Færslur: 2010 Maí
02.05.2010 10:01
Jón á Hofi ÁR 62
Þessar myndir hef ég að vísu birt áður, en það verður bara að hafa það. Þær sýna framkvæmdir við skut bátsins, í Skipasmíðastöð Njarðvíkur trúlega á níunda áratug síðustu aldar.

1562. Jón á Hofi ÁR 62 í skutbreytingu í Skipasmíðastöð Njarðvíkur © myndir Emil Páll


1562. Jón á Hofi ÁR 62 í skutbreytingu í Skipasmíðastöð Njarðvíkur © myndir Emil Páll

Skrifað af Emil Páli
02.05.2010 00:00
Jói á Nesi SH 159 / Rán BA 57 / Guðrún Björg ÞH 60 / Haftindur HF 123 / Kofri ÍS 41 / Gæskur
Hér kemur innlend smíði fyrir rúmum 60 árum í Hafnarfirði og er að nafninu til ennþá.

472. Jói á Nesi SH 159 © mynd Snorrason

472. Rán BA 57 © mynd úr Flota Tálknfirðinga, Þorgeir Baldursson

472. Rán BA 57 © mynd Snorrason

472. Guðrún Björg ÞH 60 © mynd Hafþór Hreiðarsson

472. Haftindur HF 123, skólaskip á siglingu út úr Reykjavík © skip.is

472. Skólaskipið Haftindur HF 123 © mynd Svafar Gestsson

472. Haftindur HF 123, að koma inn til Reykjavíkur © mynd Snorrason

472. Kofri ÍS 41, í Reykjavík © mynd Halldór Magnússon

472. Kofri ÍS 41, í Reykjavík © mynd Halldór Magnússon

472. Gæskur ( fyrir innan Geir Re) í Reykjavík © mynd Sigurlaugur
Smíðanúmer 7 hjá Skipasmíðastöð Hafnarfjarðar (Július Nyborg), eftir teikningu Egils Þorfinnssonar og hleypt af stokkum í byrjun apríl 1946. Endurbyggður Hafnarfirði 1972-1973.
Úreltur 22. september 1994, en hætt við að farga honum og hann endururskráður og nú sem skólaskip 1994, með stuðningi Reykjavíkurborgar, Hafnarfjarðarbæjar og bæjaryfirvalda í Keflavík, Njarðvík og Höfnum. Hófst sá rekstur 1995.
Breytt í skemmtiskip 2004 og hefur að mestu legið frá þeim tíma í Reykjjavíkurhöfn.
Nöfn: Guðbjörg GK 6, Stefán Kristjánsson SH 184, Jói á Nesi SH 159, Rán BA 57, Guðrún Björg ÞH 60, Guðrún Björg II ÞH 59, Guðrún Björg ÞH 201, Haftindur HF 123, Kofri ÍS 41, Gæskur RE 91 og Gæskur.

