Færslur: 2010 Maí

24.05.2010 17:37

Reykjavíkurhöfn í lok níunda áratugsins

Það væri hægt að spá mikið í þessa mynd og finna út nöfn margra skipa, en myndin er trúlega tekin í lok níunda áratugs síðustu aldar.


                                   Reykjavíkurhöfn © mynd úr Ísland 1990      

24.05.2010 16:46

Frá Árskógssandi

Hér birtist mynd sem tekin var trúlega einhvern tíman rétt fyrir 1990 og er frá Árskógssandi. Þar má sjá við bryggju ferju og Vonina KE 2.


                                     Árskógssandur © mynd úr Ísland 1990

24.05.2010 15:19

Pétur afi SH 374


                          1470. Pétur afi SH 374 © mynd Ragnar Emilsson

24.05.2010 12:43

Síðast smíðaði Bátalónsbáturinn, Skvetta SK 7 komin til Njarðvíkur

Í gær kom til Njarðvíkur trébáturinn Skvetta SK 7, eftir 40 tíma siglingu frá Hofsósi. En eigandi bátsins hefur flutt sig til Reykjanesbæjar og kom nú með bátinn líka. Bátur þessi sem er síðasti báturinn sem Bátalón smíðaði í röð svonefndra Bátalónsbáta að sögn núverandi eiganda og  var smíðaður þar 1975 og hefur síðan verið gerður út hér og þar um landið, en hefur þó legið í höfninni á Hofsósi í nokkur ár, m.a. vegna tjóns á stefni bátsins árið 2008. Mun báturinn fara í slipp í Njarðvík þar sem gert verður við hann og hann snurfustaður hátt og lágt.
     1428. Skvetta SK 7, í höfn í Njarðvik í morgun © myndir Emil Páll, 24. maí 2010

24.05.2010 08:54

Mjölnir GK 323

Þessi bátur var lengi gerður út frá Sandgerði sem Bliki ÞH 50, en ef ég man rétt þá endaði hann í bryggju eða sjóvarnargarði á Ísafirði.
                         710. Mjölnir GK 323 © mynd Emil Ragnarsson

24.05.2010 08:51

Gulltoppur GK 24


                   1458. Gulltoppur GK 24 í Þorlákshöfn © mynd Ragnar Emilsson

24.05.2010 08:19

Reginn HF 228


                                 1102. Reginn HF 228  © mynd  Ragnar Emilsson

24.05.2010 00:00

Trausti ÍS 300 / Guðmundur í Tungu BA 214 / Sveinborg GK 70 / Sveinborg SI 70 / Þorsteinn EA 610

Sex ára gamall var þessi togari fluttur inn til landsins og þegar aðeins eitt ár vantaði í að hann væri fjórðungs aldar gamall, skemmdist hann illa í ís á miðunum og var þá lagt og nokkrum árum síðar afskráður og seldur í brotajárn til Írlands, en sökk á leiðinni þangað.


                    1393. Trausti ÍS 300 © mynd Snorrason


    1393. Guðmundur í Tungu BA 214 © mynd úr Flota Patreksfjarðar, Óli Rafn Sigurðsson


                        1393. Sveinborg GK 70 © mynd Snorrason


                               1393. Sveinborg GK 70 © mynd Þór Jónsson


                               1393. Sveinborg SI 70 © mynd Þór Jónsson


                    1393. Þorsteinn EA 610 © mynd Hafþór Hreiðarsson

Smíðanúmer 8 hjá Sterkoder Mek. Verksted A/S, Kristiansund, Noregi 1968.

Skemmdist mikið er hann lenti í ís á Reykjafjarðaráli 1988. Var þá lagt á Akureyri og var afskráður 28. október 1992. Seldur í brotajárn til Belfast á Norður-Írlandi i nóv. 1992, en sökk á leiðinni, SV af Færeyjum, 11. des. 1992, en hafði þá verið í drætti hjá dráttarbátnum Hvanneyri.

Nöfn. Nord Rollines T-3-H, Trausti ÍS 300, Guðmundur í Tungu BA 214, Sveinborg GK 70, Sveinborg SI 70 og Þorsteinn EA 610.

23.05.2010 22:39

Keflvíkingur GK 400

Snorri Birgisson, sendi mér þessar myndir úr ættarsafni fjölskyldunnar af Keflvíkingi GK 400. Sér hann ekki betur en að þarna sé verið að gera bátinn út frá Eskifirði á þessu tímabili og að trúlega hafi það  tengst ,,hákarla-Guðjóni" heitnum, sem var ömmu bróðir hans.

