Færslur: 2010 Janúar
22.01.2010 00:00
Hefur borið 13 nöfn - aðeins myndir af 7 þeirra

972. Þorsteinn RE 303 © mynd af jakobk.blog.is

972. Pétur Ingi KE 32 © mynd í eigu Emils Páls

972. Stjörnutindur SU 159 © mynd Snorrason

972. Stjörnutindur SU 159 © mynd skipasaga.is

972. Vigdís BA 77 © mynd Snorrason

972. Garðey SF 22 © mynd Snorrason

972. Kristín GK 157 © mynd Emil Páll

972. Kristín ÞH 157 © mynd Tryggvi Sig.

972. Kristín ÞH 157 © mynd Emil Páll
Smíðanúmer 408 hjá Veb. Elbewerft, Boizenburg, Þýskalandi 1965, eftir teikningu Hjálmars R. Bárðarsonar. Yfirbyggður í Noregi 1982. Lenging og umfangsmiklar breytingar gerðar hjá Nordship í Gdynia, Póllandi 1998. Veltitangur settur í hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur 2007.
Selja átti skipið til Skagstrendings hf., Skagaströnd í maí 1991, en Patrekshreppur neytti forkaupsréttar.
Upphaflega stóð til að Baldur hf. í Keflavík keypti bátinn, en þeir fengu ekki fyrirgreiðslu til þess.
Vísir hf. hafði skipið á leigu í fjögur, ár meðan það hét Garðey SF.
Nöfn: Þorsteinn RE 303, Hafrún ÍS 400, Hafrún BA 400, Pétur Ingi KE 32, Stjörnutindur SU 159, Lýtingur NS 250, Vigdís BA 77, Haraldur EA 62, Ásgeir Guðmundsson SF 112, Atlanúpur ÞH 270, Garðey SF 22, Kristín GK 157 og núverandi nafn: Kristín ÞH 157.
Þau nöfn sem ekki er mynd af eru: Hafrún ÍS 400, Hafrún BA 400, Lýtingur NS 250, Haraldur EA 62, Ásgeir Guðmundsson SF 112 og Atlanúpur ÞH 270.
21.01.2010 21:56
Engey RE 11 / Guðfinna Steinsdóttir ÁR 10 / Hafnarvík ÁR 113 / Kristbjörg VE 70
Áður en þessi fór í pottinn bar hann átta nöfn, en ég er aðeins með myndir af helmingi nafnana, og vantar því myndir við hinum helmingnum.
44. Engey RE 11 © mynd Snorri Snorrason
44. Engey RE 11 © mynd Tryggvi Sig.
44. Guðfinna Steinsdóttir ÁR 10 © mynd Snorrason
44. Hafnarvík ÁR 113 © mynd Snorrason
44. Kristbjörg VE 70 © mynd Tryggvi Sig.
Smíðanúmer 163 hjá Framnæs Mek.Verksted, Sundefjord, Noregi 1963. Yfirbyggður við bryggju í Njarðvík af Vélsmiðjunni Herði hf. 1979. Kom í fyrsta sinn til Dalvíkur 15. nóv. 1963,
Átti að seljast í brotajárn til Belfast í Írlandi. Dráttarskipið Hvanneyrin dró bátinn til Njarðvíkur 1992, þar sem Bergþór Hávarðarson, keypti hann og ætlaði að draga með sér út. Af því varð þó aldrei og í júlí 1996 keypti kona á Eyrarbakka bátinn með það að markmiði að gera úr honum listagallerí sem staðsett yrði í Vatnagörðum við Sundahöfn í Reykjavík. Beðið var eftir leyfi Borgarráðs. Sú sala gekk ekki upp og sumarið 1997, keypti Helgi Friðgeirsson, Vestmannaeyjum, bátinn og ætlaði að láta endurbyggja hann að nýju. Báturinn var þó enn við bryggju í Njarðvik í april 2005. Helgi flutti til Keflavíkur 2003. Átti síðan að fara með bátinn í brotajárn til Damerkur í maí 2004, en Helgi var ósveigjanlegur varðandi það sem hann vildi fá fyrir bátinn og því varð ekkert úr sölunni. Helgi var hinsvegar tekinn til gjaldþrotaskipta i febrúar 2005 og í framhaldi af því eignaðist Reykjaneshöfn bátinn á nauðungaruppboði. Báturinn var síðan brotinn niður í september 2006 í Njarðvíkurslipp.
Nöfn: Engey RE 11, Draupnir ÁR 150, Húnaröst ÁR 150, Brynjólfur ÁR 4, Guðfinna Steinsdóttir ÁR 10, Brimnes EA 14, Hafnarvík ÁR 113 og Kristbjörg VE 70.
Eftirfarandi nöfn eru ekki með mynd: Draupnir ÁR 150, Húnaröst ÁR 150, Brynjólfur ÁR 4 og Brimnes EA 14.
21.01.2010 20:45
Kambaröst SU 200 / Álaborg ÁR 25 / Trausti ÁR 80