472. Jói á Nesi SH 159 © mynd Snorrason

472. Rán BA 57 © mynd úr Flota Tálknfirðinga, Þorgeir Baldursson

472. Rán BA 57 © mynd Snorrason

472. Guðrún Björg ÞH 60 © mynd Hafþór Hreiðarsson

472. Haftindur HF 123, skólaskip á siglingu út úr Reykjavík © skip.is

472. Skólaskipið Haftindur HF 123 © mynd Svafar Gestsson

472. Haftindur HF 123, að koma inn til Reykjavíkur © mynd Snorrason

472. Kofri ÍS 41, í Reykjavík © mynd Halldór Magnússon

472. Kofri ÍS 41, í Reykjavík © mynd Halldór Magnússon

472. Gæskur ( fyrir innan Geir Re) í Reykjavík © mynd Sigurlaugur
Smíðanúmer 7 hjá Skipasmíðastöð Hafnarfjarðar (Július Nyborg), eftir teikningu Egils Þorfinnssonar og hleypt af stokkum í byrjun apríl 1946. Endurbyggður Hafnarfirði 1972-1973.
Úreltur 22. september 1994, en hætt við að farga honum og hann endururskráður og nú sem skólaskip 1994, með stuðningi Reykjavíkurborgar, Hafnarfjarðarbæjar og bæjaryfirvalda í Keflavík, Njarðvík og Höfnum. Hófst sá rekstur 1995.
Breytt í skemmtiskip 2004 og hefur að mestu legið frá þeim tíma í Reykjjavíkurhöfn.
Nöfn: Guðbjörg GK 6, Stefán Kristjánsson SH 184, Jói á Nesi SH 159, Rán BA 57, Guðrún Björg ÞH 60, Guðrún Björg II ÞH 59, Guðrún Björg ÞH 201, Haftindur HF 123, Kofri ÍS 41, Gæskur RE 91 og Gæskur.
Skrifað af Emil Páli
01.05.2010 20:59
Straumnes EA 108
Sagan í kring um þennan bát er nokkuð skrautleg og var sögð hér á síðunni vetur sem leið.

699. Straumnes EA 108, í Reykjavíkurhöfn © mynd Emil Páll

699. Straumnes EA 108, í Reykjavíkurhöfn © mynd Emil Páll
Skrifað af Emil Páli
01.05.2010 19:31
Baldvin Þorsteinsson á strandstað
Hér kemur mynd af togaranum Baldvini Þorsteinssyni EA, er hann strandaði austur á söndum fyrir nokkrum árum.

Baldvin Þorsteinsson EA á strandstað austur á söndum fyrir nokkrum árum

Baldvin Þorsteinsson EA á strandstað austur á söndum fyrir nokkrum árum
Skrifað af Emil Páli
01.05.2010 19:22
Smábátahöfnin á Reyðarfirði í dag
Bjarni Guðmundsson, skrapp á Reyðarfjörð í dag og tók þá þessar myndir í smábátahöfninni.

1540. Dögg SU 229

1535. Dagný SU 129

6567. Sveinn SU 225

7203. Dögg SU 229

Lappi

Helgi SU 44

Smábátahöfnin á Reyðarfirði í dag © myndir Bjarni G. 1. maí 2010

1540. Dögg SU 229

1535. Dagný SU 129

6567. Sveinn SU 225

7203. Dögg SU 229

Lappi

Helgi SU 44

Smábátahöfnin á Reyðarfirði í dag © myndir Bjarni G. 1. maí 2010
Skrifað af Emil Páli
01.05.2010 11:29
Jón Pétur ST 21
Hér kemur bátur sem smíðaður var í Sandgerði úr áli og eftir mikinn bruna á Faxaflóa var hann endurbyggur og síðan seldur til Færeyja.

1786. Jón Pétur ST 21, í Sandgerði © mynd Emil Páll
171. Sandgerðingur GK 268, kemur með flakið af 1786. Jóni Pétri ST 21, til hafnar í Sandgerði 2, sept. 1988 © mynd úr Árbók SLVÍ
Smíðanúmer 3 hjá Skipasmiðjunni Herði hf., Sandgerði 1987 úr áli. Var í smíður frá 1982 til 1987.
Brann 1. sept. 1988 á Faxaflóa. Flakið dregið til Sandgerðis 2. sept. 1988 af Sandgerðingi GK 268 og síðan tekið upp í Njarðvíkurslipp, þar sem Stefán Albertsson breytti því og endurbyggði og var því verki lokið 18. ágúst 1990.
Báturinn var síðan tekinn af skrá og átti að farga 24. febrúar 1995, en var þess í stað seldur til Fæeyja.
Nöfn: Jón Pétur ST 21, Jón Pétur II ST 21, Jón Pétur ST 211, Abba GK 247, Abba, Vikartindur, Vikartindur I og síðasta nafn sem ég vissi er Fiskatangi FD 1209.

