Færslur: 2010 Maí

14.05.2010 14:56

Grófin

Þessa mynd tók ég í morgun í Grófinni Keflavík og sýnir hluta þeirra báta sem þar voru þá stundina.


                           Úr Grófinni, Keflavík © mynd Emil Páll, 14. maí 2010

14.05.2010 14:32

Reykur að handan, en hvaðan?

Þessi mynd er tekin kl. 9 í morgun frá Vatnsnesi í Keflavík og yfir Stakksfjörðinn. Hvaðan þessi reykur kemur, tel ég mig vita, en ætla ekki að upplýsa strax.


                  Reykur að handan, en hvaðan?  © mynd Emil Páll, 14. maí 2010

14.05.2010 08:22

Nonni GK 64

Hér er á ferðinni nótabátur sem smíðaður var innanlands fyrir 60 árum og síðan dekkaður fyrir 35 árum og síðan tekin af skrá fyrir 18 árum, en mest allan tímann sem hann var til tengdist hann Ísafirði.

 991. Nonni GK 64 © mynd Emil Páll, 1988-1989

Smíðaður sem nótabátur á Ísafirði 1950. Dekkaður og endurbyggður hjá Ólafi Guðmunssyni á Árbæ við Ísafjörð og tók endurbyggingin mörg ár en báturinn var skráður sem fiskibátur 1965.Talinn ónýtur og tekinn af skrá 4. mars 1992.

Átti upphaflega að heita Nói, en hætt var við það.

Nöfn. Nonni ÍS 64, Nonni GK 64 og aftur Nonni ÍS 64.

14.05.2010 08:20

Héðinn Valdimarsson


                                        1010. Héðinn Valdimarsson

14.05.2010 00:00

Fimm gamlar myndir frá Hornafirði

Hilmar Bragason, sendi mér fimm gamlar myndir af bátum frá Hornarfirði. Umræddar myndir eru í eigu Júlíusar Guðmundssonar. Sendi ég þeim báðum þakkir fyrir.


                                                    727. Akurey SF 52


                                    162. Ólafur Tryggvason SF 60


    752. Sigurfari SF 58. Þessi bátur fórst í Hornafjarðarós 18. apríl 1971 ásamt 8 mönnum


   Helgi SF 50, en hann fórst á Færeyjarbanka á leið til Íslandi frá Englandi 15. september 1961 ásamt 7 mönnum


    457. Gissur hvíti SF 55, en myndir teknar um borð í honum voru notaðar á bakhlið 500 kr. seðilsins. Endalok þessa báts var að hann rak á land við Brjánslæk á Barðaströnd 8. mars 1985 og eyðilagðist.
                                      © myndir í eigu Júlíusar Guðmundssonar


13.05.2010 22:56

Sæberg SU 9


                                252. Sæberg SU 9 © mynd Hilmar Bragason

13.05.2010 22:23

Skemmtilegar myndir af nótaveiðum

Hér kemur þriggja mynda sería sem sýna Guðmund Ólaf ÓF 91 og Hilmir II SU 177 á veiðisvæði við Stokksnes 1987 og er ljósmyndarinni Hilmar Bragason og sendi ég honum kærar þakkir fyrir.


   1020. Guðmundur Ólafur ÓF 91 og 1044. Hilmir II SU 177, út af Stokksnesi 1987 © myndir Hilmar Bragason

13.05.2010 22:07

Guðrún ÍS 229

Þessi bátur var smíðaður á Patreksfirði 1973 og var til fram á árið 1994 að hann var úreltur.


            1336. Guðrún ÍS 229 © mynd Emil Páll, 1986 eða 1987

Smíðanúmer 2 hjá Haraldi Aðalsteinssyni, Patreksfirði 1973. Úreltur 19. október 1994 og rifinn í jan. 1995.

Nöfn: Tjaldur BA 15, Tjaldur ÍS 229, Guðrún ÍS 229, Guðrún KE 20, Þórður Kristinn HF 40 og Stígandi VE 77.

13.05.2010 17:40

Leikþátturinn hans Ella

Sl. föstudag var frumsýndur hér á síðunni leikþáttur, þar sem höfundurinn Erlingur Brim, breytti sögunni í einni svipan og hóf að hringja kolvitlaus út um hvippinn og hvappinn og ræja annan aðilann sem var í aðalhlutverki og gera hann tortrygginn. Að vísu er þetta í þriðja sinn á stuttum tíma sem hann er höfundur af einhverju hér á síðunni og breytir síðan um skoðun í miðjum klíðum, þannig að ekki verða fleiri leikþættir eftir hann sýndir hér.

