íslandi. Sigurður Bjarnason keypti skipið 1928 og Leó sonur hans tók við útgerðinni 1941. Fyrsta Súlan dugði allt til ársins 1963, en þá fórst hún í aftakaveðri við Garðaskaga. 5 sjómenn fórust, en Grímur Karlsson og áhöfn hans bjargaði sex skipsbrotsmönnum af Súlunni um borð í Sigurkarfa. Í þessu veðri fórust 6 skip og 16 íslenskir sjómenn.
Leó lét smíða nýja Súlu í Noregi 1964, en þótti hún of lítil. Hún var því seld og þriðja Súlan smíðuð og Sigldi Baldvin Þorsteinsson henni til Akureyrar frá Noregi um jólin 1967. Upphaflega bar skipið um 450 tonn, en eftir lengingar og ýmsar endurbætur bar það ríflega tvöfalt það magn, eða 950 tonn. Baldvin var í brúnni á Súlunni til 1978, en Hrólfur Gunnarsson leysti hann af um tíma. Síðan tók Bjarni Bjarnason við og hann stóð í brúnni á Súlunni í nær 30 ár, eða þar til skipið var selt frá Akureyri til Neskaupstaðar 2007. Þessir skipstjórar voru fengsælir og farsælir og líklega einstakt, að í 40 ára útgerðarsögu skips komi nær eingöngu tveir skipstjórar við sögu. Líkanið á minnisvarðanum er af Súlunni eins og hún var síðustu útgerðarárin. Fá íslensk skip hafa borið meiri verðmæti í þjóðarbúið en Súlan EA 300. Sverrir sonur Leós tók við keflinu af föður sínum og stjórnaði útgerð Súlunnar í félagi við Bjarna Bjarnason, skipstjóra, síðustu áratugina sem Súlan var gerð út frá Akureyri. Sverrir lofaði Akureyringum því þegar súlan var seld frá bænum, að reisa minnisvarða um skipið á Torfunefi. Hann féll frá áður en það varð að veruleika. En ekkja hans og afkomendur tók við keflinu og reistu minnisvarðann á undra skömmum tíma. Starfsmenn Slippstöðvarinnar skáru líkanið út.
Gísli Sigurgeirsson, kvikmyndagerðarmaður, vinnur að gerð heimildamyndar um útgerð Súlunnar.
02.10.2011 17:00
Norræna og smábátar á Seyðisfirði
Norræna, á Seyðisfirði
Norræna og smábátar á Seyðisfirði í síðustu viku © myndir Sigurborg Sólveig Andrésdóttir, í sept. 2011
02.10.2011 16:30
Njáll RE 275
1575. Njáll RE 275, í Keflavík í dag © myndir Emil Páll, 2. okt. 2011
02.10.2011 15:30
Kristján SU 106
6044. Kristján SU 106, á Eskifirði í síðustu viku © mynd Sigurborg Sólveig Andrésdóttir, í sept. 2011
