Færslur: 2010 Maí

13.05.2010 09:25

Fram KE 105

Hér kemur einn af ekta Bátalónsbátunum og var þessi smíðaður 1972 og endaði á brennu 20 árum síðar. Þennan tíma bar hann alltaf sama nafnið, þrátt fyrir að vera oft seldur milli útgerðamanna og var því frá Keflavík, Sandgerði, Grenivík og Njarðvík á þessum tíma.


                         1271. Fram KE 105 © mynd Emil Páll

Smíðanúmer 407 hjá Bátalóni hf., Hafnarfiðri 1972. Lagt í september 1989, úreldaður 6. apríl 1982 og brenndur á áramótabrennu ofan við Innri-Njarðvík 31. desember 1992.

Upphaflega smíðaður fyrir útgerðarmann í Ólafsvík, en sá hætti við og seldi bátinn rétt áður en hann var tilbúinn.

Bar aðeins þetta eina nafn: Fram KE 105.

13.05.2010 00:00

Hólmanes SU 1 / Húsey ÞH 382

Einn sem smíðaður var á Spáni 1974 og var alltaf í eigu sama aðilans hér á landi, nema síðustu 18 mánuðina að hann var seldur og fór þaðan í pottinn.


                 1346. Hólmanes SU 1 © mynd af netinu, ljósmyndari ókunnur


                              1346. Hólmanes SU 1 © mynd Þór Jónsson


                     1346. Hólmanes SU 1 © mynd Snorrason


                                1346. Hólmanes SU 1 © mynd Þór Jónsson


                           1346. Húsey ÞH 382 © mynd Hafþór Hreiðarsson, 2005

Smíðanúmer 80 hjá Constucciones Navales P. Freine S.A. Vigo, Spáni 1974. Seldur til Danmerkur í brotajárn 8. júní 2005.

Kom nýr til Eskifjarðar 9. febrúar 1974.

Tekinn upp í slipp hjá Slippstöðinni hf. á Akureyri um mánaðarmótin febrúar/mars 2004 og þvar var nafninu breytt í Húsey ÞH.

Sigldi fyrir eigin vélarafli í sína hinstu för til Danmerkur og fór frá Húsavík 8. júní 2005.

Nöfn: Hólmanes SU 1 og Húsey ÞH 382.

12.05.2010 20:21

Kolbrunninn löggubátur

Inni á gólfi hjá Sólplasti ehf., í Sandgerði stendur nú kolbrunninn harðbotnabátur, eins og margar björgunarsveitir hafa yfir að ráða. Þessi bátur var í upphafi notaður fyrir lögregluna, en komst síðan í eigu Árna Kópssonar kafara og geymdi hann bátinn í gömlu loðnuverksmiðjunni í Sandgerði og þar var hann þegar mikill eldur kom þar upp í vetur og eftir að eldurinn hafði verið slökktur voru flestir á því að báturinn væri ónýtur. Þeir hjá Sólplasti eru ekki sama sinnis og ætla nú að gera hann upp, því þeir segja að stutt sé í rauða þykka plastið og því verður báturinn gerður upp þarna. Hér fyrir neðan eru tvær myndir sem ég tók af bátnum eins og hann leit út í gærkvöldi hjá Sólplasti. En nánar um bátinn hef ég engar upplýsingar hvorki um nafn, skípaskrárnúmer né annað.
    Brunarústirnar sem einu sinni var löggubátur og verður endurbyggður hjá Sólplasti © myndir Emil Páll, 11. maí 2010

12.05.2010 17:15

Baldur

Tvær efri myndirnar eru teknar af Baldri fara úr Keflavíkurhöfn í dag og eitthvað út á Stakksfjörðinn, en sú neðsta er tekinn þegar hann kom til baka til Keflavíkur, úr þeirri för.


   2704. Baldur rétt kominn út fyrir enda hafnargarðsins í Keflavík, fiskverkunarhús í Njarðvík í baksýn


   2074. Baldur siglir út Vatnsnesvíkina með stefnuna út á Stakksfjörðinn. Hús við Njarðvíkurhöfn í baksýn.


   2074. Baldur, kemur til Keflavíkur aftur að för lokinni © myndir Emil Páll, 12. maí 2010

12.05.2010 16:57

Baldur og Hansa mætast

Hér kemur mynd sem ég tók á Vatnsnesvík í Keflavík í dag og sýnir Baldur skip Landhelgisgæslunnar og Vogabátinn Hansa GK 106 mætast.


