Færslur: 2010 Maí

28.05.2010 16:48

Makrílveiðar á færi

Vart hefur það farið fram hjá áhugamönnum um sjómennsku, að bátar sem legið hafa lengi eru nú ýmist komnir til veiða eða eru á leið í drift að nýju. Nægir að nefna Hallgrím BA 77, sem lengið hefur lengi í Reykjavíkurhöfn og er nú farinn til rækjuveiða. Þá hefur það lekið út að Blíða KE 17 sé að fara á makrílveiðar á færi. Þannig að það eru ekki bara strandveiðarnar sem hafa þau áhrif að bátar sem ekki hafa verið í drift lengi fara nú í gang.

Þessu til viðbótar, þá er bátur sem hefur verið í fullri drift að fara nú á lúðuveiðar, en það er Maron GK 522.

Varðandi Blíðu KE 17, þá tók ég í gær góða myndasyrpu af bátnum er hann kom úr slipp í Njarðvik og fór út á ytri - höfnina til að stilla kompásinn. Mun ég birta þetta eftir miðnætti um leið og ég fjalla um sögu bátsins í máli og myndum.


                  1178. Bíða KE 17, í Njarðvik í gær © mynd Emil Páll, 27. maí 2010

28.05.2010 07:45

Sjómannadagsblað Grindavíkur 2010 komið útSjómannadagsblað Grindavíkur 2010 er komið út veglegt að vanda fullt af myndum og efni sem tengist sjósókn og mannlífi í Grindavík á ýmsum tímaskeiðum síðast liðin hundrað og fimmtán árin auk þess sem byrjað er að rifja upp skip og báta á Suðurnesjum. Blaðinu verður að þessu sinni dreift í verslanir víða um land þar sem brott fluttir Grindvíkingar og aðrir þeir sem vilja fylgjast með efni sem tengist sjávarútvegi á landsbyggðinni geta nálgast það.

Í blaðinu er viðtal við Þórð Pálmason skipstjóra á Jóhönnu Gísladóttur ÍS 7, flaggskipi Vísis hf., sem Kristinn Benediktsson, ritstjóri, tók en hann fór með í sjóferð í vetur. Þórður hefur frá mörgu skemmtilegu að segja en hann hefur verið til sjós í um fimmtíu ár þar af 25 ár á Grindavíkurbátum, Höfrungi II. GK, Hrungni GK og Jóhönnu Gísladóttur ÍS.

Á sínum stað í blaðinu eru myndir og frásögn frá síðasta sjómannadegi og heiðrun sjómanna. Þá er myndasýning frá Ólafi Rúnari Þorvaldssyni fyrrum kennara í Grindavík, aldamótaræða Einars G. Einarssyni kaupmanns í Garðhúsum en handritið kom nýlega fram í dagsljósið. Haraldur Hjálmarsson háseti á Oddgeiri sýnir okkur frábærar myndir úr myndasafni sínu í Ljósmyndagalleríi blaðsins. Þá er farið í grásleppuróður með Hafsteini Sæmundssyni, 74 ára trillukarli, og Heimi syni hans. Viðtal við Sigurð Þorláksson, stýrimann frá Vík, grein Sveins Torfa Þórólfssonar frá humarróðri um 1960 með Gvendi Karls, greint frá söltunarmeti á síld sem aldrei verður slegið og skoðað inn á bátasíðu Emils Páls ritstjóra epj.is auk fleira efnis en blaðið er 100 síður smekkfullt af frábæru efni.

Á forsíðumyndinni má sjá Val Ólafsson stýrimann á Maron GK takast á við sannkallaðan aulaþorsk á netarúllunni sem dreginn var í Flóanum í apríllok utan við friðunarlínu Hafrannsóknarstofnunar vegna veiðibannsins á hrygningartímanum.

Sjómannadagsblað Grindavíkur kom fyrst út 1989 og í vetur voru öll eldri tölublöð gerð aðgengileg á heimasíðu Sjómanna- og vélstjórafélags Grindavíkur, svg.is sem gefur blöðin út. Ritstjóri blaðsins er Kristinn Benediktsson en hönnun og prentvinnan var í höndum Stapaprents í Reykjanesbæ.

 

28.05.2010 00:00

Borgþór GK 100 / Sigþór ÁR 107 / Stakkavík ÁR 107 / Gulltoppur ÁR 321 / Aðalbjörg II RE 236

Hér er á ferðinni stálbátur smíðaður í Bátalóni í Hafnarfirði og er ennþá í fullri drift. Birti ég sögu bátsins í máli og myndum svo og syrpu sem ég tók af honum koma inn til Sandgerðis.


