Færslur: 2010 Janúar
24.01.2010 10:56
Síðasti kletturinn

977. Búðaklettur GK 251 © teikning Axel E

977. Venus GK 519, í Leirík 10. des. 1970 © mynd Shetland Museum

977. Arnarnes HF 52 © mynd Snorrason

977. Jakob Valgeir ÍS 84 © mynd Snorrason

977. Flosi ÍS 15 (myndin fyrir ofan greinina) © mynd google, ieinarsson

977. Sandrine © mynd Tryggvi Sig.

977. Sandrine K 17/15/96 © mynd Tryggvi Sig.
Smíðaður hjá Ankerlokken Verft A/S í Florö í Noregi 1964 og átti þrjú íslensk systurskip. Seldur úr landi til Afríku 15. apríl 1997. Eftir söluna var skipið tekið í gegn í Skipalyftunni í Vestmannaeyjum og skipt um nafn á því áður en það fór til sinna heimkynna í Cameroon í Afríku. Sökkt við bryggju fljótlega eftir að skipið kom til Cameroon. Þar var áhöfnin að verki við að sökkva skipinu vegna launadeildna við útgerðaaðilan. Hvort því var náð aftur upp er ekki vitað.
Þar sem skip þetta var síðasta skip Jóns Gíslasonar í Hafnarfirði, gekk það undir nafninu Síðasti kletturinn.
Búðaklettur var mest gerður út frá Grindavík og Venus frá Keflavík. En flest af skipum Jóns voru gerð út frá Grindavík.
Nöfn: Búðaklettur GK 251, Venus GK 519, Arnarnes HF 52, Arnarnes ÍS 400, Jakob Valgeir ÍS 84, Flosi ÍS 15 og Sandrine K 17/15/96. Ekki er vitað meira um skipið, eftir að því var sökkt.
23.01.2010 23:51
Gullver NS 12 / Skógey SF 53 / Bergur FD 400

974. Gullver NS 12

974. Gullver NS 12

974. Gullver NS 12 © mynd batarogskip, Torfi Haraldsson

974. Skógey SF 53, í Njarðvíkurslipp © mynd Tryggvi Sig.

974. Skógey SF 53, © mynd Jón Haukur

974. Skógey SF 53 og Vísir SF 64 á Seyðisfirði © mynd Jón Haukur

974. Skógey SF 53 og Vísir SF 64 á síldveiðum á Seyðisfirði © mynd Jón Haukur

974. Skógey SF 53 © mynd Jón Páll

974. Skógey SF 53 © mynd í eigu Emils Páls

Bergur FD 400 © mynd af Shipspotting

Bergur FD 400 © mynd af Shipspotting 2007

Bergur FD 400 © mynd af Shipspotting
Smíðanúmer 410 hjá Elbe Werdt Gmbh, Boizenburg, Þýskalandi 1965, eftir teikningu Hjálmars R. Bárðarsonar, Yfirbyggður hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur hf., 1988. Eftir að allt rafmagn skipsins skemmdist i eldi í Sandgerðishöfn í júlí 1995, var ákveðið að úrelda skipið. Var því siglt frá Sandgerði áleiðis til Spánar á bilinu 15. til 20. apríl 1996 af Grétari Mar Jónssyni.
Raunar átti í upphafi að afhenda skipið í Englandi, en kaupandinn lét ekki sjá sig og var því ákveðið að leggja skipinu þar og áhöfnin færi heim með flugi, en kvöldið áður kom maður, sem keypti skipið óvænt og sá var Spánverji, sem skráði skipið síðan í Englandi. Var skipið afskráð úr íslenskum skipastóli 3. maí 1996.
Gekk undir nafninu Austur-Þýski öldungurinn, því hann var lengi vel eini af 18 systurskipum sem ekki höfðu verið farið í gegn um veigamiklar breytingar, ss. stækkun og lengi vel yfirbyggingu. Af þessum hópi systurskipa er talið að 75-90% hafi haft einhverja viðdvöl í fiskiskipaflota Suðurnesjamanna.
Nöfn: Gullver NS 12, Gullberg NS 11, Akurey II SF 53, Skógey SF 53, Bergur Vigfús GK 53 og Bergur FD 400.
23.01.2010 19:55
Árvík RE 260 / Árvík RE 264 - Njarðvík - Reykhólahreppur
1735. Árvík RE 260, í eigu aðila í Njarðvík, en er í Grófinni © mynd Emil Páll
1735. Árvík RE 265, í eigu aðila í Króksfirði, Reykhólahreppi © mynd Jón Halldórsson, holmavík.123.is
Smíðaður hjá Mánavör hf., Skagaströnd 1986. Lengdur 1991, skutlenging 1995, skráður sem þjónustubátur 2003.
Tekinn á land í Njarðvíkurslipp í mars 2003 og þann 25. mars var hann fluttur á flutningabíl inn Reykjavesbraut og spurning hvort hann fór ekki þá í Reykhólahreppinn.
Nöfn: Særós NK 86, Árvík RE 260 og núverandi nafn: Árvík RE 264
23.01.2010 19:37
Oddgeir ÞH 222 / Baldur Árna ÞH 222

