Færslur: 2010 Maí

27.05.2010 00:00

Guðmundur Jónsson GK 475 / Breki VE 61 / Breki KE 61

Þessi togari er innlend smíði frá árinu 1976 og er að best ég veit enn þá til, en þó erlendis.


               1459. Guðmundur Jónsson GK 475 © mynd í eigu Emils Páls


                             1459. Guðmundur Jónsson GK 475 © mynd úr Ægir                                   1459. Breki VE 61 © mynd Þór Jónsson


  1459. Breki VE 61 © mynd Jón Páll 2002


                        1459. Breki VE 61 © mynd Snorrason


                            1459. Breki KE 61, í Njarðvík © mynd Emil Páll


                            1459. Breki KE 61, í Keflavík © mynd Emil Páll


   1459. Breki KE 61, erlendis eftir sölu þangað
© mynd Björnar Henningsen, Shipspottos


    1459. Breki KE 61, í höfn í Melbú, Noregi eftir að hafa verið seldur úr landi © mynd frá 2007, í eigu Emils Páls

Smíðanúmer 57  hjá Slippstöðinni hf., Akureyri 1976 eftir teikningu Bárðar Hafsteinssonar og Ólafs H. Jónssonar.

Skipið var upphaflega smíðað fyrir Álftafell hf., Stöðvarfirði, en þeir hættu við vegna skorts á fyrirgreiðslu. Skipinu var hleypt af stokkum 29. febrúar 1976 og var þá talið lang fullkomnasta fiskiskip íslendinga. Var það afhent 3. júli 1976 og kom í fyrsta sinn til heimahafnar í Sandgerði 23. júli 1976 og var þá fyrsti togarinn sem hafði þar heimahöfn.

Skipið átti að heita Jón Garðar, og voru gerðir upphleyptir starfi með því nafni á bóg skipssins, en á síðustu stundu var nafninu breytt.

Endurbyggður hjá Slippstöðinni á Akureyri 1978, eftir bruna í Slippstöðinni fyrr sama ár. Lengdur 1988.

Seldur úr landi til Noregs í byrjun febrúar 2007. Lá í höfn í Melbú í Noregi fyrsta árið eftir söluna og þá ennþá með merkinguna Breki KE 61.Gert síðan út af norsku fyrirtæki en með heimahöfn í Munrmansk, Rússlandi.

Nöfn: Guðmundur Jónsson GK 475, Breki VE 61, Breki KE 61 og núverandi nafn Breki.

26.05.2010 22:20

Gáfu byggðasafninu Hermóð

Hermóður ÍS 482.
Hermóður ÍS 482.

bb.is | 26.05.2010 | 15:50Gáfu Byggðasafninu Hermóð

Gísli Jón og Sverrir Hermannssynir hafa ákveðið að gefa Byggðasafni Vestfjarða bátinn Hermóð ÍS 482. Báturinn var smíðaður af Fal Jakobssyni árið 1928. Bræðurnir vildu gera afnotasamning við safnið um að þeir fái samt sem áður að nýta sér bátinn til siglinga svo fremi að það stangist ekki á við nýtingu safnsins á bátnum. Frá þessu var greint á fundi stjórnar Byggðasafnsins þar sem einnig kom fram að bræðurnir muni að auki leggja fram einhverja fjármuni til viðhalds á bænum. Stjórnin lýsti yfir ánægju sinni með fyrirkomulagið og þakkaði höfðinglega gjöf.

HEIMILD bb.is

26.05.2010 21:47

Hólmavík

Sigurður Bergþórsson, sendi mér þessar tvær myndir sem hann tók nú í upphafi vikunnar á Hólmavík
                      Frá Hólmavík © myndir Sigurður Bergþórsson, 23. maí 2010

26.05.2010 20:24

Neskaupstaður í gærkvöldi: Margrét NK 80 sjósett og hvalasýning

Bjarni Guðmundsson sendi mér eftirtaldar myndir sem teknar voru á Neskaupstað í gærkvöldi og sýna er Margrét NK 80 var sjósett eftir vélarskipti og var þessi fína hvalasýning við hafnarkjaftinn í prufukeyrslunni
                              7059. Margrét NK 80, í gærkvöldi á Neskaupstað
      Þeir sem viðstaddir voru prufukeyrslu Margrétar fengu óvænta hvalasýningu í hafnarkjaftinum © myndir Bjarni G., 25. maí 2010

26.05.2010 19:31

Cemvale á Stakksfirði

Í allan dag hafa Reyknesbæingar haft fyrir augum flutningaskipið Cemvale sem legið hefur fyrir akkeri á Stakksfirði, nánast beit út af Keflavíkinni. Undir kvöld létti það síðan akkerum og lagðist að bryggju í Helguvík.
Hér birti ég fjórar myndir af skipinu, tvær teknar frá Keflavík og síðan tvær frá Marine Traffic, svona svo menn sjái hvernig skipið lítur út, þar sem myndir mínar sýna stöðu skipsins ekki nægjanlega vel sökum fjarlægðar.


