Færslur: 2010 Júní
23.06.2010 10:10
Auðunn í skemmtilegu umhverfi
Hér sjáum við hafnsögubátinn Auðunn sigla inn í Helguvík í morgun, með Hólmsbergið á annað borðið en nýja sjóvarnargarðinn á hitt.

2043. Auðunn © mynd Emil Páll, 23. júní 2010

2043. Auðunn © mynd Emil Páll, 23. júní 2010
Skrifað af Emil Páli
23.06.2010 10:01
Brovig Breeze
Þetta 95 metra langa tankskip með heimahöfn í Farsund kom í morgun til Helguvíkur. Ekki lagðist það að olíubryggjunni, heldur fragtbryggjunni og því spurning hvort það hafi verið að sækja lýsi? Því miður skemmir morgun sólin svolítið myndirnar en þó má notast við þær

Brovig Breeze úti á Stakkfirðinum og lóðsinn að fara um borð

Hér nálgast skipið Helguvík

Skipið komið inn í Helguvíkina

Brovig Breeze og 2043. Auðunn í Helguvík í morgun © myndir Emil Páll, 23. júní 2010

Brovig Breeze úti á Stakkfirðinum og lóðsinn að fara um borð

Hér nálgast skipið Helguvík

Skipið komið inn í Helguvíkina

Brovig Breeze og 2043. Auðunn í Helguvík í morgun © myndir Emil Páll, 23. júní 2010
Skrifað af Emil Páli
23.06.2010 09:58
Bliki og sá rauði
Þessa sá ég í gær fyrir utan verkstæði eitt á Ásbrú, en hvað verið er að gera við þá veit ég ekki

6595. Bliki og einhver rauður

© myndir Emil Páll, 22. júní 2010

6595. Bliki og einhver rauður

© myndir Emil Páll, 22. júní 2010
Skrifað af Emil Páli
23.06.2010 09:53
Hudsonborg og F-359 Vædderen
Laust fyrir klukkan 8 í morgun var þessi sjón að sjá frá Vatnsnesi í Keflavík og í átt að siglingaleiðinni frá Garðskaga og inn á höfuðborgarsvæðið. Þó aðdrátturinn sé ekki nægur má greina þarna hið 114 metra langa fraktskip Hudsonborg sem var á leið á Hafnarfjarðarsvæðið og 120 metra gæsluskip F-359 Vædderen

Hudsonborg og Vædderen © mynd Emil Páll, 23. júní 2010

Hudsonborg og Vædderen © mynd Emil Páll, 23. júní 2010
Skrifað af Emil Páli
23.06.2010 08:20
Viðgerðin eftir strandið langt komin
Fjöður GK 90 sem strandaði á dögunum stutt frá Sandgerði, var fluttur að Bláfelli ehf., á Ásbrú, þegar búið var að ná honum af strandstað. Kom í ljós eins og áður leiti út, að báturinn var ekki mikið skemmdur og því er langt komið með að lagfæra hann.

6489. Fjöður GK 90, utan við Bláfell á Ásbrú © mynd Emil Páll, 22. júní 2010

6489. Fjöður GK 90, utan við Bláfell á Ásbrú © mynd Emil Páll, 22. júní 2010
Skrifað af Emil Páli
23.06.2010 08:16
Sómi 870 sem fer til Ólafsvíkur
Skelin af þessum var steypt í Mosfellsbæ, en síðan kom hún í vetur til Bláfells á Ásbrú og þar verður báturinn fullgerður og er í raun dagsettur fyrstu vikuna í júlí. Um er að ræða bát af gerðinni Sómi 870, sem fer til Ólafsvíkur.

Þessi sem er að gerðinni Sómi 870 fer til Ólafsvíkur © mynd Emil Páll, 22. júní 2010

Þessi sem er að gerðinni Sómi 870 fer til Ólafsvíkur © mynd Emil Páll, 22. júní 2010
Skrifað af Emil Páli
23.06.2010 08:12
Víkingur 700 í framleiðslu
Hjá Bláfelli á Ásbrú er verið að vinna við fullnaðar frágangi á skrokki sem fyrirtækið keypti fyrir allnokkru og er að gerðinni Víking 700. Verkið er þó ekki dagsett, því það er notað sem íhlaupavinna, þegar ekkert annað er í myndinni.