158. Oddgeir ÞH 222 © mynd Jón Páll

158. Baldur Árna ÞH 222 © mynd Hafþór Hreiðarsson
Smíðanúmer 103 hjá K. Hakvoort Scheepswerdt, Monnikendam, Hollandi 1963. Yfirbyggður að hluta 1981 og verkið klárað að fullu 1985. Seldur til Kanada í sept 2009.
Bátnum var lagt í september 2003, seldur úr landi til Hollands í maí 2008, en sú sala gekk til baka og var síðan að lokum seldur til Kanada i sept. 2009.
Nöfn: Oddgeir ÞH 222, Baldur Árna ÞH 222 og núverandi nafn: Francoise.
23.01.2010 17:23
Loftur Baldvinsson EA 124 / Hagbarður KE 116 / Gunnar Bjarnason SH 25

144. Loftur Baldvinsson EA 124 © mynd Skipamyndir, Hreiðar Olgeirsson

144. Hagbarður KE 116 © mynd Emil Páll

144. Hagbarður KE 116 © mynd Emil Páll

144. Gunnar Bjarnason SH 25 © mynd Hafþór Hreiðarsson
Smíðanúmer 3 hjá Hjörungavaag Mek. Verksted A/S, Hjörungavaag, Noregi, en skrokkurinn var smíði nr. 48 hjá Ankelökken Verft A/S í Florö, Noregi 1963, eftir teikningu Sveins Ágústssonar. Kom í fyrsta sinn til Dalvíkur 16. júlí 1963. Yfirbyggður 1985. Seldur úr landi til Noregs 1995 og síðan fór hann í pottinn, en ekki vitað hvert né hvenær.
Nöfn: Loftur Baldvinsson EA 124, Baldur EA 124, Baldur RE 2, Hagbarður KE 116 og Gunnar Bjarnason SH 25. Ekki er vitað um nafn hans í Noregi.
23.01.2010 15:16
Vörður EA 748 í Keflavík í dag
Eins og áður hefur komið fram hefur Vörður EA 748 verið í slipp í Reykjavík, bæði viðhaldi og ekki síður vegna viðgerðar á perunni, en leki kom að henni, en skipið keyrði á hafnargarðinn í Njarðvík fyrir rúmri viku er það kom inn í snældu vitlausu veðri. Í dag kom skipið úr slipp og kom þá til Keflavíkur þar sem menn undirbjuggu það til næstu veiðiferðar, en sökum brælu og áframhaldandi slæmrar veðurspá liggur skipið eitthvað við bryggju í Keflavík. Tók ég eftirfarandi myndasyrpu er skipverjarnir voru að gera klárt um borð nú síðdegis.






2740. Vörður EA 748, í Keflavík í dag © myndir Emil Páll 23. janúar 2010
23.01.2010 14:06
Gunnólfur ÓF 35 / Freyfaxi KE 10 / Óli Toftum KE 1 / Jakob SF 66 / Júlíus ÁR 111
Alltaf fannst mér þetta vera voða stór trébátur, en hér birtast myndir af fimm nöfnum sem hann bar, en myndir vantar af tveimur til viðbótar.
58. Gunnólfur ÓF 35 © mynd Snorri Snorrason
58. Freyfaxi KE 10 © mynd Snorri Snorrason
58. Óli Toftum KE 1 © mynd Emil Páll
58. Jakob SF 66 © mynd Snorri Snorrason
58. Júlíus ÁR 111 © mynd Tryggvi Sig.
Smíðaður í Korsör í Danmörku 1956. Stækkaður 1980. Úreltur 1988. Fargað 3. feb. 1989.
Nöfn: Gunnólfur ÓF 35, Freyfaxi KE 10, Óli Toftum KE 1, Jakob SF 55, Dröfn SI 67 og Júlíus ÁR 111.
23.01.2010 13:56
Guðrún Jónsdóttir ÍS 267 / Hafberg GK 377 / Óli Hall HU 14 / Hera ÞH 60

