Færslur: 2009 Desember
02.12.2009 18:36
Quantus PD 379 / Elliði GK 445 / Elliði
Quantus PD 379 © mynd Shipspotting.com
2253. Elliði GK í höfn á Akranesi
2253. Elliði GK 445 © mynd úr safni Emils Páls, ljósmyndari ókunnur
T 253. Elliði © mynd Shipspotting. com
T 253. Elliði © mynd Shipspotting. com
Smíðanr. 24 hjá Voldens Skipsværft A/S, Fosnavaag, Noregi 1979. Lengdur Bretlandi 1994. Seldur til Tasmaníu í Ástalíu í lok ágúst 2002. Fór þó ekki fyrr en í lok október og tók siglingin þangað 50 daga.
Kaup undirrituð í lok júlí 1995, með fyrirvara um að seljendur fengju nýsmíði eða eldra skip í staðinn fyrir 15. september 1995. Það gekk ekki eftir og var skipið því ekki afhent fyrr en 15. apríl 1996. Kom skipið til heimahafnar í Sandgerði 21. apríl 1996.
Nóta- og flottogsveiðiskip með níu RSW sjókælitönkum fyri raflan er rúma alls 1000 fermetra, og geta borið 1000 tonn af loðnu eða síld eða 7-800 tonn af sjókældum fiski.
Nöfn: Quantus N 334, Quantus PD 379, Elliði GK 445 og Elliði T 253.
02.12.2009 18:26
Ruglaðist á Reykjavík og Reyðarfirði
Haft var samband við skipið. Kom í ljós að áhöfn skipsins taldi Reykjavík vera Reyðarfjörð. Samstundis var stefnu skipsins breytt og er það nú á réttri leið til hafnar.
Sýnir þetta atvik nauðsyn fjareftirlits stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar og vakandi eftirfylgni vaktstjóra hennar en á hverjum sólarhring, yfir vetrarmánuðina eru á annað hundrað skip á siglingu innan íslenska hafsvæðisins en getur farið allt upp í áttahundruð skip yfir sumartímann.

Nordana Teresa © mynd broders af vesseltracker.com
Mynd og texti af vef Landhelgisgæslunnar.
02.12.2009 15:42
Búðaklettur GK 251 / Venus GK 519
977. Búðaklettur GK 251 © teikning Axel E.
977. Venus GK 519, í Leirvík © mynd Shetland Museum
Smíðaður hjá Ankerlokken Verft A/S í Florö, Noregi 1964. Seldur úr landi til Afríku 15. apríl 1997.
Var einn af fjórum systurskipum, en hin voru 239. Fróðaklettur GK 250, nú Kristbjörg HF 177. 233. Akurey RE 6, nú Erling KE 140 og 258. Snæfugl SU 20, sem var seldur til Afríku og síðan til Chile og að lokum til Mexíkó.
Þar sem þetta skip var síðasta skip Jóns Gíslasonar í Hafnarfirði, en hann gerði út fjölmörg skip, fékk hann viðurnefnið ,,Síðasti kletturinn".
Nöfn: Búðaklettur GK 251, Venus GK 519, Arnarnes HF 52, Arnarnes ÍS 400, Jakob Valgeir ÍS 84 og Flosi ÍS 15.
02.12.2009 10:38
Sonja B SH 172 / Daníel SI 152
482. Sonja B SH 172, í Keflavíkurhöfn © mynd Emil Páll
482. Sonja B. SH 172 © mynd Emil Páll
482. Daníel SI 152, á Siglufirði © mynd Þorgeir Baldursson 2009
482. Daníel SI 152, á Siglufirði © mynd Þorgeir Baldursson 2009
Smíðanr. 4 hjá Skipasmíðastöð Hafnarfjarðar (Júlíus Nýborg), Hafnarfirði 1943, eftir teikningu Egils Þorfinnssonar. Kjölurinn lagður í ágúst 1942 og báturinn var sjósettur 8. mars 1943 og afhentur í apríl 1943. Endurbyggður hjá Skipavík hf., Stykkishólmi 1976-78. Átti að fargast 13. mars 1992 en hefur frá þeim tíma a.m.k. staðið uppi í slippnum á Siglufirði.
