02.05.2010 00:00

Jói á Nesi SH 159 / Rán BA 57 / Guðrún Björg ÞH 60 / Haftindur HF 123 / Kofri ÍS 41 / Gæskur

Hér kemur innlend smíði fyrir rúmum 60 árum í Hafnarfirði og er að nafninu til ennþá.


                         472. Jói á Nesi SH 159 © mynd Snorrason


     472. Rán BA 57 © mynd úr Flota Tálknfirðinga, Þorgeir Baldursson


                                       472. Rán BA 57 © mynd Snorrason


                        472. Guðrún Björg ÞH 60 © mynd Hafþór Hreiðarsson


             472. Haftindur HF 123, skólaskip á siglingu út úr Reykjavík © skip.is


                     472. Skólaskipið Haftindur HF 123 © mynd Svafar Gestsson


     472. Haftindur HF 123, að koma inn til Reykjavíkur © mynd Snorrason


                        472. Kofri ÍS 41, í Reykjavík © mynd Halldór Magnússon


                          472. Kofri ÍS 41, í Reykjavík © mynd Halldór Magnússon


       472. Gæskur ( fyrir innan Geir Re) í Reykjavík © mynd Sigurlaugur

Smíðanúmer 7 hjá Skipasmíðastöð Hafnarfjarðar (Július Nyborg), eftir teikningu Egils Þorfinnssonar og hleypt af stokkum í byrjun apríl 1946. Endurbyggður Hafnarfirði 1972-1973.

Úreltur 22. september 1994, en hætt við að farga honum og hann endururskráður og nú sem skólaskip 1994, með stuðningi Reykjavíkurborgar, Hafnarfjarðarbæjar og bæjaryfirvalda í Keflavík, Njarðvík og Höfnum. Hófst sá rekstur 1995.

Breytt í skemmtiskip 2004 og hefur að mestu legið frá þeim tíma í Reykjjavíkurhöfn.

Nöfn: Guðbjörg GK 6, Stefán Kristjánsson SH 184, Jói á Nesi SH 159, Rán BA 57, Guðrún Björg ÞH 60, Guðrún Björg II ÞH 59, Guðrún Björg ÞH 201, Haftindur HF 123, Kofri ÍS 41, Gæskur RE 91 og Gæskur.