1786. Jón Pétur ST 21, í Sandgerði © mynd Emil Páll
171. Sandgerðingur GK 268, kemur með flakið af 1786. Jóni Pétri ST 21, til hafnar í Sandgerði 2, sept. 1988 © mynd úr Árbók SLVÍ
Smíðanúmer 3 hjá Skipasmiðjunni Herði hf., Sandgerði 1987 úr áli. Var í smíður frá 1982 til 1987.
Brann 1. sept. 1988 á Faxaflóa. Flakið dregið til Sandgerðis 2. sept. 1988 af Sandgerðingi GK 268 og síðan tekið upp í Njarðvíkurslipp, þar sem Stefán Albertsson breytti því og endurbyggði og var því verki lokið 18. ágúst 1990.
Báturinn var síðan tekinn af skrá og átti að farga 24. febrúar 1995, en var þess í stað seldur til Fæeyja.
Nöfn: Jón Pétur ST 21, Jón Pétur II ST 21, Jón Pétur ST 211, Abba GK 247, Abba, Vikartindur, Vikartindur I og síðasta nafn sem ég vissi er Fiskatangi FD 1209.
Skrifað af Emil Páli
01.05.2010 11:26
Sæbjörg ST 7
Þessi er búinn að bera ýmis nöfn og er enn í fullri drift.

1054. Sæbjörg ST 7, siglir út Hafnarfjörð © mynd í eigu Emils Páls

1054. Sæbjörg ST 7, siglir út Hafnarfjörð © mynd í eigu Emils Páls
Skrifað af Emil Páli
01.05.2010 09:07
Mariane Danielsen / Maylin og mynd af strandinu
Þetta flutningaskip strandaði við Grindavík og var selt á strandstað innlendum aðilum, sem náðu því á flot og komu því til viðgerðar og enn er skipið í fulltri drift.

Maríane Daníelsen © mynd í eigu Ljósmyndasafns Akraness

Mariana Danielsen á strandstað við Grindavík © mynd úr Árbók SLVÍ

Maylin © mynd af shippotting
Smíðanúmer 810 hjá EJ Smit & Sons, Shipyards Ltd, Westerbroek, Hollandi 1977. Hljóp af stokkum og afhent 4. febrúar 1977. Stórviðgerð i Póllandi eða Noregi 1989.
Strandaði á vestanverðu Hópsnesi við Grindavík 19. janúar 1989. Keypt af innlendum aðilum á strandstað. Náð út aftur 7. apríl 1989. Var skipið gert haffært í Njarðvik áður en það var dregið til Noregs í viðgerð.
Nöfn: Marine Danielsen, Sun Trader og núverandi nafn Maylin. (Var a.m.k. til undir þessu nafni á árinu 2008).

Maríane Daníelsen © mynd í eigu Ljósmyndasafns Akraness

Mariana Danielsen á strandstað við Grindavík © mynd úr Árbók SLVÍ

Maylin © mynd af shippotting
Smíðanúmer 810 hjá EJ Smit & Sons, Shipyards Ltd, Westerbroek, Hollandi 1977. Hljóp af stokkum og afhent 4. febrúar 1977. Stórviðgerð i Póllandi eða Noregi 1989.
Strandaði á vestanverðu Hópsnesi við Grindavík 19. janúar 1989. Keypt af innlendum aðilum á strandstað. Náð út aftur 7. apríl 1989. Var skipið gert haffært í Njarðvik áður en það var dregið til Noregs í viðgerð.
Nöfn: Marine Danielsen, Sun Trader og núverandi nafn Maylin. (Var a.m.k. til undir þessu nafni á árinu 2008).
Skrifað af Emil Páli
01.05.2010 09:03
Þorsteinn SH 145
Þessi fimmtugi bátur er enn til og er í góðu ástandi, raunar var þetta í upphafi hið fræga aflaskip Víðir II.

219. Þorsteinn SH 145 © mynd af netinu, ljósm. ókunnur

219. Þorsteinn SH 145 © mynd af netinu, ljósm. ókunnur
Skrifað af Emil Páli

