Færslur: 2010 Júní
13.06.2010 20:42
Hvaða viti er þetta? og hvaða bátur er þetta?

Hvaða vita er þarna verið að sigla framhjá? Ekki væri verra ef menn vissu líka bátsnafnið þó það sé ekki aðalspurningin? © mynd í eigu Gylfa Bergmann
13.06.2010 20:30
Guðný ÍS 157 / Guðný GK 315

Guðný ÍS 157 © mynd í eigu Emils Páls

Guðný GK 315 © mynd í eigu Gylfa Bergmann
Smíðuð sem skonnorta (seglskip) með hjálparvél í Helsingör í Danmörku 1874. Breytt í fiskiskip í Dráttarbraut Keflavíkur hf., Keflavík 1940. Talin ónýt 24. október 1961.
Nöfn: Guðný ÍS 157, Guðný BA 236, Guðný GK 315 og Guðný RE 150,
13.06.2010 19:14
Hér kemur önnur getraun: Hvaða staður er þetta?

Hvar er þetta? © mynd í eigu Gylfa Bergmann
13.06.2010 19:00
Getraun: Hvar er þetta?

Hvar er þetta? © mynd í eigu Gylfa Bergmann
13.06.2010 18:55
Gústi í Papey SF 188 og Gústi í Papey SF 88

483. Gústi í Papey SF 188 © mynd Hilmar Bragason

1739. Gústi í Papey SF 88 © mynd Hilmar Bragason
13.06.2010 16:48
Guðfinnur KE 32 / Sæborg KE 4
Þessi var smíðaður í Svíþjóð 1942 og fékk fyrst nafnið Ýmir, en engar upplýsingar eru til um það nafn eða eigendur, en frá 1946 til 1963 að hann var talinn ónýtur, var hann í útgerð.
Guðfinnur KE 32 © mynd í eigu Gylfa Bergmann
Guðfinnur KE 32 © mynd í eigu Gylfa Bergmann
Sæborg KE 4 © mynd í eigu Emils Páls
Smíðaður í Svíþjóð 1942. Talinn ónýtur v/fúa 1963
Nöfn: Ýmir, Anna GK 461, Guðfinnur KE 32, Sæborg KE 4 og Sæborg GK 59.
13.06.2010 16:07
Geir goði RE 187 / Geir goði GK 280

Geir goði RE 187 © mynd í eigu Emils Páls, ljósm.: ókunnur

Geir goði GK 280 © mynd í eigu Gylfa Bergmann
Smíðaður í Korsör í Danmörku 1916. Strandaði 12. des. 1961 í innsiglingunni (Bæjarskeri), Sandgerði.
Nöfn: Geir goði RE 187, Geir goði MB 94, Geir goði RE 71, Geir Goði GK 280, Geir goði KE 28 og Geir Goði GK 303.
13.06.2010 15:51
Aries Lord
ARIES LORD er standby/supply/rescue/ oilrec bátur. Erum með afar öflugan FIFI (fire fight) búnað.
Alveg rosalega skemmtilegt skip, hefði gjarnan viljað vera á þessum í gæslunni heima. Hann er smíðaður 1985 í Noregi og mikið til hans vandað í upphafi og hann býr að því enn.
Hér birti ég þrjár myndir frá Einari Erni af Aries Lord og síðan munu fljótlega koma fleiri frá störfum hans ytra. Jafnframt sendi ég Einari Erni kærar þakkir fyrir afnotin af myndunum.



Aires Lord © myndir Einar Örn Einarsson, sú efsta og neðsta, en sú í miðið er frá MarineTraffic
13.06.2010 15:00
Er þetta líka Ingólfur MB?
Spurt er hér fyrir neðan um 6 báta sem ekki þekkjast. Gylfi Bergmann telur að fyrsta myndin sé af Ingólfi MB ,tekin á sama tíma og myndin sem sést í stafina, og jafnvel eru einhverjar myndir sem sýna síldarkast og að háfa aflann um borð teknar í sama kasti.
Endurtek ég myndirnar af bátnum sem um er að ræða og kem með eina nýja mynd tekna frá Ingólfi sem Gylfi sendi mér.




Myndirnar hér fyrir ofan hafa allar verið birtar hér á síðunni fyrr í dag, nema sú neðsta sem er að birtast fyrst nú og giskar Gylfi á að þær séu allar tekar af og frá 602. Ingólfi MB 67 © myndir í eigu Gylfa Bergmann
13.06.2010 13:31
Vöggur GK 204

911. Vöggur GK 204 © mynd í eigu Gylfa Bergmann

911. Vöggur GK 204 © mynd í eigu Emils Páls
Smíðaður í Lysekil, Svíþjóð 1929. Innfluttur 1939.
Þegar þessi bátur var keyptur fór Karvel Ögmundsson einn sér s-liðs til Svíþjóðar, þar sem hann kunni ekki málið og var peningalaus með öllu. Engu að síður tókust samningar milli hans og eiganda sem var sænskur síldarkaupmaður og yrði báturinn greiddur með síld næstu árin og gekk það eftir.
Í fyrstu ætlaði hann að kaupa annan bát, þann sama og síðar varð Keilir AK, en sökum þess að vél hans var 90 hö eins ventla þorri hann því ekki og keypti þennan sem var 75 hö og með eins ventla vél.
Nöfn: Avanti ( í Svíþjóð) og aðeins eitt nafn á hérlendis: Vöggur GK 204. Báturinn var talinn ónýtur og brenndur 1966.
13.06.2010 13:20
Soffí VE 206 / Kári GK 137

908. Soffí VE 266 © mynd í eigu Emil Páls

908. Kári GK 137 © mynd í eigu Gylfa Bergmann

908. Kári GK 137 © mynd í eigu Gylfa Bergmann
Smíðaður í Friðrikssund, Danmörku 1924. Lagði af stað í sína fyrstu heimför, frá Danmörku 23. september 1924 og kom í fyrsta sinn til heimahafnar í Vestmannaeyjum 2. október 1924. Lengdur 1935 hjá Peter Wigelund, Keflavík. Talinn ónýtur 1967.
Nöfn: Soffí VE 266, Tvistur VE 266, Tvistur VE 269, Soffí GK 137, Kári GK 137, Kári ÍS 100, Vonin ÍS 100, Vonin RE 326 og Vonin KÓ 27.
13.06.2010 11:45
Kópur KE 33 / Kópur VE 11

641. Kópur KE 33 © mynd í eigu Gylfa Bergmann

641. Kópur VE 11 © mynd í eigu Emil Páls

641. Kópur VE 11 © mynd Emil Páll
Smíðaður í Djupvik, Svíþjóð 1943. Endurbyggður og stækkaður Akranesi 1962 og stækkaður aftur 1973. Settur í úreldingu 4. nóv. 1986.
Nöfn: Skíðblaðnir ÍS 1, Kópur KE 33, Kópur VE 11, Auðbjörg GK 85, Auðbjörg SU 37 og Bjarmi SU 37.