Þessi er af gerðinni Víking 700 og er í framleiðslu hjá Bláfelli © mynd Emil Páll, 22. júní 2010

Þessi er af gerðinni Víking 700 og er í framleiðslu hjá Bláfelli © mynd Emil Páll, 22. júní 2010
Skrifað af Emil Páli
23.06.2010 08:09
Sæborg RE 20

254. Sæborg RE 20 © mynd af netinu, ljósm.: ókunnur
Skrifað af Emil Páli
23.06.2010 00:00
Glen Carron A427 / Skipaskagi AK 102 / Sturla GK 12 / Sólborg I ÍS 260 / Hallgrímur BA 77
Einn af þessum litlu togurum sem keyptir voru notaðir frá Skotlandi og var þessi þá 8 ára gamall. Hann er sá eini þeirra sem enn er í útgerð hérlendis.

Glen Carron A 427 © mynd Travel Photos Gallery

Glen Carron A 427 © mynd Travel Photos Gallery

1612. Skipaskagi AK 102 © mynd í eigu Ljósmyndasafns Akraness

1612. Skipaskagi AK 102 © mynd í eigu Ljósmyndasafns Akraness

1612. Sturla GK 12 © mynd Snorrason

1612. Sólborg I ÍS 260

1612. Hallgrímur BA 77 © mynd Ship Photos, Gunni 2007

1612. Hallgrímur BA 77 © mynd Emil Páll, 2009
Smíðanúmer 327 hjá Clelands Shipbuilding og Co Ltd., Wellsend, Bretlandi 1974. Sjósettur 15. október 1973 og afhentur í jan. 1974. Kom í íslenska flotann 1. maí 1983.
Lá í fjölda ára í Reykjavíkurhöfn og var tekið úr Klassa Lioyds 12. október 2005, en fór síðan aftur í útgerð og nú til rækjuveiða veturinn 2010.
Nöfn: Glen Carron A 427, Skipaskagi AK 102, Þuríður Halldórsdóttir GK 94, Sturla GK 12, Sólborg I ÍS 260 og núverandi nafn: Hallgrímur BA 77.

Glen Carron A 427 © mynd Travel Photos Gallery

Glen Carron A 427 © mynd Travel Photos Gallery

1612. Skipaskagi AK 102 © mynd í eigu Ljósmyndasafns Akraness

1612. Skipaskagi AK 102 © mynd í eigu Ljósmyndasafns Akraness

1612. Sturla GK 12 © mynd Snorrason

1612. Sólborg I ÍS 260

1612. Hallgrímur BA 77 © mynd Ship Photos, Gunni 2007

1612. Hallgrímur BA 77 © mynd Emil Páll, 2009
Smíðanúmer 327 hjá Clelands Shipbuilding og Co Ltd., Wellsend, Bretlandi 1974. Sjósettur 15. október 1973 og afhentur í jan. 1974. Kom í íslenska flotann 1. maí 1983.
Lá í fjölda ára í Reykjavíkurhöfn og var tekið úr Klassa Lioyds 12. október 2005, en fór síðan aftur í útgerð og nú til rækjuveiða veturinn 2010.
Nöfn: Glen Carron A 427, Skipaskagi AK 102, Þuríður Halldórsdóttir GK 94, Sturla GK 12, Sólborg I ÍS 260 og núverandi nafn: Hallgrímur BA 77.
Skrifað af Emil Páli
22.06.2010 20:25
Dönsk skúta í Grófinni
Í morgun var þessi danska skúta í Grófinni, en hvaða nafn var á henni er ég ekki klár, á en tók þó mynd af skutnum og einhver ykkar getur þá sennilega lesið út hvað nafnið er.


Skútan í Grófinni í morgun © myndir Emil Páll, 22. júní 2010


Skútan í Grófinni í morgun © myndir Emil Páll, 22. júní 2010
Skrifað af Emil Páli