    2074. Baldur og 6120. Hansa GK 106 mætast á Vatnsnesvík © mynd Emil Páll, 12. maí 2010

12.05.2010 16:46

Hansa GK 106


    6120. Hansa GK 106, kemur inn í Keflavíkurhöfn í dag © mynd Emil Páll, 12. maí 2010

12.05.2010 16:43

Dóri í Vörum GK 358


    6192. Dóri í Vörum GK 358, í Keflavíkurhöfn í dag © mynd Emil Páll, 12. maí 2010

12.05.2010 13:48

Hrafnreyður KÓ 100

Nýverið birti ég myndir sem Gunnar Th. tók fyrir mig að nýja hrefnuveiðiskipi Hrefnuveiðimanna, sem ég hafði fregnað að myndi heita Hrefna KÓ 100. Nú er komið í ljós að það mun heita Hrafnreyður KÓ 100, samkvæmt mbl. is í dag. Þá er litur þess, sá dökk grái sem sést á myndum Gunnars og birtum við hér eina af þeim, en þær birtust hér á síðunni 6. maí sl.


     1324. Hrafnreyður KÓ 100, í Kópavogshöfn, en hann fer á veiðar nú um helgina, fullmálaður í þessum dökkgrá lit © mynd Gunnar Th. 5. maí 2010

Skip þetta bar áður nöfnin. Ottó Wathne NS 90, Bjarni Gíslason SF 90, Bjarni Gíslason VE 30, Valur ÍS 18. Skipið var smíðaða á Seyðisfirði 1973.

12.05.2010 12:09

Vinur GK 96

Senn fer að ljúka endurbótum á bátnum Vinur GK 96, sem stórskemmdist í eldsvoða í Grófinni í Keflavík 30. júlí 2009. Búið er að endurbyggja bátinn og lengja og má segja að aðeins sé eftir að setja vélina niður í bátinn. Fyrir utan það er lítið eftir, að sögn forráðamanna Sólplasts ehf. í Sandgerði


  2477. Vinur GK 96 inni í húsi hjá Sólplasti ehf. í Sandgerði, eins og sést þá á eftir að setja rúðurnar í bátinn og eitthvað smávegis fyrir utan niðursetninguna á vélinni © mynd Emil Páll, 11. maí 2010


    2477. Vinur GK 96, eftir brunann í Grófinni, Keflavík © mynd Emil Páll, 30. júlí 2009


                2477. Vinur GK 96, brunninn © mynd Emil Páll, 30. júlí 2009


   2477. Vinur GK 96, í Grófinni, nokkrum dögum fyrir brunann mynd Emil Páll, í júlí 2009

Upphaflega af gerðinni Sómi 870 frá Bátasmíðju Guðmundar í Hafnarfirði frá árinu 2000, en mun nú telstast verða af gerðinni Sómi 990 frá Sólplasti ehf. Sandgerði.

Kom í fyrsta sinn í Grófina, föstudaginn 15. október 2004 og fór í sinn fyrsta róður, laugardaginn 30. október.

Endurbyggður og lengdur hjá Sólplasti ehf. Sandgerði eftir stórbruna í Grófinni, Keflavík 30. júlí 2009.

Nöfn: Rán SH 500, Rán GK 96 og núverandi nafn: Vinur GK 96

12.05.2010 10:49

Röstin GK 120


    923. Röstin GK 120, við bryggju í Njarðvík í morgun © mynd Emil Páll, 12. maí 2010

12.05.2010 10:43

Valberg II VE 105 farinn síðustu sjóferðina

Loksins í morgun var Valberg II VE 105 fært úr Njarðvíkurhöfn og upp í Njarðvíkurslipp, þar sem hann verður væntanlega brytjaður niður. Tók ég þessa myndasyrpu eftir að báturinn var kominn í stæði þar sem hann líkur ferli sínum.


        127. Valberg II VE 105, í Njarðvikurslipp í morgun © myndir Emil Páll, 12. maí 2010

12.05.2010 08:39

Bjarni KE 23

Margir hafa talið þetta vera Bátalónsbát, en svo er ekki heldur var hann smíðaður á Akureyri.


   360. Bjarni KE 23, í Sandgerði © mynd Emil Páll, einhvern tíman á árunum 1984-1987

Smíðaður af Jóni Gíslasyni á Akureyri 1962. Úreldur 11. júní 1992 og brenndur á áramótabrennu ofan við Innri-Njarðvík 31. des. 1992.

Nöfn: Brúni EA 71, Brúni ÞH 91, Nausti ÞH 91, Nausti SI 50, Hringur SI 34, Happasæll AK 68, Happasæll RE 114, aftur Happasæll AK 68, Frigg GK 138, Bjarni KE 23 og Matti KE 123.

12.05.2010 08:13

Tryggvi Eðvarðs SH 2

Ef bornar eru saman efsta myndin sem tekin var af bátnum er hann kom í júní í fyrra til Sólplasts í Sandgerði og myndirnar sem teknar voru í gærkvöldi er hann koma aftur, sést að í fyrra sumar voru gerðar miklar breytingar á bátnum. Síðan þá hefur þetta verið aflasælt skip og borið að landi 1003 tonn og se, dæmi þar um þá kom hann með í síðasta róðri sem var í fyrra dag 14 tonn að landi.
Ekki verða miklar breytingar unnar á bátnum nú, en á mánaðartíma á snurfusa hann hér og þar og laga ýmisleg smávægilegt, en þó þannig að líti betur út. - Saga bátsins birtist fyrir neðan myndirnar.


