Færslur: 2010 Maí

17.05.2010 20:51

Lára Magg ÍS 86

Hér koma tvær myndir af Láru Magg ÍS 86, en saga skipsins í máli og myndum birtist hér á síðunni eftir miðnætti.
            619. Lára Magg ÍS 86, í Njarðvíkurhöfn í dag © myndir Emil Páll, 17. maí 2010

17.05.2010 20:27

Geir Goði RE - Hafdís GK - Baddý GK í Hafnarfirði í dag

Þessir þrír bátar sem lágu saman í Hafnarfirði síðdegis í dag hafa komið mikið við sögu hér á síðunni. Varðandi Hafdís og Baddý, nægir að nefna frásögn síðan í morgun, sem er hér á síðunni. En varðandi Geir Goða þá var hann tekinn upp í Njarðvikurslipp í vetur, ansi gróinn að neðan og síðan var þar framkvæmd viðhald á þeim hluta sem að jafnaði er undir sjólínu. En í síðustu viku var hann dreginn til Hafnarfjarðar, þar sem hafin er viðgerð á því sem eftir er svo og á stýrishúsinu, en við þykktarmælingu á bátnum var stýrishúsið það eina sem ekki stóð þá mælingu.   1115. Geir Goði RE 245, 2400. Hafdís GK 118 og 2545. Baddý GK 116, í Hafnarfjarðarhöfn síðdegis í dag © myndir Emil Páll, 17. maí 2010

17.05.2010 14:14

Jón Oddgeir

Þetta björgunarskip er nú í Sandgerði þar sem það leysir af Hannes Þ. Hafstein sem er í viðhaldi í Njarðvikurslipp


       2474. Jón Oddgeir, í Sandgerðishöfn í morgun © mynd Emil Páll, 17. maí 2010

17.05.2010 14:12

Fífa GK 19


   6108. Fífa GK 19, á leið út úr Sandgerði í morgun © mynd Emil Páll, 17. maí 2010

17.05.2010 11:29

Fögur fyrirheit svikin - Baddý GK 116 og Hafdís GK 118 skilað til Hafnarfjarðar

Í morgun átti sér stað hálfgerð sorgarathöfn í Sandgerði er Baddý GK 116 og Hafdísi GK 118 var siglt út úr höfninni og til Hafnarfjarðar.

Gerðist þetta þar sem menn sáu að fögur fyrirheit væri marklaus og bankakerfið stæði ekki við að heimila kaup á Baddý þrátt fyrir þrýsting frá sveitarstjórnum, pólitíkusum o.fl.

Eins og flestir muna þá var þrotabú útgerðarfélagsins Festis selt á einu bretti til Bolungarvíkur, án þess að gefa fjársterkum aðilum hér syðra möguleika á að kaupa. Þegar þetta gerðist var gefin út yfirlýsing um að þrjú skipanna yrði seld en önnur yrðu gerð áfram út frá Hafnarfirði og engum yrði sagt upp. Annað kom upp á borðið, tvö skipana voru seld annað til Grindavíkur en hitt til Neskaupstaðar, en það þriðja Hafdís var bundin við bryggju í Sandgerði.

Eitt þeirra skipa sem sagt var að yrði áfram í útgerð var Baddý, en áhöfninni var sagt þar upp störfum og þrátt fyrir mikinn þrýsting eins og áður segir að kaupa þann bát, hafa engin loforð fengist um það.

