Færslur: 2010 Apríl
16.04.2010 15:41
Akurey KE 121


2. Akurey KE 121 © myndir Emil Páll á árunum 1986-1989
16.04.2010 14:47
Bilun í kerfinu
15.04.2010 23:00
Brettingur NS 50 / Samphire / Brettingur KE 50
Togari þessi er einn af þeim systurskipum sem smíðuð voru í Japan og kom hingað til lands 1973 og var gerður út af sama aðila, þar til fyrirtækið sameinaðist öðru stærra, sem seldi það fljótlega á eftir og það úr landi. Nú er togarinn aftur kominn til landsins.
1279. Brettingur NS 50 © mynd Þór Jónsson
1279. Brettingur NS 50 © mynd Þór Jónsson
1279. Brettingur NS 50 © mynd Þór Jónsson
1279. Brettingur NS 50 © mynd Þór Jónsson
Samphire, í Hull © mynd Shipsphotograpbs
Samphire, í Hull © mynd trawlerphoto
Samphire, í Hull © mynd Trawlerphotos
1279. Brettingur KE 50, kemur í fyrsta sinn aftur til landsins © mynd Emil Páll 15. apríl 2010
1279. Brettingur KE 50, kemur til Njarðvíkur © mynd Emil Páll, 15. apríl 2010
Smíðaður hjá Niigata Engineering Ltd., Niigata, Japan 1973. Lengdur, endurbyggður og endurmældur 1988. Seldur úr landi, til Skotlands 4. október 2007. Keyptur aftur til lands í þessum mánuði
Síðasta veiðiferð togarans sem Brettingur NS 50 var í mars 2007.
Þegar togarinn var seldur til Skotlands og afhentur í Hull, stóð til að hann færi á veiðar á rússneskum kvóta við Sierra Leone, En af því varð ekki og sótti nýr kaupandi togarann sem þá var með heimahöfn í Belize, aftur til Hull, nú í þessum mánuði.
Kom til Njarðvíkur sem Brettingur KE 50, með heimahöfn í Keflavík, fimmtudaginn 15. apríl 2010
Nöfn: Brettingur NS 50, Samphire og núverandi nafn: Brettingur KE 50.
15.04.2010 19:39
Brynhildur KE 83 / Sæfari SH 339


1815. Brynhildur KE 83, einhvern tímann á árunum frá 1987 til 1998

1815. Sæfari SH 339 utan á 1900, Ramónu ÍS, en bátarnir voru samferða til Noregs, en þangað höfðu þeir báðir verið seldir og fóru frá Njarðvík að kvöldi 10. júní 2009 © myndir Emil Páll
Framleiddur hjá Viksund Nor A/S, Rödskj. Harstad, Noregi 1987. Lengdur 1995. Seldur til Bergen í Noregi 17. maí 2009.
Báturinn var fluttur til landsins í ágúst 1987 með flutningaskipi og sjósettur og gefið nafn 28. ágúst 1987. Fór síðan frá Njarðvík ásamt 1900. Ramónu til Bergen í Noregi að kvöldi 10. júní 2009 og voru báðir bátarnir með íslensku nöfnin á leiðinni, en siglt úr af norðmönnum.
Nöfn: Brynhildur KE 83, Sæfari SH 339 og nú óþekkt nafn í Noregi.
15.04.2010 16:43
Brettingur KE 50 - togari keyptur til landsins á ný
Á miðnætti mun ég birta sögu togarans bæði í máli og myndum, en birti núna fjórar myndir frá komu togarans í dag.

1279. Brettingur KE 50, beygir fyrir grjótvarnargarðinn í Njarðvík í dag

1279. Brettingur KE 50, nálgast bryggjuna í Njarðvík

Brettingur er með heimahöfn í Keflavík, en vel má sjá að hún var í eina tíð Vopnafjörður

Magni Jóhannsson, skipstjóri og eigandi Brettings KE 50, við komu skipsins til Njarðvíkur í dag © myndir Emil Páll, 15. apríl 2010
15.04.2010 07:29
Hamra-Svanur SH 201

238. Hamra-Svanur SH 201, í Skipasmíðastöð Njarðvíkur, eftir að búið var að selja hann til Hollands, en ekki búið að afhenda hann © mynd Emil Páll
15.04.2010 00:00
Fönix KE 111 nú Arnfríður Sigurðardóttir RE 14
Hér birti ég nokkar myndir af Fönix, þegar hann var sjósettur að nýju hjá Dráttarbraut Keflavíkur eftir að endurbætum var lokið í marsmánuði 1986.





177. Fönix KE 111 sjósettur í Dráttarbraut Keflavíkur, eftir að hafa verið yfirbyggður og endurbættur eftir bruna © myndir Emil Páll, í mars 1986.
14.04.2010 20:58
Broving Viento til Neskaupstaðar



Broving Viento kom rétt fyrir kvöldmat til Neskaupstaðar © myndir Bjarni G. um borð í björgunarskipinu Hafbjörgu sem var í hlutverki hafnsögubáts, 14. apríl 2010
14.04.2010 19:31
Sigurbjörg ÞH 62

739. Sigurbjörg ÞH 62, fyrir einhverjum áratugum © mynd Emil Páll
14.04.2010 17:35
Hafsúlan í sinni gömlu heimahöfn

2511. Hafsúlan siglir út úr Keflavík eftir hádegi í dag

2511. Hafsúlan út af Vatnsnesi í Keflavík á leið út Stakksfjörðinn

2511. Hafsúlan, nálgast Keflavíkurhöfn á fimmta tímanum í dag
© myndir Emil Páll, 14. apríl 2010
14.04.2010 17:23
Frá Tálknafirði


Frá Tálknafirði um síðustu helgi © myndir Sigurður Bergþórsson í apríl 2010
14.04.2010 12:05
923 í endurbyggingu og fyrsta nafnið eftir þá aðgerð

Frá endurbyggingu á 923, Símon Gíslason KE 155, í Skipasmíðastöð Njarðvikur árunum 1974 til 1985 © mynd Emil Páll

923. Sigurður Þorkelsson ÍS 200, í höfn í Njarðvík © mynd Emil Páll, 1985.
14.04.2010 08:43
Arnarborg

1047. Arnarborg, í gamla Drafnarslippnum í Hafnarfirði © mynd Emil Páll

