Færslur: 2010 Júní
20.06.2010 18:17
Á Hólmavík
© mynd Jón Halldórsson, holmavik.123.is 19. júní 2010
20.06.2010 17:57
Þyrla sækir sjúkling um borð í rússneskan togara
TF-GNÁ sækir sjúkling um borð í rússneska togarann Aleksey Anichkin
Sunnudagur 20. júní 2010
Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út um hádegi í dag vegna skipverja með hugsanlega nýrnasteina um borð í rússneska verksmiðjutogaranum Aleksey Anichkin sem staddur var um 25 sjómílur vestur af Reykjanesi.
TF-GNÁ fór í loftið kl. 12:30. Þegar komið var að togaranum sigu sigmaður og læknir niður í skipið, var sjúklingur síðan hífður upp í þyrluna á börum. Lagt var af stað frá skipinu kl.13:20 og haldið beint á Landspítalann í Fossvogi þar sem lent var kl. 13:40.
©Ljósmynd af Aleksey Anichkin Markús K Valsson 2009
20.06.2010 17:38
Bátur Ásmunds: Júlíana Guðrún GK 313



5843. Júlíana Guðrún GK 313, í höfn í Sandgerði © myndir Valberg Helgason
20.06.2010 15:30
Ugla og Perla, íslenskir skemmtibátar erlendis
Á undanförnum áratug og jafnvel lengur hafa þó nokkuð margir íslendingar átt hlut í skútum eða skemmtibátum á erlendri grundu. Eru bátar þessir ýmist skráðir hérlendis eða erlendis og oftast staðsettur á Mallorka eða í Króatíu. Algengt er að allt upp í 8 einstaklingar eigi bátinn og skiptist á að vera í honum yfir sumartímann og nota eins og sumarbústað og fara á milli staða, eða liggja við akkeri á einhverjum skemmtilegum stað. Hér er ekki átt við úrrásarvíkingana frægu, heldur meðaljóninn, menn úr nánast öllum geirum þjóðfélagsins.
Einn þessara manna er t.d. Valberg Helgason, sá sami og kemur fyrir í færslunni um síðustu sjóferð Ásmunds hér fyrir neðan. Hefur Valberg átt í fjórum bátum erlendis og sýni ég nú mynd af tveimur þeirra, annars vegar skútunni Uglu sem skráð er hérlendis og síðan skemmtisnekkjunni Perlu sem skráð er í Þýskalandi, en Valberg á ekki hlut í þeim núna, heldur hefur hann keypt sér inn í aðra sem síðar verður sagt frá.
1754. Ugla
Perla © myndir Valberg Helgason
20.06.2010 13:35
Síðustu veiðidagar Ásmunds
Síðustu fimm róðrana sem hann réri var Valberg Helgason með honum og hefur hann nú látið mig hafa myndir úr síðasta róðrinum og birtast sumar þeirra núna, ásamt myndatexta Valbergs.

Ásmundur var mikil aflakló og í fimm róðrum, var siglt á slóð og fengust þar frá 100 og upp í 1200 kíló í veiðiferð sem tók um 10 tíma

Í himnaríkisveðri dag eftir dag storkaði hann kvótakerfinu

Valberg veiddi líka

Svona til að hafa smáhúmor þá var ekki sest við matarborið nema dúklagt væri

Hugguleg heit flugstjóra er eftirmynnilegust þegar hann sagði í talstöð: ,, Ég verð að biðja ykkur að hætta veiðum og halda til hafnar". Sömuleiðis var móttaka annarra yfirvalda jafn hugguleg, nema LÍÚ
© myndir og myndatexti Valberg Helgason, nema myndin af Valbergi, en hana tók Ásmundur Jóhannsson
20.06.2010 13:17
Þekkið þið þennan? Rétt svar: Færeyski togarinn Rán.
Þessi mynd er tekin í mikilli fjarlægð og því sést skipið ekki vel, þar sem það var of langt til að myndavélin mín næði því greinilega. Þó má sjá fyrir þá sem þekkja hvaða skip hér er á ferð, en myndin var tekin sl. föstudag og var skipið á leið frá Hafnarfirði og fyrir Garðskaga.
Þekkið þið þennan? © mynd Emil Páll, 18. júní 2010
20.06.2010 13:10
Seelord
Þessar myndir tók ég í morgun af þýskri skútu í Keflavíkurhöfn, en hún fór þaðan aftur núna í hádeginu. Skútan var með heimahöfn í Burgtiefe.

Seelord, í Keflavíkurhöfn © myndir Emil Páll, 20. júní 2010
20.06.2010 10:26
Hákarlaskurður um borð í Júlíusi Geirmundssyni ÍS

Hákarlaskurður um borð í Júliusi Geirmundssyni ÍS © mynd John Berry, apríl 2009
20.06.2010 08:43
Harpa GK 111


1244. Harpa GK 111 © myndir í eigu Ljósmyndasafns Grindavíkur
ljósm.: Hafsteinn Sæmundsson
20.06.2010 08:38
Páll Jónsson GK 257

168. Páll Jónsson GK 257 © mynd í eigu Ljósmyndasafns Grindavíkur,
ljósm.: Hinrik Bergsson
20.06.2010 08:33
Vörður ÞH 4

158. Vörður ÞH 4 © mynd í eigu Ljósmyndasafns Grindavíkur, ljósm.: Hinrik Bergsson




