Færslur: 2011 Október
08.10.2011 23:05
Endalaus skipatraffík á Neskaupstað
2410. Vilhelm Þorsteinsson EA 11
Reina
Lapponian Reefer © myndir Bjarni G., Neskaupstað 8. okt. 2011
08.10.2011 23:00
Dúx KE 38
Dúx KE 38, líkan eftir Grím Karlsson © mynd Emil Páll, 7. okt. 2011
08.10.2011 22:00
Oddur V. Gíslason
2743. Oddur V. Gíslason, í slipp hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur í nóv. 2007 © mynd úr auglýsingabæklingi Skipasmíðastöðvarinnar
08.10.2011 21:12
Hilmir KE 7
566. Hilmir KE 7, líkan eftir Grím Karlsson © mynd Emil Páll, 7. okt. 2011
08.10.2011 20:00
Tómas Þorvaldsson GK 10
1006. Tómas Þorvaldsson GK 10 © úr auglýsingabæklingi frá Skipasmíðastöð Njarðvíkur
08.10.2011 19:00
Onego Arkhangelsk
Þegar aðeins betra skyggni kom smellti ég aftur mynd af skipinu og hér sjáum við því Onego Arkhangelsk, á Stakksfirði í dag, með húsin í Vogum í baksýn © mynd Emil Páll, 8. okt. 2011
08.10.2011 18:00
Fjarðarklettur GK 210
55. Fjarðarklettur GK 210, líkan eftir Grím Karlsson © mynd Emil Páll, 7. okt. 2011
08.10.2011 14:45
QAQQATSIAQ GR 4-404
Qaqqatsiaq frá Grænlandi © mynd MarineTraffic, Nikolaj Petersen
Qaqqatisiaq GR - 4 -403 © mynd MarineTraffic
08.10.2011 13:25
Onego Arkhangelsk í vari á Stakksfirði
Onego Arkhangelsk © mynd MarineTraffic, Damen Bergum, 6. júlí 2011
Onego Arkhangelsk, í vari á Stakksfirði í morgun © mynd Emil Páll, 8. okt. 2011
08.10.2011 13:00
Grænlenskir ferðamenn nutu aðstoðar Snæfellinga
Bátur grænlendingana sjósettur að nýju á Snæfellsnesi © mynd Skessuhorn. þa
|
Það er margt sem getur komið upp á í upplýsingamiðstöðvum ferðamanna og sjálfsagt afar misjafnt hvernig unnt er að greiða úr ólíkum vandamálum. Hér á eftir er lítil hrakfallasaga grænslenskra ferðalanga sem fengu farsæla úrlausn sinna mála með aðstoð velviljaðra starfsmanna Átthagastofunnar í Ólafsvík og fleiri Snæfellinga. Starfsfólk Átthagastofunnar leggur sig í líma við þjónustuna eins og nýleg hrakfallasaga grænlenskra hjóna og vinar þeirra á báti sannar. Saga ferðalanganna hófst á því að þeir höfðu flogið frá Grænlandi til Danmerkur og keypt þar bát. Ætluðu að sigla honum frá Danmörku til Noregs, suður fyrir Ísland og svo áfram til Grænlands. Þegar siglt var vestur fyrir landið bilaði hins vegar önnur túrbínan í bátnum og var ákveðið að sigla inn til Ólafsvíkur. |
|
Þegar þangað var komið héldu hjónin í Átthagastofuna og hittu þar Kristínu Björgu og Barböru að máli. Reyndu þau að gera sig skiljanleg sem var erfitt því þau töluðu grænlensku og dönsku í bland en gátu þó gert sig skiljanlega um að túrbínan væri biluð í bátnum og spurðu hvort að hægt væri að kaupa nýja. Ekki var það unnt, en ákveðið að fara út í Rif í Vélsmiðju Árna Jóns. Eftir nokkra leit fannst notuð túrbína í Danmörku og eftir nokkurra daga bið fékk Átthagastofan sendingu frá Danmörku og var þar túrbínan komin. Var henni komið í vélsmiðjuna þar sem hún var sett í. Fóru þá Grænlendingarnir siglandi áleiðis heim. Þá vildi ekki betur til en svo að þegar ferðalangarnir voru úti af Rifi fengu þeir í skrúfuna, slitu vélarfestingu og tengi og fór báturinn að leka. Gátu bátsverjar bjargað sér inn til Rifs þar sem báturinn var tekinn á land og fyrirséð að það tæki nokkra daga að gera við. Þegar þarna er komið við sögu þurfti konan í hópnum að komast heim til Grænlands í vinnu. Starfsmenn Átthagastofunnar voru ekki hættir að aðstoða fólkið og aðstoðuðu við að bóka hótel, flug og koma konunni á rútuna áleiðis suður. Kvaddi konan þær Kristínu og Barböru með tárin í augunum af þakklæti og taldi að fyrst þau hefðu orðið fyrir þessum bilunum og töfum hefði það ekki getað gerst á betri stað því svo vel hefði verið tekið á móti þeim og allir boðnir og búnir að aðstoða. Hvað bátinn varðar var hann sjósettur í gær og ferðinni haldið áfram til Grænlands. Ekki hefur heyrst annað en heimferðin gangi loks að óskum.