Sendi ég Snorra kæra þakkir fyrir og bæti við fyrir neðan myndirnar sögu bátsins.
   Keflvíkingur GK 400 © myndir úr einkasafni, teknar á fimmta áratug síðustu aldar

Smíðaður í Skipasmíðastöð Péturs Wigelunds í Innri-Njarðvík 1940, eftir teikningu Péturs sem jafnframt sá um smíði bátsins. Brann og sökk 80 sm. NV af Garðskaga 16. júlí 1951.

Báturinn hljóp af stokkum 28. febrúar 1940. Var hann á þeim tíma stærsta tréskipið sem smíðað hafði verið á Suðurnesjum og er trúlega enn, þar sem hann mældist 70 tonn að stærð.

Fyrsta íslenska skipið sem notaði gúmibjörgunarbát, en það gerðist þegar báturinn sökk 1951.

Nöfn: Keflvíkingur GK 400 og Keflvíkingur KE 44.

 

23.05.2010 16:57

Skarðsstöð á Skarðsströnd í Dölum

Konungur þjóðveganna, kallar Jóhannes Guðnason sig, en hann er einnig þekktur sem Jóhannes á fóðurbílnum, en í 30 ár hefur hann ekið fóðurbílnum og landið þvert og endilangt og haft myndavélina meðferðis og birt myndir úr ferðunum á Facebook-síðu sinni. Þann 17. maí sl. rakst hann á höfn, sem ég vissi ekki um, og ekki hann heldur. Fékk ég að birta fjórar myndir frá þessum stað og er texti þessa brandarakarls undir myndunum eins og hann hafði það á fésinu. Sendi ég honum kærar þakkir fyrir.


Skarðstöð á Skarðströnd í Dölum. Þar hafði konungur þjóðveganna keyrt fram hjá í 30 ár með fóður, en aldrei vitað um þessa sögufrægu höfn fyrri tíma, enda sést hún ekki frá aðalveginum. Oft hefur hann að vísu séð skilti merkt Skarðsstöð, en ekki gert sér grein fyrir að þarna væri bryggja, fyrri tíma, en þangað hafði verið siglt með matvörur fyrir þá í Saurbæ og nágrenni, en að hans sögn er þarna ótrúlega fallegt.


   Tekið frá höfninni á Skarðsstöð á Skarðsströnd í Dölum, þarna sem sést í Grafarfjallið er vegurinn, eins og þið sjáið er höfnin frekar niðurgrafinn, svo það var ekki skrýtið að konungur þjóðveganna vissi ekki af þessari höfn, en afleggjarinn er beint á móti bænum Skarð á Skarðsströnd.


      Tekið frá höfnin Skarðsstöð á Skarðsströnd, jahá þetta vissi Jóhannes á fóðurbílnum ekki, eftir að hafa keyrt þarna framhjá í 30 ár, eins gott að maður finni ekki eitthvað sem maður veit ekki um fallegar konur, hahahahahahahahaha.


  Innsiglingin er frekar þröng þarna inn á Skarsstöð á Skarðsströnd í Dölum, þarna sést í olíukálf, þar hefur sennilega gamli Baldur komið með vörur fyrr á tíma, því ekki hefur hann geta siglt inn að bátabryggunni
                  
   © myndir og myndatexti: Jóhannes Guðnason, konungur þjóðveganna, 17. maí 2010

23.05.2010 15:35

Tveir fossar

Síðustu myndirnar í þessari farskipasyrpu íslenskra skipa, þ.e. skipa sem voru skráð á Íslandi þegar myndirnar voru teknar, birtast nú en þar er um að ræða tvö skip frá Eimskip, Laxfoss og Eyrarfoss. Myndirnar eru fengnar úr Ísland 1990.


                                                          1592. Eyrarfoss


                              1974. Laxfoss © myndir úr Ísland 1990

23.05.2010 13:47

Esja


                                       1649. Esja © mynd Ísland 1990

23.05.2010 12:41

Jökulfell


                                 1683. Jökulfell © mynd úr Ísland 1990

23.05.2010 12:18

Akranes

Í dag mun ég birta fimm myndir úr bókaflokknum Ísland 1990, af farskipum sem öll voru með skráningu á Íslandi, þegar myndirnar voru teknar, sem trúlega eru í kring um árið 1989.


                                      1589. Akranes © mynd úr Ísland 1990

23.05.2010 10:29

Herjólfur

Hér sjáum við annars vegar mynd af líkani af Herjólfi og síðan mynd af skipinu koma inn til Þorlákshafnar, en myndasmiðurinn í báðum tilfellum er Ragnar Emilsson
                                2164. Herjólfur © myndir Ragnar Emilsson