Færslur: 2010 Maí

20.05.2010 08:17

Sægrímur og Röstin

Þær myndir sem nú birtast tók ég í gær af þessum tveimur bátum í Njarðvíkurhöfn.


                                2101. Sægrímur GK 525 og 923. Röstin GK 120


                                              2101. Sægrímur GK 525


              923. Röstin GK 120 © myndir Emil Páll, 19. maí 2010 í Njarðvíkurhöfn

20.05.2010 07:38

Hrafnreyður KÓ 100 farin til veiða

Skip Hrefnuveiðimanna Hrafnreyður KÓ 100 fór til veiða í gær, sama dag og haffærisskýrteini hafði verið afhent. Skipið er dökkgrátt að lit og segja eigendur að það sé í sama lit og hrefnan.


                            1324. Hrafnreyður KÓ 100 © mynd Fréttablaðið

20.05.2010 00:00

Anna ÓF 7 / Anna HF 39 / Haförn GK 120 / Knútur RE 22 / Sólborg RE 22

Þetta einkarskip var smíðað hérlendis fyrir tæpum 50 árum og hefur ekki verið í notkun síðan um síðustu aldarmót og nú virðist það fá nýtt hlutverk, sem er að verða sjóræningjaskip í Skemmtigarði hérlendis


                        284. Anna ÓF 7  © mynd Snorrason


          284. Anna HF 39 á siglingu í Hafnarfirði © mynd Snorrason


             284. Anna HF 39, komin með nýja stýrishúsið © mynd Snorrason


              284. Haförn GK 120, í Daníelsslipp 1997


                         284. Knútur RE 22 © mynd Snorrason


         284. Knútur RE 22 kemur inn til Grindavíkur © mynd Hafþór Hreiðarsson 2002


           284. Sólborg RE 22 í Njarðvíkurslipp © mynd Emil Páll, 12. janúar 2010


          284. Sólborg RE 22, í Njarðvikurslipp © mynd Emil Páll, 12. janúar 2010


              284. Sólborg RE 22, í Njarðvikurslipp © mynd Emil Páll, 17. maí 2010

Smíðaður í Slippstöðinni hf., Akureyri 1961.

Leki kom að bátnum rétt utan við Garðskaga 18. ágúst 2000. Dreginn til Sandgerðis af b.v. Sturlaugi H. Böðvarssyni AK 10 og þaðan til Njarðvíkur og hefur síðan staðið uppi í Njarðvíkurslipp, að undanskildum nokkrrum vikum fyrir örfáum árum að hann var tekinn niður og hafður við Njarðvíkurbryggju.

Í gærkvöldi stóð til að flytja hann til Reykjavíkur, til að gera hann að sjóræningjaskipi í Skemmtigarðinum í Grafarvogi, en það frestaðist um einvhverja daga.

Nöfn: Anna ÓF 7, Anna HF 39,  Dröfn SI 167, Haförn  GK 120, Knútur RE 22 og Sólborg RE 22.

19.05.2010 22:16

Oddgeir ÞH 222

Hér sjáum við einn sem hefur verið lengi hérlendis og var á síðasta ári seldur úr landi. Á þessari mynd er hann með gömlu brúnna sem margir muna eftir.


                              158. Oddgeir ÞH 222 © mynd Emil Ragnarsson

19.05.2010 21:04

Dalaröst NK 25, Draupnir ÍS 485, Bjarmi EA 760

Hér sjáum við þrjá í Þorlákshöfn, af þessum dæmigerðu vertíðarbátum sem einu sinni voru aðal uppistaðan í flota okkar


                       368. Dalaröst NK 25, 371. Draupnir ÍS 485 og 327. Bjarmi EA 760


        368. Dalaröst NK 25 og Draupnir ÍS 485, í Þorlákshöfn og það gefur yfir garðinn
                                                 © myndir Emil Ragnarsson

19.05.2010 19:29

Dala-Rafn VE 508 og Vestmannaey VE 444

Feðgarnir Ragnar Emilsson, skipstjóri á Eyrarbakka og faðir hans Emil Ragnarsson hafa veitt mér aðgang að miklum fjölda dýrgripa í formi mynda af skipum, sem finna má einnig á síðu Ragnars og í dag birti ég fyrstu myndina frá nafna mínum Emil Ragnarssyni og nú kemur mynd frá Ragnari. Sendi ég þeim feðgum bestu þakkir fyrir þetta. Myndir Ragnars eru flestar eða allar úr nútímanum, en myndir Emils nokkra tuga ára gamlar og því mjög skemmtilegar einnig. En nokkrar myndir hafa áður komið frá Ragnari hingað á síðuna.