Þegar þessi staða var komin upp ákváðu forráðamenn þessara tveggja báta sem legið hafa í Sandgerði að sigla þeim báðum til Hafnarfjarðar og í raun skila þeim þangað. Það gerðist í morgun og tók é þá þessar fjórar myndir, er bátarnir sigldu út úr Sandgerðishöfn.
    2545. Baddý GK 116 og 2400. Hafdís GK 118, yfirgefa Sandgerði í morgun og sigla til Hafnarfjarðar þar sem þeim var skilað © myndir Emil Páll, 17. maí 2010

17.05.2010 08:31

Ostankino og Bootes

Klukkan 8 í morgun voru í sólinni tvö skip áberandi úti á haffletinum, séð frá Vatnsnesi og þó þau væru langt frá mér og ég væri aðeins með mikla 200 mm soomlinsu ákvað ég að smella af þeim báðum og í öðru tilfellinu hafði ég sementreykinn af Akranesi með á myndinni. Birti ég því hér myndir af báðum skipunum sem eru rússnesk og á leið til Hafnarfjarðar og samkvæmt AIS eru þetta Ostankino og Bootes og í leiðinni birti ég mynd af því fyrrnefnda af MarineTraffic.


                         Ostankino t.v. og sementreykurinn á Akranesi til hægri


                   Ostankino © mynd MarineTraffic, Yakubenko Eduard


              Bootes, en það sást ekki eins vel © myndir Emil Páll, 17. maí 2010

17.05.2010 00:00

Dagstjarnan KE 9 / Sveinn Jónsson KE 9 / Sveinn Jónsson OTA-747-D

Skuttogari sem keyptur var af norskir skipasmíðastöð, en hafði aðeins fengið norskt nafn, en ekki farið í útgerð, áður en íslendingar eignuðust hann. Bar tvö nöfn hérlendis og var síðan seldur 27 ára gamall til Suður-Afríku og ber þar enn síðara íslenska nafnið.


     1342. Dagstjarnan KE 9, í heimahöfn, þ.e. Keflavík © mynd Trawler Gallery


                     1342. Dagstjarnan KE 9 © mynd Emil Páll, 1973


                         1342. Sveinn Jónsson KE 9 © mynd Þór Jónsson


                                  1342. Sveinn Jónsson © mynd Þór Jónsson


               1342. Sveinn Jónsson KE 9 á útleið frá Njarðvík © mynd Þór Jónsson


                      1342. Sveinn Jónsson, í Njarðvíkurslipp © mynd Þór Jónsson


                       1342. Sveinn Jónsson KE 9 © mynd Snorrason


                 Sveinn Jónsson OTA-747-D © mynd Norsk Skipsfarts Forum

Smíðanúmer 53 hjá Storviks, Mek. Verksted A/S, Kristiansund, Noregi 1973.Seldur úr landi til Cape Town í Suður-Afríku í júni 2000.

Sjöstjarnan hf. gekk in ní kaupin eftir eftir að togarinn hafi nýlega verið gefið nafnið Afford og því var það fyrirtæki í raun fyrstu útgerðaraðilar og eigendur togarans.

Dagstjarnan var fyrsti skuttogari Suðurnesja og kom fyrst til Njarðvíkur 14. nóvember 1973.

Nöfn: Afford, Dagstjarnan KE 9, Sveinn Jónsson KE 9 og núverandi nafn: Sveinn Jónsson OTA-747-D

16.05.2010 20:33

Binni í Gröf KE 127

Ekki er mjög langt síðan saga þessa báts var sögð hér á síðunni og síðar mun ég birta myndasyrpu með bátnum.


                                    419. Binni í Gröf KE 127 © mynd Emil Páll

16.05.2010 20:08

Arnar KE 260

Þessi bátur var fluttur inn ársgamall árið 1988 og síðan hefur hann verið lengdur tvisvar og er enn í útgerð
       1968. Arnar KE 260 © myndir Emil Páll

Smíðanúmer 3 hjá Aage Suvertsen Mek. Verksted, Herra, Noregi 1987 og kom í fyrsta sinn hingað til lands og þá til Njarðvíkur 21. ágúst 1988.

Lengdur hjá Vélsmiðju Seyðisfjarðar 1989. Lengdur á ný og endurbættur hjá Skipasmíðastöð Þorgeirs & Ellerts hf., á Akranesi 1995.