67. Guðrún Jónsdóttir ÍS 267 © mynd batarogskip, Torfi Haraldsson

67. Hafberg GK 377 © mynd Snorrason

67. Óli Hall HU 67 © mynd Hafþór Hreiðarsson 2007

67. Hera ÞH 60 © mynd Emil Páll
Smíðanúmer 72 hjá Flekkefjord Slipp & Maskinfabrikk Verksted A/S, Flekkefjord, Noregi 1962, Lengdur 1982, yfirbyggður 1987.
Kom í fyrsta sinn til heimahafnar á Blönduósi eftir að hafa verið keyptur þangað, sunnudaginn 20. febrúar 2005.
Nöfn: Guðrún Jónsdóttir ÍS 267, Hafberg GK 377, Óli Hall HU 14 og núverandi nafn: Hera ÞH 60.
23.01.2010 00:00
Myndir af sjö nöfnum af þrettán

973. Dagfari ÞH 40 © mynd í eigu Ljósmyndasafns Akraness

973. Dagfari ÞH 40 © mynd Skipamyndir. Hreiðar Olgeirsson

973. Ljósfari ÞH 40 © mynd af google, ljósm.: ókunnur

973. Ljósfari RE 102 © mynd Snorrason

973. Björg Jónsdóttir ÞH 321
© mynd af google, ljósm. ókunnur

973. Sigla SI 50 © mynd af google, ljósm.: ókunnur

973. Sigla SI 50 © mynd Snorrason

973. Sigurður Jakobsson ÞH 320 © mynd af google, ljósm: ókunnur

973. Sigurður Jakobsson ÞH 320 © mynd Hafþór Hreiðarsson

973. Jón Steingrímsson RE 7 © mynd sk.siglo

973. Jón Steingrímsson RE 7 © mynd frá Færeyjum

973. Jón Steingrímsson RE 7 © mynd frá Færeyjum

973. Jón Steingrímsson RE 7 © mynd frá Færeyjum
Smíðanúmer 409 hjá V.E.B. Elbewerft, Boizenburg, Þýskalandi 1965, eftir teikningu Hjálmars R. Bárðarsonar. Yfirbyggður 1977. Lengdur 1979. Rifinn í Smedegaarde í Esbjerg, Danmörku í júní 2008.
Átta að rífa niður í Krossanesi við Eyjafjörð í nóv. 2007, en ekkert varð af því og því fór hann í eftirdragi með Strák SK (1100) til Danmerkur í júní 2008, báðir á leið í pottinn.
Nöfn: Dagfari ÞH 40, Ljósfari ÞH 40, Kári Sölmundarson RE 102, Ljósfari RE 102, Galti ÞH 320, Björg Jónsdóttir ÞH 321, Björg Jónsdóttir II ÞH 320, Sigla SI 50, Sigurður Jakobsson ÞH 320, Straumnes RE 7 og Jón Steingrímsson RE 7.
Þær myndir sem vantar eru af eftirfarandi nöfnum: Kári Sölmundarson RE 102, Galti ÞH 320, Björg Jónsdóttir II ÞH 320 og Straumnes RE 7.
22.01.2010 17:54
Bjarnveig RE 98 / Tjaldanes ÍS 522 / Von SF 101 / Sandvik HM 123

1944. Bjarnveig RE 98 © mynd Snorrason

1944. Tjaldanes ÍS 522 © mynd Snorrason

1944. Von SF 101 © mynd Snorrason

1944. Von SF 101 © mynd af google, ljósm. ókunnur

Sandvik HM 123 ex 1944 © mynd af google, ljósm.: ókunnur
Smíðanúmer 49 hjá Slippstöðinni hf. Akureyri 1988. Afskráður 27. sept. 2004 og seldur til Danmerkur
Í árslok 2000 var báturinn tekin á land í Kópbavogshöfn og var þar til í september 2001.
Nöfn: Bjarnveig RE 98, Tjaldanes ÍS 522, Tjaldanes II ÍS 522, Von SF 1, Von SF 101, Afturelding, Aðalvík BA 109 og Sandvík HM 123.
22.01.2010 15:11
Ófeigur II VE 324