   2755. Dala-Rafn VE 508 og 2444. Vestmannaey VE 444, í Vestmannaeyjum © mynd Ragnar Emilsson

19.05.2010 17:16

Þórdís GK 198


      6159. Þórdís GK 198, kemur að landi í Keflavík í dag © mynd Emil Páll, 19. maí 2010

19.05.2010 17:14

Sella GK 125


              2402. Sella GK 125, stefnir í Grófina © mynd Emil Páll, 19. maí 2010

19.05.2010 15:00

Polana og rússi

Nokkra áratuga gamlar myndir birtast nú af erlendum skipum í íslenskum höfnum og eru ljósmyndararnir nafnar, þ.e. ég Emil Páll og hinsvegar Emil Ragnarsson


                                         Polana © mynd Emil Ragnarsson


                  Rússneskt veiðiskip kemur til Keflavíkur © mynd Emil Páll

19.05.2010 13:39

Auðunn dró Sægrím að bryggju

Sægrímur GK var sjósettur í morgun í Skipasmíðastöð Njarðvíkur eftir viðhaldsvinnu þar sem báturinn var smekklega málaður. Eftir að bátnum hafði verið rennt niður tók hafnsögubáturinn Auðunn hann í tog og dró að bryggju í Njarðvík. Birtist hér smá myndasyrpa sem ég tók í morgun.


             2101. Sægrímur GK 525, kominn út úr húsi og tilbúinn til sjósetningar


    2101. Sægrímur kominn á flot og 2043. Auðunn kominn til að draga hann að bryggju


          2043. Auðunn á leið með 2101. Sægrím GK 525 að bryggju í Njarðvik 
                                     © myndir Emil Páll, 19. maí 2010

19.05.2010 12:19

Sigurpáll í mávageri

Þessar myndir tók ég af Sigurpáli GK 36 í innsiglingunni til Grindavíkur í fyrrakvöld, en skipverjar hafa augljóslega samkvæmt mávagerinu við bátinn að slægja aflann.
     2150. Sigurpáll GK 36 í innsiglingunni til Grindavíkur © myndir Emil Páll, 17. maí 2010

19.05.2010 10:06

Dóri í Vörum GK 358

Þessar tvær myndir tók ég í gærmorgun er Dóri í Vörum GK 358 var að koma til Keflavíkur.
    6192. Dóri í Vörum GK 358 kemur til Keflavíkurhafnar í gærmorgun © myndir Emil Páll, 18. maí 2010

19.05.2010 10:02

Novafa Zemlya M-3041

Þetta skip kom um hádegisbilið til Hafnarfjarðar í gær og var ég að spá í að taka mynd af því úti á Stakksfirðnum og þar sem ég vissi að ég mynd fara í fjörðinn sleppti ég því og tók þessa mynd af skipinu við bryggju í firðinum í gær.


   Novafa Zemlya M-3041 í Hafnarfirði í gærdag, misstrið á myndinni, er sambland af öskuregni og rigningasúld © mynd Emil Páll, 18. maí 2010

19.05.2010 09:59

Steinunn SF 10 í Hafnarfirði

Steinunn SF 10 varð myndaefni mitt m.a. í Hafnarfjarðarhöfn í gærdag


             2449. Steinunn SF 10, í Hafnarfjarðarhöfn © mynd Emil Páll, 18. maí 2010

19.05.2010 09:53

Ozhereleve K-2162

Í gær fylgdist ég með komu rússnesk skips til Hafnarfjarðar og þrátt fyrir að fínt öskuryk úr Eyjafjallajökli blandist saman við regnúðan, var ég nokkuð ánægður með hvað mér tókst að mynda og sýni því þrjár myndir sem ég tók við þetta tækifæri


   Ozhereleve K-2162, kemur til Hafnarfjarðar í gær og á neðstu myndinni sjást einnig 2449. Steinunn SF 10 og 2489. Hamar © myndir Emil Páll, 18. maí 2010