Þó margir tækju þetta sem deilu milli tveggja aðaleikenda Emils og Hafþórs, snýst þetta ekki um þá, þeir voru báðir að vinna sitt verk eftir bestu getu. Inn í verkið bættust síðan sem aðalleikar Ásgeir og  pabbi hans Jón. Þá komu þrír aukaleikendur sem ekki áttu að vera með, enda lásu þeir ekki textann, heldur komu með skot, eins og alltaf þegar einhver blástur kemur  frá Emil, en þessir leikarar eru Gísli, Ingólfur og Sigurgeir, sem allir eiga það sameiginlegt að þurfa að nota hvert tækifæri til að blása af einhverri annarri ástæðu, sem í þeim býr. Gegna þeir því hlutverkinu Slettirekur.

 

Já, þessi leikþáttur er í raun unninn úr eftirfarandi handriti:

 

Fyrir nokkru bað eigandi bátsins Magnúsar KE 46, sem heitir Erlingur Brim, tvo síðueigendur um að auglýsa bátinn fyrir sig, auk þess sem hann var auglýstur á einhverjum öðrum ókeypis auglýsingasíðum. Fljótlega kom tilboð sem var tekið. Viðkomandi síðueigendur vildu fá að birta frétt þess efnis, en Erlingur vildi ekki að það væri gert fyrr en búið væri að ganga frá og skriflegur samningur væri í höfn. Þá ákvörðun lét hann kaupandann ekki vita um, sem sagði síðueiganda í sinni heimabyggð, Hafþóri frá því og sá að sjálfsögðu sagði frá kaupunum á sinni síðu.

Þegar það gerðist var enn rætt við Erling, en hann sagði það ekki koma til greina að segja frá sölunni strax.

Taldi Emil því það vera ljóst að þarna hefði verið farið í loftið, eitthvað sem ekki mátti gerast og hafði uppi stór orð um málið, en hinn síðueigandinn, sem einnig hafði auglýst bátinn, gerði grín að  máli Hafþórs.

Eins og svo oft þegar Emil birtir eitthvað sem veldur umræðu og Erlingur þykist þurfa að vera á móti, hóf hann hringingar út og suður og  fór ljótum orðum um Emil, en hafði þó ekki manndóm í sér að sýna þá sjálfsögðu kurteisi, að hringja í hann, því hann vissi upp á sig sökina. Á þessari stundu hafði Erlingur sannfært sjálfan um að hann hefði ekki stoppað sunnanmennina í frásögn af málinu og var það rauði þráðurinn í málflutningi hans. Því miður fyrir hann, eru önnur vitni af því, að hann stoppaði þá.

Inn í málið blandaðist fljótlega kaupandinn Ásgeir og síðan pabbi hans Jón sem var með furðulegar hótanir, sem kannski eru skiljanlegar í þeim þætti að hann var að verjast fyrir son sinn sem góður pabbi, en hótanir hans eru sendar heim til föðurhúsanna. Sama á við þann furðulega máta Jóns, að blanda ættingjum sínum í málið, til að þeir létu Emil heyra hvað hann hefði gert af sér. Í framhaldi af innskoti ættingja Jóns, hringdi Emil bæði í farsíma og eins heimasíma Jóns, en hann svaraði ekki og þó talhólf segði að hann myndi hringja síðar, hefur hann ekki gert það.

Vonandi fyrir alla aðila, ganga málin sinn eðlilega gang, en eitt er víst að Erlingur Brim verður hér eftir stimplaður sem algjör ómerkingur og því ekki haft neitt eftir honum, eða honum gerður nokkur greiði, með myndatökum eða öðru.

Þeir Emil og Hafþór halda sínum málum áfram eins og ekkert hafði gerst, enda báðir saklausir af þessari hringrás. Þó ótrúlegt sé þá bað aðeins ég, Emil Páll, viðkomandi afsökunar á ákveðnu orðatiltæki sem ekki átti við um Hafþór, en hinir gátu ekki beðið afsökunar á sínum þætti, en þeir viðhöfðu um Emil sem sýnir þeirra hug en það er þeirra vandamál en ekki mitt.