706. Ófeigur II VE 324 © mynd Snorri Snorrason

706. Ófeigur II VE 324 © mynd úr safni Tryggva Sig.
Smíðaður í Brandenburg, Þýskalandi 1959 eftir teikningu Hjálmars R. Bárðarsonar. Miklar endurbætur, m.a. skipt um allar lagnir o.fl. unnar í Njarðvík af Vélsmiðjunni Herði hf. og lauk framkvæmdum 1983. Fórst við Bjarnareyjar á Breiðafirði 31. okt. 1983 með með þeim honum fórust þrjú, en Landhelgisgæsluþyrlan Rán, bjargaði þremur áhafnarmeðlimum af skeri.
Nöfn: Ófeigur II VE 324, Hlein ÁR 18 og Haförn SH 122.
22.01.2010 15:01
Ófeigur III VE 325



707. Ófeigur III VE 325 © ein myndanna er úr safni Tryggva Sig, en ekki vitað hverjir tóku hinar myndirnar.

707. Ófeigur III VE 325, á strandstað © mynd Valur
Smíðaður í Hollandi 1954, Lengdur Akranesi 1965. Strandaði við Þorlákshöfn 20. febrúar 1988 og eyðilagðist.
Báturinn bar aðeins þetta eina nafn.
22.01.2010 12:40
Höfrungur AK 91 / Harpa GK 101

597. Höfrungur AK 91

597. Höfrungur AK 91 © mynd í eigu Ljósmyndasafns Akraness

597. Harpa GK 101 © mynd Snorrason

597. Harpa GK 101, eins og hann lítur út í slippnum á Akranesi í dag
Smíðaður á Akranesi 1955. Hleypt af stokkum 14. janúar 1956. Seldur til Portúgal 14. okt. 1986.
Þrátt fyrir að hafa formlega verið seldur til Portúgal 14. okt. 1986, lá báturinn í Hafnarfjarðarhöfn og eins stóð hann lengi uppi í Skipasmíðastöðinni Dröfn hf. og síðan var hann við bryggju hjá Norma hf. Garðabæ. Bátnum var breytt, eða a.m.k. hafin vinna við að breyta honum, í skemmtiferðaskip, en þó fór hann aldrei úr landi sem slíkt. Frá 1995 hefur hann staðið uppi í slippnum á Akranesi og er fyrir löngu orðinn nánast ónýtur að sjá.
Nöfn: Höfrungur GK 91, Harpa GK 111 og Harpa GK 101.
22.01.2010 12:19
Dröfn EA 396 / Björn KE 95

344. Dröfn EA 396 © mynd Kiddi Hall

344. Björn KE 95 © mynd Snorri Snorrason
344. Björn KE 95. Segja má að beinagrindin hafi staðið uppi vel á annan áratug í Dráttarbraut Eyrarbakka © mynd Tryggvi Sig.
Smíðaður i Faaborg, Danmörku 1916. Stækkaður 1945. Kom fyrst til landsins og þá á Kljálströnd 30. jan. 1917 og var farinn til línuveiðar suður fyrir land tíu dögum síðar. Talinn ónýtur 23. nóv. 1965. Beinagrindin af bátnum stóð uppi vel á annan áratug í Dráttarbraut Eyrarbakka, a.m.k. fram til 1974.
Nöfn Dröfn TH 224, Dröfn EA 396, Björn GK 396, og Björn KE 95.
22.01.2010 09:56
Ingiber Ólafsson GK 35 / Eyfellingur VE 206 / Dröfn RE 135 / Sjöstjarnan VE 92

601. Ingiber Ólafsson GK 35 © mynd batarogskip

601. Eyfellingur VE 206 © mynd Snorrason

601. Dröfn RE 135 © mynd Snorrason

601. Sjöstjarnan VE 92 © mynd Tryggvi Sig.
Smíðanúmer 36 hjá Marsellíusi Bernhardssyni, Ísafiri 1961. Kom til Keflavikur 8. júlí 1961. Stórviðgerð Njarðvík 1972. Fiskiskip til 1973, þá hafrannsóknarskip og síðan aftur fiskiskip frá 1989. Fórst hálfa sjómílu V af Elliðaey á samt einum manni, 20. mars 1990.
Nöfn: Ingiber Ólafsson GK 35, Eyfellingur VE 206, Eyfellingur KE 114, Pólstjarnan KE 9, Dröfn RE 135 og Sjöstjarnan VE 92.
