Færslur: 2010 Janúar
01.01.2010 21:28
Eftir að Maríu Júlíu var sökkt
16, mars 1975 kom upp eldur í Maríu Júlíu í Patreksfjarðarhöfn og var þá gripið til þess ráðs að sökkva skipinu í höfninni til að slökkva eldinn. Bátnum var þó náð fljótlega upp á ný og síðan endurbyggður í Skipasmíðastöð Njarðvíkur hf. Hér sjáum við myndir frá því þegar bátnum er náð upp á yfirborðið að nýju, en myndirnar er úr Flota Patreksfjarðar og tók Óli Rafn Sigurðsson þá efstu en Halldór Þórðarson hinar.





© myndir úr Flota Patreksfjarðar, Óli Rafn Sigurðsson (þá efstu) og Halldór Þórðarson





© myndir úr Flota Patreksfjarðar, Óli Rafn Sigurðsson (þá efstu) og Halldór Þórðarson
Skrifað af Emil Páli
01.01.2010 20:40
Bátar sem voru í eigu Festi - myndir og saga
Jæja, þá hef ég leikinn á ný, á nýju ári, árinu 2010, enda hef ég enga færslu sett inn síðan í fyrra. Fyrsta færslan er í tilefni af því að í dag tók Völusteinn ehf., við rekstri þrotabús Festis og þar með urðu 6 þilfarskip og kvóti sem þeim fylgdi fluttur frá Grindavík til, ja, Bolungavíkur, Reykjavíkur eða Hafnarfjarðar. En Völusteinn er með lögheimili í Bolungavík, höfuðstöðvar í Reykjavík, en mun halda áfram með fiskvinnslu Festis í Hafnarfirði. - Hér birti ég myndir af bátunum sex og segi sögu þeirra hvers fyrir sig.

2641. Anna GK 540 © mynd Guðmundur St. Valdimarsson
Af gerðinni Sómi 1200 og með smíðanr. 401 frá Bátastöð Guðmundar í Hafnarfirði 2005. Var notaður sem auglýsingabátur hjá framleiðanda í hringferð um landið sumarið 2005.
Hefur aðeins borið þetta eina nafn: Anna GK 540.

2395. Ásdís GK 218 © mynd Emil Páll
Stálbátur með smíðanr. 61 hjá Skipasmíðastöðinni ehf., Ísafirði 1999.
Festi ehf., keypti stóran hlut í útgerðarfélaginu Þiljum ehf., á Bíldudal veturinn 2007 og yfirtók í framhaldinu fljótlega rekstur skipisins og færði það yfir á Festi
Nöfn: Brík BA 2 og Ásdís GK 218.

2545. Baddý GK 116 © mynd Emil Páll
Af gerðinni Örninn frá Plastverki framleiðslu ehf., í Sandgerði 2002 og var sjósettur í Sandgerðishöfn laugardaginn 12. október 2002. Smíði hans laus þó um vorið og stóð hann allt sumarið úti á auðu svæði við Iðavelli í Keflavík. Útgerð hófst á bátnum frá Grindavík í desember 2002.
Báturinn var smíðaður sem hraðfiskibátur, svokölluð tvíbytna með skíði, niður með síðunum sem átti að gera það að verkum að hann væri mjög stöðugur, rásfastur og lipur. Bátur þessi var fyrsti sinnar tegundar í heiminum. Ganghraði bátsins voru 29 sjómílur.
Báturinn var lengdur um 2 metra hjá Plastverki framleiðslu ehf, í Sandgerði og skutgeymar fjarlægðir í nóv. 2003. Yfirbyggður hjá Sólplasti ehf., Sandgerði sumarið 2007.
Nöfn: Örninn GK 62, Baddý GK 277, Baddý SI 277 og Baddý GK 118.

2400. Hafdís GK 118 © mynd Emil Páll
Skrokkur bátsins var fluttur inn frá Skipasmíðastöðinni Crist í Gdansk í Póllandi og smíði kláruð að öðru leiti með smíðanr. 4 hjá Ósey hf. í Hafnarfirði 1991. Hönnun, tekinun og eftirlit með smíðinni var í höfnum Skipa- og véltækni ehf., Keflavík. Báturinn var sjósettur 30. júní 1999 og afhentur eigendur í ágúst sama ár. Yfirbyggður og breytt í línuveiðiskip í Skipasmíðastöð Njarðvíkur hf. 2007, þó einnig gerður út á dragnót.
Nöfn: Valur SH 322, Valur HF 322, Ósk KE 5 og Hafdís GK 118.

