Færslur: 2010 Maí

11.05.2010 18:12

Nokkra áratuga gamlar myndir af plastbátum

Hér kemur smá myndasyrpa sem ég tók fyrir nokkrum áratugum af plastbátum og eru sumir þeirra ennþá til, undir öðrum nöfnum, en þó ekki allir, því sumir eru farnir af skipaskrá af ýmsum orsökum.


                                                     1852. Faxaborg GK 7


                                  2117. Jenný II GK 8 og 1958. Trausti KE 73


                                      2117. Jenný  II GK 8


                                              2146. Gaui Gísla GK 103


                                       2147. Jói ÞH 108 © myndir Emil Páll

11.05.2010 13:07

Þórhalla HF 144

Ekki stóðst ég mátið að taka smá myndasyrpu af þessu strandveiðibáti, sem var að koma inn til Keflavíkur rétt fyrir hádegi í dag.
    6771. Þórhalla HF 144, kemur inn til Keflavíkur © myndir Emil Páll, 11. maí 2010

11.05.2010 10:17

Rósa BA 30

Þessi var gerður út hérlendis í átta ár undir þessu nafni og síðar Guðmundur Benóný KE 77 og svo seldur til Færeyja þar sem hann hefur a.m.k. borið tvö nöfn Sjóvarenni og Olympic


                             1690. Rósa BA 30 © mynd Emil Páll, 1990 eða 1991

11.05.2010 08:18

Byggt yfir Skógey SF 53

Oft hefur verið fjallað um þennan hér á síðunni, en hér er verið að byggja yfir hann í Skipasmíðastöð Njarðvíkur


     974. Skógey SF 53 í yfirbyggingu í Skipasmíðastöð Njarðvikur © mynd Emil Páll 1988

11.05.2010 00:00

Sigurborg KE 375

Myndasyrpa sú sem ég birti nú sýnir skipið koma til hafnar í Njarðvik á árinu 1988. Sögu þess hef ég sagt hér á siðunni í máli og myndum fyrir það stuttu síðan, að hún verður ekki endurtekin nú. Þó vil ég segja að skip þetta sem var smíðað 1966, er enn í útgerð og nú sem Sigurborg SH 12 frá Grundarfirði.


                         1019. Sigurborg KE 375, í Njarðvik © myndir Emil Páll, 1988

10.05.2010 23:24

Brandarinn, eða ruglið á Eskju

Nafn: STAFNES KE130
Kallmerki: TFGF
MMSI: 251360110
Staða: Á siglingu
Áfangast.: HOLMASLOD 4
ETA: Aug27 11:36
Tegund: Fiskiskip
Stærð: 33m x 6m x 0m
Hraði/Stefna: 0 kts / 345,1o
Staðsetn.: N 63.985o / W 22.536o
Frá Eskifirði :  229.1nm
 
Móttekið: 2010-05-10 23:16:50UTC

 Þessi upptalning hér fyrir ofan er algjör brandari, en sýnir um leið hvað upplýsingarnar á staðsetningarkefinu Eskju getur stundum verið út í kú, eins og það er kallað.
Þarna er sagt að Stafnes KE 130 sé á siglingu, og áfangastaður sé Hólmaslóð 4. Hraði skipsins er hins vega 0 sjómílur. Enda var skipið bundið við bryggju í Njarðvik, eins og kom fram, er skoðað var hvaða skip væru á sjó og hvaða í höfn, en ef smelt var  skipið sjálft á kortinu kom þetta upp.

10.05.2010 21:11

Grásleppubátur staðinn að ólöglegum veiðum

Af vef Landhelgisgæslunnar:

Mánudagur 10. maí 2010

Baldur, eftirlitsbátur Landhelgisgæslunnar var nýverið við eftirlit á Breiðafirði þegar komið var að grásleppubaujum sem staðsettar voru um 2 sjómílur innan bannsvæðis austan línu sem liggur úr Krossanesvita við Grundarfjörð norður í Lambanes á Barðaströnd.   Samkvæmt reglugerð nr. 196/2009 er ekki leyfilegt að leggja grásleppunet austan við þá línu fyrr en 20. maí 2010.  Voru báðar baujurnar merktar  fiskibát  sem var við  grásleppuveiðar  inni á leyfilegu svæði. Var stjórnstöð Landhelgisgæslunnar gert viðvart. 

Farið var um borð í bátinn til eftirlits en tveir menn voru í áhöfn. Voru þeir með með 220 net í sjó en aðeins má hafa 200 net þegar tveir menn eru í áhöfn skv. reglugerð. Gat skipstjóri bátsins aðeins gert grein fyrir 20 trossum bátsins. Við nánari rannsókn  í gögnum bátsins fundust tvær lagnir inni á framangreindu bannsvæði.  Var þeim gert skylt að taka upp lagnir netanna og var bátnum vísað til hafnar í Stykkishólmi þar sem lögregla tók á móti honum þar sem málið verður kært.   