     1269. Borgþór GK 100, kemur í eina skiptið til Keflavíkur © mynd úr safni Jóhanns Þórlindssonar, 1973


                    1269. Sigþór ÁR 107 © mynd Snorrason


                      1269. Stakkavík ÁR 107 © mynd Hafþór Hreiðarsson


                  1269. Stakkavík ÁR 107 © mynd Snorrason


                      1269. Gulltoppur ÁR 321 © mynd Snorrason


                     1269. Aðalbjörg II RE 236, í Sandgerði © mynd Emil Páll


   1269. Aðalbjörg II RE 236 og 1755. Aðalbjörg RE 5 ( t.h.) í Reykjavík © mynd Emil Páll
   1269. Aðalbjörg II RE 236, kemur að landi í Sandgerði © myndir Emil Páll, 27. maí 2010

Smíðanúmer 400 hjá Bátalóni hf., Hafnarfirði 1972. Staækkaður 1966. Lengdur í miðju hjá Erlendi Guðjónssyni og Stál-Orku hf., Hafnarfirði 1994. Perustefni 1996.

Jóhann Þórlindarson, sem lét smíða bátinn í Bátalóni, gerði bátinn aldrei út, heldur lá báturinn í Hafnarfjarðarhöfn, þar til að hann var seldur. Borgþór GK 100 kom aðeins einu sinni til Keflavíkur og þvá var myndin hér fyrir ofan tekin, en þetta var í raun þegar hann var á leið til nýrra eigenda.

Nöfn: Borgþór GK 100, Borgþór ÞH 231, Snæberg ÞH 231, Snæberg BA 35, Sigþór ÁR 107, Stakkavík ÁR 107, Gulltoppur ÁR 321 og núverandi nafn: Aðalbjörg II RE 236.

27.05.2010 22:11

Frá Eskifirði um kvöldmat

Bjarni Guðmundsson sendi mér þessar myndir sem hann tók um kvöldmat í kvöld á Eskifirði.


           1525. Jón Kjartansson SU 111, á Eskifirði © mynd Bjarni G., 27. maí 2010


                   Smábátahöfnin á Eskifirði © myndir Bjarni G. 27. maí 2010

27.05.2010 22:08

Guðbjartur ÍS 16

Sigurður Bergþórsson sendi mér í morgun þessa mynd af úrklippu af togaranum


             1302. Guðbjartur ÍS 16 © mynd af teikningu send af Sigurður Bergþórssyni

27.05.2010 18:25

Kópur GK 175


     6689. Kópur GK 175, í Sandgerðishöfn © mynd Emil Páll, 27. maí 2010

27.05.2010 18:23

Sandgerði í dag
                    Úr Sandgerðishöfn í dag © myndir Emil Páll, 27. maí 2010

27.05.2010 18:21

Óskar KE 161


     6569. Óskar KE 161, í Grófinni, Keflavík © mynd Emil Páll, 27. maí 2010 

27.05.2010 18:19

Aníta KE 399


                   399. Aníta KE 399, í Njarðvikurslipp © mynd Emil Páll, 27. maí 2010

27.05.2010 17:59

Vassana KÓ 252 sjósett

Þessi þilfarsbátur sem áður hét Hera BA 51 var sjósett í dag í Grófinni í Keflavík, en nafn bátsins nú er Vassana KÓ 252. Báturinn var afskráður 2007, eftir að hafa rekið upp í fjöru, fyrir vestan og síðan hafa fyrst Sólplast í Sandgerði og nú síðast Bláfell á Ásbrú endurbyggt bátinn, sem hefur verið skráður að nýju.
    6214. Vassana KÓ 252, í Grófinni, Keflavík í dag © myndir Emil Páll, 27. maí 2010

27.05.2010 17:52

Sjómaður hætt kominn við Garðskaga

Eftirfarandi mátti í morgun lesa á vf.is:

Sjómaður á trillu var hætt kominn þegar hann fékk á sig brotsjó við Garðskaga skömmu fyrir hádegi. Björgunarsveitir fengu misvísandi upplýsingar, allt frá því að maðurinn ætlaði að reyna að komast af sjálfsdáðum til Sandgerðis og yfir í það að báturinn væri sokkinn og maðurinn í sjónum.

Rúður brotnuðu í stýrishúsi en sjómaðurinn náði að sigla til Sandgerðis. Á leiðinni í land mætti hann tveimur björgunarskipum, sem bæði voru á leið í útkallið, en með þær upplýsingar að maður væri í sjónum útaf Garðskaga.

Báturinn, Hansa GK 106, hafði haldið út frá Sandgerði í morgun og var á leiðinni til Voga á Vatnsleysuströnd, þar sem taka átti bátinn upp. Við Garðskaga var hins vegar erfitt sjólag og reið brot yfir bátinn með þeim afleiðingum að rúður brotnuðu og tæki blotnuðu.