2575. Hildur GK 117 © mynd Emil Páll
Af gerðinni Cleopatra 38 frá Trefjum ehf., Hafnarfirði 2003. Yfirbyggður 2006.
Fyrsti beitiningavélabáturinn sinnar tegundar á Vestfjörðum.
Nöfn: Huldu Keli ÍS 333, Freyr KÓ 77, Freyr SI 77, aftur Freyr KÓ 77, Freyr ÞH 12 og Hildur GK 117.

2632. Vilborg GK 320 © mynd Emil Páll
Af gerðinni Spútnik-15, með smíðanr. 1 hjá Spútnik bátum ehf. Akranesi og samstarfsverkefni við Þorgeir og Ellert hf., Akranesi 2005. Sjósettur 22. júlí 2005.
Nöfn: Eyrarberg GK 60 og Vilborg GK 320.

2641. Anna GK 540 © mynd Guðmundur St. Valdimarsson
Af gerðinni Sómi 1200 og með smíðanr. 401 frá Bátastöð Guðmundar í Hafnarfirði 2005. Var notaður sem auglýsingabátur hjá framleiðanda í hringferð um landið sumarið 2005.
Hefur aðeins borið þetta eina nafn: Anna GK 540.

2395. Ásdís GK 218 © mynd Emil Páll
Stálbátur með smíðanr. 61 hjá Skipasmíðastöðinni ehf., Ísafirði 1999.
Festi ehf., keypti stóran hlut í útgerðarfélaginu Þiljum ehf., á Bíldudal veturinn 2007 og yfirtók í framhaldinu fljótlega rekstur skipisins og færði það yfir á Festi
Nöfn: Brík BA 2 og Ásdís GK 218.

2545. Baddý GK 116 © mynd Emil Páll
Af gerðinni Örninn frá Plastverki framleiðslu ehf., í Sandgerði 2002 og var sjósettur í Sandgerðishöfn laugardaginn 12. október 2002. Smíði hans laus þó um vorið og stóð hann allt sumarið úti á auðu svæði við Iðavelli í Keflavík. Útgerð hófst á bátnum frá Grindavík í desember 2002.
Báturinn var smíðaður sem hraðfiskibátur, svokölluð tvíbytna með skíði, niður með síðunum sem átti að gera það að verkum að hann væri mjög stöðugur, rásfastur og lipur. Bátur þessi var fyrsti sinnar tegundar í heiminum. Ganghraði bátsins voru 29 sjómílur.
Báturinn var lengdur um 2 metra hjá Plastverki framleiðslu ehf, í Sandgerði og skutgeymar fjarlægðir í nóv. 2003. Yfirbyggður hjá Sólplasti ehf., Sandgerði sumarið 2007.
Nöfn: Örninn GK 62, Baddý GK 277, Baddý SI 277 og Baddý GK 118.

2400. Hafdís GK 118 © mynd Emil Páll
Skrokkur bátsins var fluttur inn frá Skipasmíðastöðinni Crist í Gdansk í Póllandi og smíði kláruð að öðru leiti með smíðanr. 4 hjá Ósey hf. í Hafnarfirði 1991. Hönnun, tekinun og eftirlit með smíðinni var í höfnum Skipa- og véltækni ehf., Keflavík. Báturinn var sjósettur 30. júní 1999 og afhentur eigendur í ágúst sama ár. Yfirbyggður og breytt í línuveiðiskip í Skipasmíðastöð Njarðvíkur hf. 2007, þó einnig gerður út á dragnót.
Nöfn: Valur SH 322, Valur HF 322, Ósk KE 5 og Hafdís GK 118.

2575. Hildur GK 117 © mynd Emil Páll
Af gerðinni Cleopatra 38 frá Trefjum ehf., Hafnarfirði 2003. Yfirbyggður 2006.
Fyrsti beitiningavélabáturinn sinnar tegundar á Vestfjörðum.
Nöfn: Huldu Keli ÍS 333, Freyr KÓ 77, Freyr SI 77, aftur Freyr KÓ 77, Freyr ÞH 12 og Hildur GK 117.

2632. Vilborg GK 320 © mynd Emil Páll
Af gerðinni Spútnik-15, með smíðanr. 1 hjá Spútnik bátum ehf. Akranesi og samstarfsverkefni við Þorgeir og Ellert hf., Akranesi 2005. Sjósettur 22. júlí 2005.
Nöfn: Eyrarberg GK 60 og Vilborg GK 320.
Skrifað af Emil Páli