10.05.2010 20:52

Stafnes KE 130 á ufsaveiðar?

Frá því snemma síðastliðið haust hefur Stafnes KE 130 legið við bryggju í Njarðvík. En nú virðist vera breyting þar á því skipverjar hafa verið í óðaönn að setja net um borð og gera annað klárt til að fara á netaveiðar. Segir bryggjuspjallið að báturinn sé að fara að veiða úr ufsakvóta fyrir HB Granda, en ekki sel ég það dýrara en ég keypti. Virðist undirbúningur vera það langt kominn, að hann gæti allt eins farið út í kvöld eða alveg næstu daga. Tók ég þessar tvær myndir af bátnum í Njarðvíkurhöfn í dag.
     964. Stafnes KE 130, í Njarðvíkurhöfn í dag © myndir Emil Páll, 10. maí 2010

10.05.2010 20:07

Alma KE 44

Þessi bátur stundar ekki strandveiðar, ekki skotveiðar heldur og er því fremur svona sem leikfang eigandans, sem fer þó ekki oft úr höfn yfir sumarið, en það er sá tími sem hann er í sjó.


            5904. Alma KE 44, uppi á landi í gær © mynd Emil Páll, 9. maí 2010


    5904. Alma KE 44, komin að bryggju í Grófinni í dag © mynd Emil Páll, 10. maí 2010

10.05.2010 18:15

Strandveiðar hafnar: María KE 200

Í dag var fyrsti dagur strandveiðanna í ár og voru bátar að koma að landi í allan dag og tók ég mynd af einum þeirra sem kom til Keflavíkur nú síðdegis.


                            6807. María KE 200 © mynd Emil Páll, 10. maí 2010

10.05.2010 18:13

Fossá KE 63


              5744. Fossá KE 63, í Grófinni, í dag © mynd Emil Páll, 10. maí 2010

10.05.2010 14:02

Þuríður Halldórsdóttir GK 94


    1009. Þuríður Halldórsdóttir GK 94 © mynd Emil Páll, á níunda áratug síðustu aldar

10.05.2010 09:08

Óskar Halldórsson RE 157

Hér kemur einn gamall, sem enn er í gangi, þó hann sé í dag orðinn vísir að flutningaskipi í föstum ferðum milli Grænlands og Íslands fyrir ákveðið verkefni. Að vísu fór brotsjór illa með hann fyrir stuttu, en ekkert hefur frést af honum síðan.


    962. Óskar Halldórsson RE 157 í Njarðvikurhöfn fyrir einhverjum áratugum © mynd Emil Páll

10.05.2010 00:00

Seyðisfjarðarsyrpa frá 7. og 8. maí 2010

Hér kemur myndasyrpa sem Bjarni Guðmundsson tók á Seyðisfirði sl. föstudag og laugardag. Skiptast þær í raun í tvo flokka þ.e. myndir sem teknar eru að degi til og sýna björgunarskip Norðfirðinga Hafbjörgu í slippnum og eins gamlan tappatogara, sem er annar af þeim sem enn eru til hér á landi, en hann liggur við slippbryggjuna. Hinn hlutinn er tekin að kvöldi til þegar birtan er aðeins farin að minnka, þó það komi ekki alvarlega að sök og sýnir ýmsa aðra báta.
Sendi ég Bjarna kærar þakkir fyrir sendinguna, en eins og menn vita hefur hann verið mjög duglegur að senda myndir hingað á síðunni, sem hafa verið teknar á nokkrum stöðum á austfjörðum, sem gerir málin enn skemmtilegri.


                     2629, Hafbjörg í slippnum og 168. Aðalvík SH 443 við bryggjuna


                                                      2629. Hafbjörg


                                                       2629. Hafbjörg


            2629. Hafbjörg í slippnum og 168. Aðalvík SH 443 við bryggjuna


                                                168. Aðalvík SH 443


                                        Þrír smábátar á Seyðisfirði


                                                   2056. Súddi NS 2


                                                6387. Rex NS 3


                                                     5591. Sjöfn NS 79


                                                Óþekktur NS 82


                        Nafnlaus ? NS 82 © myndir Bjarni G., 7. og 8. maí 2010

09.05.2010 18:51

Hafbjörg, Aðalvík og Súddi

Eftir miðnættií nótt birti ég syrpu sem Bjarni Guðmundsson tók á Seyðisfirði í gær og fyrridag og meðal þeirra eru þessar þrjár myndir, sem er svona smá sýnishorn.


                                                             2629. Hafbjörg


                                                168. Aðalvík SH 443


                          2056. Súddi NS 2 © myndir Bjarni G., 7. og 8. maí 2010
                               - MEIRA FRÁ SEYÐISFIRÐI EFTIR MIÐNÆTTI