Nöfn: Ekki vitað hvað það fyrsta var, en síðan: Havdönn, Arnar KE 260, Arnar KE 160, Hanna Kristín BA 244, María Pétursdóttir VE 14, Guðrún Jakobsdóttir EA 144 og núverandi nafn: Aldan ÍS 47.

16.05.2010 14:23

Sæljós GK 2 í heimahöfn sinni Sandgerði

Þennan hef ég myndað oft að undanförnu, en þá aðallega í Keflavíkurhöfn eða Njarðvíkurslipp, en nú er það mynd af honum í heimahöfn sinni, Sandgerði, sem tekin var í hádeginu í dag.


   1315. Sæljós GK 2, í heimahöfn sinni Sandgerði, í hádeginu í dag © mynd Emil Páll, 16. maí 2010

16.05.2010 14:19

Garpur RE 58

Þessi var einnig tekin í Sandgerðishöfn í hádeginu í dag.


   6158. Garpur RE 58, 2771. Muggur KE 57 og 2733. Von GK 113, í Sandgerðishöfn í hádeginu í dag © mynd Emil Páll, 16. maí 2010

16.05.2010 14:13

Úr Sandgerðishöfn

Hér kemur þriggja mynda syrpa sem ég tók í smábátahöfninni í Sandgerði núna í hádeginu og sést yfir í aðalhöfnina á einni þeirra.


     Frá smábátahöfninni og við hafnargarðinn sjást 1481. Sóley Sigurjóns GK 208, 67, Hera ÞH 60 og 1639. Hans Jakob GK 150
                    Úr Sandgerði í hádeginu í dag © myndir Emil Páll, 16. maí 2010

16.05.2010 12:03

Þetta gengur um á Facebook

Sjómenn vinna við hættulegar aðstæður. Þeir þurfa
að húka samann í litlum borðsölum og horfa á mis góðar klámmyndir.
Þeir þurfa stundum að sætta sig við að það séu bjúgu í matinn, og það
er ekki alltaf eftirmatur Stundum þegar mjólkin klárast á borðinu
þurfa þeir að sækja nýja sjálfir ef kokkurinn sefur. Sjómennskan er
vanmetinn. Settu þetta í status hjá þér ef þú þekkir einhvern sjómann
og þú dáist að honum!!

16.05.2010 10:01

Hjördís GK 32

Í rúm 50 ár var þessi bátur í útgerð og hélt alltaf sama nafninu, en mismundani skráninganúmerum. Þetta er ein af dísunum frá Ísafirði, en honum hvoldi og sökk 1990.


                              570. Hjördís GK 32 © mynd úr Árbók SLVÍ

Smíðanúmer 12 hjá Skipasmíðastöð Marsellíusar Bernhardssonar, Ísafirði 1939, eftir teikningu Bárðar G. Tómassonar. Smíðasamningur var undirritaður 28. maí 1938 og bátnum hleypt af stokkum 27. desember 1939. Hvoldi og sökk eina til eina og hálfa sjómílu út af Stafnesi 23. mars 1990.

Nöfn: Hjördís ÍS 70, Hjördís TH 105, Hjördís ÞH 105, Hjördís GK 294 aftur Hjördís ÞH 105, Hjördís GK 32 og Hjördís KE 133.

16.05.2010 09:28

Svanur II EA 517

Hér er á ferðinni Akureyrarsmíði sem var til frá 1939 til 1975. en að lokum tók fúinn völdin.


  809. Svanur II EA 517 © mynd Emil Páll

Smíðaður í skipasmíðastöð Gunnar Jónssonar á Akureyri 1939. Dæmdur ónýtur 8. des. 1975 vegna tjóns og fúa.

Alpha vél bátsins var fyrsta díselvélin í þilfarsbáti á Dalvík.

Nöfn: Leifur Eiríksson EA 627, Leifur Eiríksson SU 31, Arnarey SU 31, Baldur KE 97, Svanur II EA 517, Svanur II SH 36 og Svanur II BA 61.