133. Kambaröst SU 200 © mynd í eigu Ljósmyndasafns Akraness

133. Álaborg ÁR 25 © mynd Snorrason


133. Trausti ÁR 80 © myndir Tryggvi Sig.
Smíðaður hjá V.E.B. Volkswerft, Brandenburg, Þýskalandi 1961. Seldur í brotajárn til Danmerkur í okt 2008.
Nöfn: Kambaröst SU 200, Bjarni Jónsson ÁR 28, Álaborg GK 175, Álaborg ÁR 25, Álaborg ÁR 26, Trausti ÁR 80 og Trausti ÍS 111.
Þau nöfn sem ekki eru myndir af eru: Bjarni Jónsson ÁR 28, Álaborg GK 175, Álaborg ÁR 26 og Trausti ÍS 111.
21.01.2010 16:28
Sléttanes ÍS 808 / Hrafn GK 111

1628. Sléttanes ÍS 808 © mynd Þór Jónsson

1628. Hrafn GK 111 © mynd vf.is, 2006

1628. Hrafn GK 111 © mynd Þorgeir Baldursson 2007
Smíðanúmer 65 hjá Slippstöðinni hf., Akureyri 1983. Kom til heimahafnar á Þingeyri 26. febrúar 1983. Lengdur 1993.
Nöfn: Sléttanes ÍS 808 og núverandi nafn: Hrafn GK 111.
21.01.2010 16:11
Jón E. Bjarnason SF 3 / Dalaröst ÞH 40 / Dalaröst GK 150 / Hans Jakob GK 150

1639. Jón E. Bjarnason SF 3 © mynd Snorrason

1639. Dalaröst ÞH 40 © mynd Hafþór Hreiðarsson 2007

1639. Dalaröst GK 150 © mynd Emil Páll 2008

1639. Hans Jakob GK 150 © mynd Emil Páll, í janúar 2009

1639. Hans Jakob GK 150 © mynd Emil Páll 2009

1639. Hans Jakob GK 150 © mynd Emil Páll, 20. jan. 2010
Smíðanúmer 39 hjá Tronderverfet A/S, Hommelvik, Noregi 1978. Lengdur í Noregi 1982 ( Hornfirðingar létu lengja hann áður en þeir sigldu honum heim).
Nöfn: Rolant II (Færeyjum), Rolant II (Noregi), Jón E. Bjarnason SF 3, Dalaröst ÁR 63, Dalaröst ÞH 40, Dalaröst GK 150 og núverandi nafn: Hans Jakob GK 150.
21.01.2010 15:18
Árni Jónsson KE 109 / Þjóðbjörg GK 110 / Heimdallur GK 110 / Fannar EA 29

1958. Árni Jónsson KE 109 © mynd Hafþór Hreiðarsson

1958. Þjóðbjörg GK 110 © mynd Hafþór Hreiðarsson

1958. Heimdallur GK 110 © mynd Emil Páll 2009

1958. Heimdallur GK 110 © mynd Emil Páll 2009

1958. Fannar EA 29 © mynd Guðmundur St. Valdimarsson 2009
Framleiddur af Júlía Boats í Maristad, Svíþjóð 1988. Skutgeymir o.fl. 1997 og 2002. Endurbyggður hjá Plastverki, Sandgerði 1999-2002 og þá skipt um stýrishús, báturinn stækkaður, borðhækkaður og.fl. eftir að hafa stórskemmst i eldi í Ólafsvíkurhöfn 13. september 1999. Lengdur 2000.
Nöfn: Mikley SF 128, Sigurvík SH 117, Trausti KE 73, Trausti BA 66, Patrekur BA 66, Árni Jónsson KE 109, Þjóðbjörg GK 110, Heimdallur GK 110 og núverandi nafn: Fannar EA 29.
21.01.2010 14:54
Í vari á Vogavíkinni