                                          Cemvale, séð frá Ægisgötu í Keflavík


                    Cemvale, séð frá Vatnsnesi © myndir Emil Páll, 26. maí 2010
   

                      Cemvale © mynd Henk de Winde á Marine Traffic


                              Cemvale © mynd Joop Klaasman, á MarineTraffic

26.05.2010 17:38

Steinunn SH 167 komin til Njarðvíkur

Það hefur verið árvisst nú í nokkur ár, að af lokinni vetrarvertíð kemur Steinunn SH 167 til Njarðvíkur til slipptöku. Þar er nú máluð hátt og lágt og farið yfir ef eitthvað er að og stundum beturbætt í leiðinni. Er hún síðan í slippnum fram eftir sumri og segja sumir að hún sé geymd þarnar þar til hún hefur veiða að nýju er hausta tekur.


                           1134. Steinunn SF 167 við slippbryggjuna í Njarðvik í dag


     1134. Steinunn SH 134, vel við haldið eins og endranær © myndir Emil Páll, 26. maí 2010

26.05.2010 17:28

Þórhalla í pusi

Tók þessar myndir í dag af bátnum í smá pusi út af Vatnsnesi í Keflavík.


                      6771. Þórhalla HF 144 © myndir Emil Páll, 26. maí 2010

26.05.2010 17:12

Polar Nanoq GR 15-203


              Polar Nanoq GR 15-203, í Hafnarfirði í dag © mynd Emil Páll, 26. maí 2010

26.05.2010 17:08

Súðavík sl. mánudag

Sigurður Bergþórsson sendi mér þessar myndir sem hann tók sl. mánudag í Súðavík.


                                                    Súðavík sl. mánudag


                                 1148. Veiga ÍS 19, í Súðavík sl. mánudag


   2684. Papey, í Súðavík sl. mánudag © myndir Sigurður Bergþórsson, 24. maí 2010

26.05.2010 08:18

Sjóli HF 1


                                     1833. Sjóli HF 1 © mynd Ísland 1990

26.05.2010 08:16

Mánaberg ÓF 42


                           1270. Mánaberg ÓF 42 © mynd Ísland 1990

26.05.2010 07:28

Daníelsslippur í Reykjavík

Hér koma tvær myndir út Daníelsslipp sáluga í Reykjavík eru trúlega teknar á níunda áratug síðustu aldar. En ég fékk þær úr kynningu á fyrirtækinu í bókaflokknum Ísland 1990
             © myndir úr Ísland 1990

26.05.2010 00:00

Suðurnes KE 12 / Fontur ÞH 255 / Siglfirðingur SI 150

Keyptur fimm ára hingað til lands og var fyrst gerður út frá Keflavík en aðeins í tæp 2 ár, eftir það átti hann tvö íslensk nöfn áður en hann fór erlendis.


        1407. Suðurnes KE 12, í Keflavík © mynd Emil Páll í mars 1974


    1407. Suðurnes KE 12, í fyrsta sinn við bryggju í heimahöfn sinni Keflavík © mynd Emil Páll, 19. mars 1974


                   1407. Fontur ÞH 255 © mynd Bosuns Watch á árunum 1976-1979


                            1407. Siglfirðingur SI 150 © mynd úr Ísland 1990


                        1407. Siglfirðingur SI 150 © mynd Þór Jónsson


                   1407. Siglfirðingur SI 150 © mynd Snorrason


                        1407. Siglfirðingur SI 150 © mynd Þorgeir Baldursson


  1407. Siglfirðingur SI 150 © mynd Guðmundur St. Valdimarsson í júní 1996

Smíðanúmer 36 hjá Storviks Mek. Verksted A/S, Kristjansund Noregi 1969. Kom í fyrsta sinn til Keflavíkur 19. mars 1974. Lengdur og endurbættur Þýskalandi 1986. Breytt 1984 í frystiskip hjá Slippstöðinni hf. Akureyri.

Skráður í Suður-Afríku 1999, en í eigu íslenskra aðila. Aftur skráður hér heima síðar sama ár og þá til ársins 2000. Eftir það með heimahafnir í Suður-Afríku og Litháen, en í eigu íslenskra og/eða sænskra fyrirtækja, m.a. fyrirtækja sem Siglfirðingur hf., átti hlutdeild í og 2004 var hann seldur til Rússlands og eftir það veit ég ekkert um togarann.

Nöfn:Vålöy F9V, Suðurnes KE 12, Fontur ÞH 255, Siglfirðingur SI 150, Asanda, síðan aftur Siglfirðingur SI 150 og aftur Asanda.

25.05.2010 19:23

Þekkið þið þennan?

Þó góða veðrið, Eurovision og fleira valdi því að aðsóknir á síðurnar eru fremur dræmar í kvöld, ætla ég að hafa þessa getraun í kvöld.


           Þekkið þið þennan? © mynd Ísland 1990

25.05.2010 19:10

Fengur RE 235 og einhver EA 102

Skip Þróunarstofnunar, muna margir eftir, en það var smíðað hérlendis. En varðandi trillubátinn sem er einnig á myndinni veit ég ekkert um nema að nr. er EA 102


         1670. Fengur RE 235 og einhver EA 102 © mynd úr Íslands 1990