 

Ljóst er því að þar sem Erlingur Brim, á þann heiður, að í samráði við hann og oft eftir hans ósk, hefur enginn fengið meiri umfjöllun hér á síðunni en hann og þakklætið hans kemur fram þarna í formi þess að sýna mikið og ódrengilegt fals. Enda þó ótrúlegt sé, þá hefur hann aldrei verið ánægður með það sem gert hefur verið fyrir hann, hvort sem um er að ræða myndatökur, myndabirtingar, texta eða annað. Maður sem þekkir hann vel var búinn að vara mig við, en ég vildi ekki trúa að maðurinn væri svona falskur.

 

Til að fyrirbyggja allan misskilning verður ekki gefið tækifæri til að hafa álit á þessari frásögn hér fyrir neðan og ef menn koma með umræðu um málið eða einhver önnur skot út í loftið undir öðrum færslum mun ég almennt loka fyrir álit á síðunni og þar með hafa þessir örfáu skemmt síðuna fyrir öllum hundruðunum sem sækja hana dagalega. Síðan, ef það dugar ekki mun ég læsa síðunni, en þó með þeim hætti að leikendur í þessu hlutverki, svo og aðrir sem kunna að tjá sig verða þar á bannlista og fá aldrei að komast inn og  þessir þrír í sjálfskipaða, slettureku-hlutverkinu eru þar efstir á lista.

 

Tekið skal fram að ég skil vel skrif Hafþórs og Ásgeirs Hólm, þar sem þeir vissu ekki alla málavexti, en ekki framkomu pabba hans né gjörning Erlings.

 

Í lokin vil ég láta það koma fram að þó við sunnanmennirnir höfum fjarlægt fyrri skrif um málið af síðum okkar, þá tók ég afrit af öllu sem fram kom á síðu minni áður en skrifun á þessari síðu voru fjarlægð, þannig að það hefur engan tilgang að afneita því sem þar kom fram. Sama hef ég raunar gert í öllum þeim tilfellum sem Slettirekurnar hafa komið fram með skrif um mig hvort sem það hefur verið á þessari síðu eða öðrum síðum.

                 

                                             Með kveðju Emil Páll

 

P.s. SLETTIREKUR og aðrir. Skrif mín, hafa öll þau 30 ár sem ég hef stundað skrif verið mjög umdeild og þannig vil ég hafa þau. Ólga í kring um skrifin mín, er mér langt í frá að vera mér  óþóknanleg. Þið slettirekur breytið því ekki og því verð ég að segja í eitt skipti fyrir öll, sama og ég hef séð nokkra sem hafa skrifað mér til stuðnings, að ef þið þolið ekki þessi skrif, þá eruð þið vinsamlega beðnir um að hætta að koma hér inn á síðuna.

 Fyrir þetta fyrirkomulag að láta það flakka eins og ég hugsa, og þora að skrifa það sem aðrir þora ekki,  fékk ég oft viðurkenningu í denn.

 

Umdeildur púki, hef ég allaf verið og verð alltaf. Þið breytið því ekki, né stöðvið mig. Síðan mín fer  ekki eftir einhverju normi sem þið viljið að síðurnar fari eftir, heldur eftir mínum hugsanahætti og þar með hafið þið það. Því er þessi síða ekki eins og hinar og hér fara fram skrif og fleira sem ekki er á hinum síðunum.

Ég veit að sumir verða núna brjálaðir við lestur á þessu, en því fleiri sem það verða, þeimum betur skemmti ég mér, þar sem púkinn í mér hefur þá fengið útrás og þau viðbrögð sem hann sækist eftir.

Góðar stundir.

13.05.2010 15:13

Verður stærsti Sóma-báturinn

Hér er verið að ræða skrokk sem brann fyrir utan Bátastöð Guðmundar í Hafnarfirði á árinu 2008, var seldur til Njarðvíkur í febrúar 2008 og þaðan til Bíldudals í apríl sl. og verður lagfærður og kláraður í Sandgerði, en framkvæmdir munu hefjast í haust. Birti ég hér tvær myndir sem ég tók af honum þegar hann var nýkomin til Njarðvíkur í febrúar á síðasta ári.
                        Skrokkurinn í Innri-Njarðvík © myndir Emil Páll, í febrúar 2010

Af gerðinni Sómi 1200, eða hugsanlega 1500 eftir breytingar. Því um er að ræða 33ja. tonna bát og því verður þetta stærsti Sómi sem framleiddur hefur verið.