|
08.10.2011 10:00
Hafsúlan lét ófriðlega í Keflavíkurhöfn

Björgunarsveit var kölluð út í morgun til að aðstoða við að treysta landfestar á hvalaskoðunarskipinu Hafsúlu. Skipið var að losna frá bryggju í Keflavíkurhöfn en skipið lét mjög ófriðlega í höfninni í því veðri sem nú gengur yfir.
Fjölmennt lið björgunarmanna mætti á svæðið og tókst strax að koma böndum á skipið. Meðfylgjandi myndir tók Hilmar Bragi á vettvangi í morgun.

08.10.2011 09:45
Nýjar myndir af Heimaey VE 1 í Chile
Nýjar myndir af Heimaey VE 1 sem er í smíðum í Chile fyrir Ísfélagið í Vestmannaeyjaum, sem Heiðar Kristinsson frá Ísafirði tók og sendi ég honum kærar þakkir fyrir. Síðar í dag koma myndir af Þór sem hann tók og eru öðru vísi en þær sem áður hafa sést.
Þetta er glæsilegt skip sem vonandi kemur sem fyrst til Vestmannaeyja
Skorsteinsmerkið er komið á skipið
Skipið er stórt eins og sést á þessum myndum
Heimaey VE 1, í skipasmíðastöðinni í Chile © myndir Heiðar Kristinsson
07.10.2011 23:15
Erling KE 140 - í Njarðvikurslipp og á Stakksfirði
233. Erling KE 140 © myndir Emil Páll, 7. okt. 2011
07.10.2011 23:00
Makríllinn skilaði innspýtingu í samfélagið
Makríl- og síldveiðar skipa Hraðfrystihússins Gunnvarar í sumar skiluðu 175 milljóna króna innspýtingu í samfélagið í formi launa og tengdra gjalda. Sveitarfélögin fengu sína sneið af kökunni í gegnum skatttekjur og gjöld, að því er segir á vefsíðu fyrirtækisins. Heildar makríl- og síldveiði skipanna þriggja nam 2.273 lestum og má áætla að verðmæti aflans hafi verið meira en 400 milljónir króna. Júlíus Geirmundsson veiddi meginþorra þessa afla og án þessara veiða hefði orðið að stöðva útgerð skipsins í fyrsta skipti vegna skorts á aflaheimildum. Júlíus er nú í "andlitslyftingu" í slipp eftir góða törn.
Nánast allur afli Páls Pálssonar og Stefnis fór til vinnslu í fiskverkun HG í Ísfélagshúsinu. Þessi vinnsla skapaði starfsfólki svo og skólafólki umtalsverða vinnu, en vel á fimmta hundrað tonn af makríl og síld voru unnin á vöktum í húsinu.
07.10.2011 22:00
Kvöldmynd af Hafsúlunni
2511. Hafsúlan, í Keflavíkurhöfn um kl. 20.30 í kvöld © mynd Emil Páll, 7. okt. 2011
