01.05.2010 09:07

Mariane Danielsen / Maylin og mynd af strandinu

Þetta flutningaskip strandaði við Grindavík og var selt á strandstað innlendum aðilum, sem náðu því á flot og komu því til viðgerðar og enn er skipið í fulltri drift.


             Maríane Daníelsen © mynd í eigu Ljósmyndasafns Akraness   


             Mariana Danielsen á strandstað við Grindavík © mynd úr Árbók SLVÍ


                                              Maylin  © mynd af shippotting

Smíðanúmer 810 hjá EJ Smit & Sons, Shipyards Ltd, Westerbroek, Hollandi 1977. Hljóp af stokkum og afhent 4. febrúar 1977. Stórviðgerð i Póllandi eða Noregi 1989.

Strandaði á vestanverðu Hópsnesi við Grindavík 19. janúar 1989. Keypt af innlendum aðilum á strandstað. Náð út aftur 7. apríl 1989. Var skipið gert haffært í Njarðvik áður en það var dregið til Noregs í viðgerð.

Nöfn: Marine Danielsen, Sun Trader og núverandi nafn Maylin. (Var a.m.k. til undir þessu nafni á árinu 2008).