Torbor © mynd Kan Smith / MarineTraffic

Torbo © mynd Frenger65 / MarineTraffic
21.01.2010 14:49
Sandgerðingur GK 280

127. Sandgerðingur GK 280 © mynd í eigu Þórodds Sævars Guðlaugssonar
21.01.2010 00:15
Sex myndir af ellefu nöfnum - enn vantar því myndir af 5 nöfnum
Hér birtast sex myndir af þeim ellefu nöfnum sem báturinn hefur borið. Þau nöfn sem birtast eru: Guðbjartur Kristján ÍS 280, Víkingur III ÍS 280, Tjaldanes ÍS 522, Kristbjörg II HF 85, Valberg VE 10 og Valberg II VE 105. Þá vantar myndir af eftirtöldum nöfnum: Víkingur III GK 280, Sandgerðingur GK 280, Ólafur Þorsteinsson SK 77, Sæfaxi VE 25 og Skussi.
127. Guðbjartur Kristján ÍS 280 © mynd Jóhann M.
127. Víkingur III ÍS 280 © mynd Snorrason
127. Víkingur III ÍS 280 © mynd Snorrason
127. Víkingur III ÍS 280 © mynd Emil Páll 1989
127. Tjaldanes ÍS 522 © mynd Tryggvi Sig.
127. Kristbjörg II HF 75 © mynd Tryggvi Sig.
127. Kristbjörg II HF 75
127. Valberg VE 10 © mynd Hafþór Hreiðarsson 2006
127. Valberg II VE 105 © mynd Emil Páll
F.v. 127. Valberg II VE 105, 1855. Ósk KE 5 og 1074. Valberg VE 10 © mynd Emil Páll
Smíðanr. 75 hjá Flekkefjord Slipp og Maskinfabrikk A/S, Flekkifjord, Noregi 1964. Breytt í skemmtibát 1998 og síðan aftur í fiskiskip 2003 og 2006 í vaktbát í Norðursjó. Afskráður 31. október 2008 og átti þá að brytjast niður af Hringrás hf., í Njarðvíkurslipp, en af því hefur enn ekki orðið.
Kom fyrst til Sandgerðis sem Víkingur III 22. júlí 1989. Báturinn lá eins og hvert annað yfirgefið skipsflak með Tjaldanes-nafninu í Hafnarfjarðarhöfn frá 1994 til 2001 að hann var færður fyrir í Hafnarfjarðarslipp og eftir áramótin 2001/02 var hafist handa um að mála hann upp og era sjókláran á ný. Var hann síðan við bryggju í Hafnarfirði fram í miðjan apríl 2003 að honum var siglt til Njarðvikur til útgerðar á ný.
Nöfn: Guðbjartur Kristján ÍS 280, Víkingur III ÍS 280, Víkingur III GK 280, Sandgerðingur GK 280, Ólafur Þorsteinsson SK 77, Tjaldanes ÍS 522, Sæfaxi VE 25, Skussi, Kristbjörg II HF 75, Valberg VE 10 og Valberg II VE 105
20.01.2010 20:47
Helga RE 49 / Þórir SF 77 / Þórir SF 177

91. Helga RE 49 © mynd Snorri Snorrason

91. Helga RE 49 © mynd Snorrason

91. Þórir SF 77 © mynd Hafþór Hreiðarsson 2002

91. Þórir SF 177 © mynd ríkivatnajökuls
Smíðanúmer 6 hjá Thaules Mek. Verksted, Nygard, Haugasundi, Noregi 1956. Lengdur 1974. Yfirbyggður 1986.
Helga RE 49 var ávallt gerð út frá Suðurnesjum bæði á vertíðum og síðan á rækjuveiðum við Eldey og var skipið aflahæsti báturinn í Keflavík oft á tíðum, að mig minnir undir skipstjórn Hauks Bergmanns.
Þegar nýr Þórir kom til Hornafjarðar á síðasta ári var þessu skipi lagt.
Nöfn: Vigo, Haförninn GK 321, Helga RE 49, Þórir SF 77 og núverandi nafn: Þórir SF 177.
20.01.2010 18:10
Arney SH 2 / Arney KE 50 / Jón Sör ÞH 220 / Frosti II ÞH 220 / Eyrún EA 155 - öll íslensku nöfnin

1094. Arney SH 2 © mynd Emil Páll

1094. Arney KE 50 © mynd Snorrason

1094. Jón Sör ÞH 220 © mynd Emil Páll

1094. Frosti II ÞH 220 © mynd Snorrason

1094. Eyrún EA 155 © mynd Þorgeir Baldursson
Smíðanúmer 33 hjá Dröfn hf., Hafnarfirði 1970 eftir teikningu Egils Þorfinnssonar. Yfirbyggður 1982. Úreldingastyrkur samþykktur í des. 1994, seldur úr landi til Noregs 30. mars 1995. Breytt í skemmtileiguskip í Osló, Noregi 1995. Seldur síðan í niðurrif hjá Fornaest, Danmörku í okt. 2007.
Nöfn: Arney SH 2, Arney KE 50, Jón Sör ÞH 330, Frosti II ÞH 220, Eyrún EA 155 og Eyrún.
20.01.2010 16:42
Hans Jakob GK 150






1639. Hans Jakob GK 150 © myndir Emil Páll, 20. janúar 2010
20.01.2010 13:27
Magnús KE 46

1677. Magnús KE 46 © mynd Erling Brim Ingimundarson
20.01.2010 13:12
Haförn ST 63 og Díva ST 18

6666. Haförn ST 63 © mynd Erling Brim Ingimundarson

6715. Díva ST 18 © mynd Erling Brim Ingimundarson
20.01.2010 13:01
Örvar HU 21 og Sléttanes ÍS 808
1598. Örvar HU 21, smíðaður á Akureyri 1982 © mynd Þór Jónsson
1628. Sléttanes ÍS 808, smíðað á Akureyri 1983 © mynd Þór Jónsson
