Færslur: 2010 Maí

25.05.2010 17:58

Helen Guard sett í farbann

Myndir og texti af vef Siglingamálastofnunar:Við hafnarríkiseftirlit á Seyðisfirði þann 19. maí var skipið HELEN GUARD sett í farbann vegna ástands skips og öryggisbúnaðar og þess að ekki tókst að framvísa neinum skírteinum.

Samkvæmt gögnum sem fundust um borð er skipið 100 brúttótonn og rétt rúmir 21 metrar að skráningarlengd, smíðað árið 1968 í Þýskalandi og skráð þar þar til það var afskráð árið 2002. Þótt skipið sé merkt Kingstown fundust ekki gögn um borð því til staðfestingar.

Farbannið verður í gildi þar til lögmætum gögnum hefur verið framvísað og úrbætur gerðar á skipi og búnaði
                Helen Guard, á Seyðisfirði © myndir af vef Siglingamálastofnunar

25.05.2010 17:40

Valþór NS 123 og Örn II SH 314

Þessi tveir lágu saman við bryggju í góða veðrinu í Grindavík í dag og þó svo að ég hafi áður birt mynd af þeim einum og sér, lét ég það eftir mér að taka þessa.


   1081. Valþór NS 123 og 6849. Örn II SH 314, í höfn í Grindavík í dag © mynd Emil Páll, 25. maí 2010

25.05.2010 17:36

Tómas Þorvaldsson GK 10

Hér fyrir neðan er mynd af Hrafni GK 12 á nótaveiðum og hér sjáum við sama bát eins og hann lítur út í dag, en myndina tók ég einmitt í dag af honum í heimahöfn sinni Grindavík.


    1006. Tómas Þorvaldsson GK 10, í Grindavíkurhöfn í dag © mynd Emil Páll  25.maí 2010

25.05.2010 10:41

Hrafn GK 12


                                  1006. Hrafn GK 12 © mynd Ísland 1990

25.05.2010 10:38

Helga II RE 373


                          1903. Helga II RE 373 © mynd Ísland 1990

25.05.2010 10:10

Hálfdán í Búð ÍS 19


                                1989. Hálfdán í Búð ÍS 19 © mynd úr Ísland 1990

25.05.2010 08:37

Brim við Þorlákshöfn


                                  Brim við Þorlákshöfn © mynd Emil Ragnarsson

25.05.2010 08:33

Kári GK 333
                    1761. Kári GK 333, í Reykjavíkurhöfn © myndir Ragnar Emilsson

25.05.2010 08:29

Veiga VE


                                5137. Veiga VE © mynd Ragnar Emilsson

25.05.2010 08:12

Bjössi RE 277


                          2553. Bjössi RE 277 © mynd Ragnar Emilsson

25.05.2010 08:09

Máni ÁR 70


                            1829. Máni ÁR 70 © mynd Ragnar Emilsson

25.05.2010 07:37

Þorvaldur Lárusson SH 129


                1622. Þorvaldur Lárusson SH 129 © mynd Ragnar Emilsson

25.05.2010 00:00

Dröfn BA 28 / Dagný ÍS 34 / Skvetta SK 7

Einn af þeim bátum sem gengu undir nafninu Bátalónsbátar og var um að ræða 11 tonna furu og eikarbáta og var þessi með þeim síðustu sem smíðaðir voru og er jafnframt með þeim síðustu sem enn eru til á skipaskrá. En mér telst svo til að í raun séu fjórir Bátalónsbátar til ennþá, tveir óbreyttir á skrá og einn sem orðinn er frambyggður, en sá fjórði hefur verið tekinn af skrá en er geymdur í húsi.


                1428. Dröfn BA 28 © mynd í eigu Emils Páls


                           1428. Dagný ÍS 34 © mynd Skerpla


                1428. Skvetta SK 7, í höfn á Hofsósi © mynd Þorgeir Baldursson


               1428. Skvetta SK 7, í höfn í Njarðvík © mynd Emil Páll, 24. maí 2010


             1428. Skvetta SK 7, í höfn í Njarðvík © mynd Emil Páll, 24. maí 2010


Smíðanúmer 430 hjá Bátalóni hf., Hafnarfirði 1975.

Bátur þessi var með þeim síðustu í raðsmíði 11 tonna báta hjá Bátalóni, sem smíðaðir voru úr furu og eik og telst mér til að í dag séu aðeins þrír bátar enn til á skrá og einn að auki sem tekinn hefur verið af skrá, en er geymdur inni í húsi þar sem vel er hugsað um hann. Af þessum þremur sem enn eru á skrá eru tveir óbreyttir, en sá þriðji hefur verið breytt í frambyggðan bát.

Á myndinni hér að ofan af Dagný ÍS 34, liggja þeir einmitt saman á Ísafirði, þeir tveir óbreyttu sem enn eru til, annar með tréhúsi en hinn með álhúsi.

Skvetta kom í fyrsta sinn til Njarðvíkur á hvítasunnudag, 23. maí 2010, en eigandi hans flutti með hann þangað, frá Hofsósi.

Nöfn. Dröfn BA 28, Dagný ÍS 34, Dagnýs ST 11 og núverandi nafn: Skvetta SK 7.

24.05.2010 21:09

Helguvík

Þá er það um tveggja áratuga gömul mynd sem sýndir erlent olíuskip í Helguvík.


                                 Olíuskip í Helguvík © mynd úr Ísland 1990

24.05.2010 19:57

Rifshöfn

Höfnin á Rifi á Snæfellsnesi, sem í dag er almennt kölluð Rifshöfn, er myndaefni það sem ég birti nú er er úr bókaflokknum Ísland 1990.


                                      Rifshöfn © mynd úr Ísland 1990