Samkvæmt heimildum Víkurfrétta voru bæði flugvél og þyrla Landhelgisgæslunnar sendar á vettvang við Garðskaga en var snúið við þegar ljóst var að sjómaðurinn hafði komist í land í Sandgerði.

Til viðbótar við fréttina á vf.is þá var vindhraði 13 m/s, við Garðskaga kl. 6 í morgun. Hér fyrir neðan birti ég myndir sem ég hef sjálfur tekið af bátnum ýmist fyrir nokkrum dögum og eins í Sandgerði í dag. En myndin hér að ofan er af vf.is


   6120. Hansa GK 106, kemur inn til Keflavíkur fyrir nokkru © mynd Emil Páll, 13. maí 2010
           6120. Hansa GK 106, í Sandgerði í dag © myndir Emil Páll, 27. maí 2010

27.05.2010 09:11

Bliki ÞH 50


       710. Bliki ÞH 50, í Sandgerði  © mynd Emil Páll

27.05.2010 09:10

Hrönn GK 240


                         589. Hrönn GK 240, mynd af teikningu Emil Páll

27.05.2010 09:07

Matti KE 123


          360. Matti KE 123, í Njarðvikurhöfn © mynd Emil Páll

27.05.2010 09:03

Um varðskipið Þór í Chile

 Af vef Landhelgisgæslunnar:

26. maí 2010

Frá Unnþóri Torfasyni, yfirvélstjóra Landhelgisgæslunnar sem staðsettur er í Chile.

Þann 27. febrúar síðastliðinn varð jarðskjálfti upp á 8,8 stig Richter í Chile. Miklar skemmdir urðu á skipasmíðastöðinni ASMAR í Talchuano þar sem nýtt varðskip Landhelgisgæslunnar, Þór er í smíðum en áætlað var að afhenda fullbúið í apríl.

VK-1270210-0903
Skemmdir á skipasmíðastöðinni urðu aðallega eftir flóðbylgju sem reið yfir svæðið eftir skjálftann. Hægt er að áætla að öll rafknúin verkfæri sem skipasmíðastöðin átti hafi eyðilagst. Skrifstofan Landhelgisgæslunnar innan svæðisins eyðilagðist einnig, var það mikið tjón en starfsmenn höfðu komið sér upp góðum banka upplýsinga sem glataðist.

Þrátt fyrir allt sem fór úrskeiðis við skjálftann kom eftirlitsmönnum Landhelgisgæslunnar ánægjulega á óvart hversu litlar skemmdir komu í ljós við skoðun á skrokk Þórs en hann var í "dock" frá 5. til 9 apríl síðastliðinn.

ThorIMG_0689
Bogið slyngubretti

Engar sjáanlegar skemmdir komu í ljós bakborðsmegin en hinsvegar voru lítilsháttar skemmdir stjórnborðs, sem dæmi bogið slyngubretti sjá mynd. En það vildi svo til að gámur flaut undir skipið. Þór sat í raun á gámnum, kom það í veg fyrir að hann hallaði meira en þessum 30° nam, annars hefði hann farið nánast alveg á hliðina í "dockinni" og örugglega skemmst meira við það að leggast á vegginn. Ekki stóð til að Þór ætti að vera "dock" þessa daga sem skjálftinn reið yfir en með skömmum fyrirvara var ákveðið að setja skipið í slipp tveimur vikum fyrr en áætlað var.

Dock

Hefði Þór verið bundinn við bryggju, væri nánast öruggt að skipið hefði tapast alveg, flotið upp í land eða upp á bryggju eins og flotkvíin hér að ofan. Tilviljanir réðu því að skipið var á besta mögulega stað innan stöðvarinnar.

ThorIMG_0690

Hér að ofan má sjá einu dældina sem fannst á skrokknum sjálfum í skoðunni en þessi dæld er inní tank 9 sem er eldsneytistankur stjórnborðsmegin og þar með ómálaður að innan. Viðgerð er einföld í framkvæmd.

Tvö önnur tjón komu í ljós við skoðun. Hlíf yfir utanborðskæli er ónýt einnig flaut trékubbur upp í einn "boxykælinn" sem beygði 8 rör sem er hægt að rétta aftur. Sjá f. neðan.

ThorIMG_0688
Hlíf yfir utanborðskæli

ThorIMG_0687
Rör í "boxykæli"

Ennþá er unnið að mati á skemmdum um borð en á fyrsta dekki, þar sem kallað er "tank toppur" flaut sjór inn og yfir dælur og rafmótora og miðast afhending núna á skipinu aðallega á afgreiðslutímanum á þeim hlutum sem mun reynast nauðsynlegt að endurnýja.