Skrokkurinn var í byggingu hjá Bátasmiðju Guðmundar í Hafnarfirði, þegar kveikt var í hann stóð fyrir utan byggingu fyrirtækisins á árinu 2008.
Sigurður Stefánsson, í Köfunarþjónustu Sigurðar keypti skrokkinn og kom með hann á athafnasvæði Sigurðar í Innri-Njarðvík í febrúar 2009. Stóð þá til að hann myndi ásamt Kristjáni í Sólplasti ljúka smíði hans síðar meir. Af því varð ekki og var skrokkurinn í apríl sl. seldur Haraldi Á. Haraldssyni í Perlufiski, Bíldudal og hefur hann samið við Sólplast ehf., Sandgerði um að ljúka frágangi hans og gera við brunaskemmdirnar, en þó mun sú vinna ekki hefjast fyrr en í haust.

13.05.2010 13:00

Sigurbjörg ÓF 1 og Björgvin EA 311 á Neskaupstað

Bjarni Guðmundsson sendi myndir og eftirfarandi texta: Sigurbjörg ÓF kom inn til Neskaupstaðar, í morgun og lagðist að bræðslubryggjunni, en ekki er vitað hverra erinda hún kom. Þá landaði Björgvin EA frosnu í gær og fór áhöfnin í frí, en rúta beið eftir áhöfninni í gærmorgun.


                                 1530. Sigurbjörg ÓF 1, á Neskaupstað í morgun


                   1937. Björgvin EA 311, landaði á Neskaupstað í gær


   Fyrir utan smábátanna má sjá á þessari mynd frá Neskaupstað, 2395. Inga NK 4, 1937. Björgvin EA 311 og 1530. Sigurbjörg ÓF 1 © myndir Bjarni G., 13. maí 2010

13.05.2010 10:38

Hugrún AK 43

Gamall nótabátur úr stáli, var breytt í þilfarsbát 1987, en 1994 var hann allur, þennan bát segi ég nú frá.


                 1837. Hugrún AK 43, í höfn í Keflavík © mynd Emil Páll, 1993

Þessi stálbátur var smíðaður í Leirvík 1959, sem nótabátur, en dekkaður og endurbyggður í Garðabæ 1987. Afskráður og fargað 24. október 1994.

Nöfn. Vífill HF 144 og Hugrún AK 43.

13.05.2010 10:23

Nýsmíði

Í húsakynnum Sólplasts í Sandgerði er nýsmíði í gangi, sem þó er ekki á vegum fyrirtækisins, heldur er það einstaklingur sem hefur fengið að nota húsnæði til þess arna.


           Nýsmíði í húsnæði Sólplasts, í Sandgerði © mynd Emil Páll, 11. maí 2010

13.05.2010 10:11

Sif ÍS 500

Hér er á ferðinni innlend smíði, sem endaði með því að verða eldi að bráð rúmum 30 árum eftir að honum var upphaflega hleypt af stokkum.


                                              956.Sif ÍS 500 © mynd úr Ægir

Smíðaður hjá Dráttarbrautinni á Neskaupstað 1965. Ónýttist í eldi á Barðaströnd 2. desember 1995. Tekin af skrá og fargað 19. nóv. 1997.

Nöfn: Sif ÍS 500, Sif GK 777, Sævaldur SF 5, Þórður Bergsveinsson SH 3, Sif SH 3, Sif AK 67, Sif ÍS 225, Vísir ÍS 225, Vísir SH 327, Vísir SH 343 og Vísir BA 343.

13.05.2010 09:51

Færeyingur

Þessi róðrarbátur með færeyska laginu, er plastbátur, þó ég hefði í upphafi talið að um trébát væri að ræða. Hann er nú til viðgerðar hjá Sólplasti ehf., í Sandgerði eftir að hafa fokið í roki. Hér birti ég nokkrar myndir af bátnum, sem ég tók fyrir stuttu síðan á athafnarsvæði Sólplasts.


    Báturinn með færeyska bátalaginu, sem nú er til viðgerðar  hjá Sólplasti ehf., Sandgerði © myndir Emil Páll, 11. maí 2010