    2579. Tryggvi Eðvarðs SH 2, er hann kom í fyrra til Sólplasts © mynd Emil Páll, í júní 2009


         2579. Tryggvi Eðvarðs SH 2, hjá Sólplasti í Sandgerði, í gærkvöldi © þrjár síðustu myndirnar, Emil Páll, 11. maí 2010

Af gerðinni Gáski 1120 frá Mótun ehf., Njarðvík á árinu 2003 og var í raun nýsmíði nr. 13 frá þeirri stöð.

Er smíði bátsins hófst var gert ráð fyrir að eigandi yrði Páll Jóhann Pálsson, Grindavík og báturinn fengi nafnið Daðey GK, en hætt var við það og fékk hann síðar annan bát frá stöðinni.

Sjósettur í Grófinni í Keflavík, laugardaginn 22. júlí 2003, en vegna óhapps við sjósetningu var hann tekinn á land á ný og síðar sjósettur aftur.

Miklar breytingar til hagræðis, m.a. nýtt skýli, lúga færð til o.m.fl. unnið hjá Sólplasti ehf., Sandgerði í júní 2009 og í gærkvöldi kom báturinn aftur til Sólplasts, en um það er skrifað hér ofar í færslunni.

Nöfn: Guðmundur á Hópi GK 204, Goði AK 62 og núverandi nafn: Tryggvi Eðvarðs SH 2.

12.05.2010 00:00

Jörundur Bjarnason BA 10 / Bragi GK 30 / Húni ÍS 68 / Ásdís SH 300 / Dagný RE 113

Þessi innlenda smíði er af árgerð 1971 og er enn skráður hérlendis.


      1149. Jörundur Bjarnason BA 10, í Sandgerði © mynd Emil Páll, í janúar 1987


    1149. Bragi GK 30 í Sandgerði © mynd Emil Páll, einhvern tímann á árunum 1987-1989


               1149. Húní ÍS 68 © mynd Jón Páll, 1995.


                              1149. Húni ÍS 68 © mynd Halldór Magnússon, 2000


                        1149. Húní ÍS 68 © mynd Halldór Magnússon, 2000


                     1149. Ásdís  SH 300, í Reykjavík © mynd Hafþór Hreiðarsson


    1149. Dagný RE 113, í Reykjavíkurhöfn © mynd Sigurður Bergþórsson 2009

Smíðanúmer 6 hjá Skipaviðgerðum hf., Vestmannaeyjum 1971. Endurbyggður af Halldóri Magnússyni í Súðavík.

Nöfn. Ingi GK 148, Ingi ÍS 148, Jörundur Bjarnason BA 10, Bragi GK 30, Auðunn ÍS 110, Tindur ÍS 109, Sævaldur EA 203, Húní ÍS 68, aftur Ingi GK 148, Ásdís SH 300, Ásdís ÞH 48 og Dagný RE 113.

11.05.2010 22:12

Fjölbreytt hjá Sólplasti á næstunni

Ljóst er að þeir hjá Sólplasti í Sandgerði þurfa ekki að óttast atvinnuleysi á næstunni. Þangað streyma verkefni, auk margra fyrirspurna um hvort þeir geti tekið að sér viðgerðir, svo og tilboð sem þeir hafa gert og bíða svara við.. Hér birti ég sex myndir af verkefnum sem ýmist eru á lokastigi eða að ekki verði hafist hans við fyrr en hausta tekur. Á morgun og næstu daga verður hvert þessara verkefna tekið fyrir sérstaklega hér á síðunni. En nokkra furðu vekur að þrjú þessara verkefna tengjast eldsvoða.


   2579. Tryggvi Eðvarðs SH 2, kom í dag til þeirra hjá Sólplasti, en tæpt ár er liðið síðan þeir luku við umtalsverðar breytingar og á þessum tíma hefur skipið aflað hvorki meira né minna en 1003 tonn og kom með 14 tonn í síðustu veiðiferðinni fyrir ferðina í Sandgerði. Meira um þetta á morgun.


                 Þessi litli færeyingur er í viðgerð, nánar um það síðar.


                                   Nýsmíði, nánar um það á næstu dögum


  2477. Vinur GK 96, brann í Grófinni í fyrra og hefur verið lengdur o.fl.  Fregnir af honum birtast trúlega á morgun


                    Fyrrum löggubátur, sem er mikið brunninn. nánar síðar


   Þessi skrokkur brann fyrir utan bátastöð í Hafnarfirði 2008 og komst síðan í eigu Njarðvíkings í fyrra og nú hefur útgerðarmaður á Vestfjörðum eignast hann og verður hann kláraður hjá Sólplasti, eins og fram kemur þegar fjallað verður um bátinn hér á síðunni © myndir Emil Páll, í kvöld 11. maí 2010, nema neðsta myndin sem tekin var í mars 2009.