Nöfn: Guðmundur Þórðarson GK 75, Fálknanes SF 77, Guðmundur RE 19, Þorleifur Magnússon SH 172, Sonja B. SH 172, Bakkavík ÁR 100, Bjarnavík ÁR 13, Bjarnavík ÁR 20 og Daníel SI 152.
02.12.2009 00:00
Karim / Wilson Muuga / Selnes
Karim ex Wilson Muuga
Karim ex Wilson Muuga
Wilson Muuga ex Selnes
Wilson Muuga ex Selnes
Wilson Muuga ex Selnes á strandstað fyrir neðan Hvalsneskirkju
Selnes
Selnes © myndir Shipspotting.com
01.12.2009 20:38
Skarfur / Lucky Star / Faxaborg (Sierra Leone)
1023. Skarfur GK 666, í Grindavík © mynd Emil Páll 2003
Lucky Star, með heimahöfn í Zansibar í Tansaníu, á Stakksfirði í feb. 2009
Lucky Star, í Færeyjum © mynd Shipphotting, Regin Tokilsson í mars 2009
Faxaborg ex Lucky Star, í Hollandi og í eigu Hollendinga en með heimahöfn í Freetown, Sierra Leone © mynd Shippotting okt. 2009
Þar sem svo stutt er síðan saga skipsins var sögð verður aðeins nafnalistinn birtur aftur:
Sléttanes ÍS 710, Sölvi Bjarnason BA 65, Eyjaver VE 7, Fylkir NK 102, Skarfur GK 666, Faxaborg SH 207, Lucky Star og núverandi nafn Faxaborg.
01.12.2009 19:53
Stapafell / Salango
1545. Stapafell, í heimahöfn sinni Keflavík © mynd Emil Páll
Salango © mynd Shipspotting
Smíðanr. 763 hjá J. G. Hitzlers Schiffswerft, Lauenburg, Elbe, Þýskalandi 1979. Hljóp af stokkum 2. júní 1979 og kom fyrst til landsins 16. okt. og þá til Hafnarfjarðar, en til heimahafnar í Keflavík 17. okt. 1979. Selt úr landi til Ekvador í maí 2001.
Nöfn: Stapafell og Salango
01.12.2009 19:19
Bláfell
29. Bláfell. í Reykjavíkurhöfn © myndir Emil Páll
Smíðað hjá Neorion C. Michanouigha, Syros Grikklandi 1961. Selt úr land 15. júní 2000. En þrátt fyrir söluna lá það í nokkur ár við bryggju í Reykjavík og var að lokum rifið í Daníelsslipp, Reykjavík 2005 eða 2006.
Nöfn: Ekki er vitað hvaða nafn það bar í Grikklandi áður en það kom hingað til lands 1962 og fékk þá nafnið Bláfell.
01.12.2009 19:08
Sigurbjörg KE 14
740. Sigurbjörg KE 14, í Keflavíkurhöfn © mynd Emil Páll
Smíðaður í Strandby, Danmörku 1946. Báturinn var úreltur 4. nóv. 1986. Þegar átti að farga bátnum fóru menn með hann norður fyrir Rit og opnuðu þeir ventla, en vegna veðurs vildu þeir ekki hanga yfir honum meðan hann færi niður. Endalok bátsins hafði verið fyrirséð og því var hann skilinn eftir sökkvandi á reki. Versnandi veður mun hinsvegar hafa valdið því að sú gamla rak upp fyrr en varði og brotnaði þar í spón. Það mun svo hafa verið ærinn starfi hjá Gæslunni ásamt fleirum að hirða stórvið úr bátnum á reki um allan sjó.
Sem Sigrún AK 71 lenti báturinn í miklum hrakningum á norðanverðum Faxaflóa 4. og 5. janúar 1952.
Nöfn: Sigrún AK 71, Sigurbjörg KE 98, Sigurbjörg KE 14 og Sigrún KE 14.
01.12.2009 18:42
Caroline Theresa - Svilas - Wilson Mersin - Wilson Sund
Caroline Theresa © mynd Marine Traffic, Mummi
Svilas © Marine Traffic, Eduard Choroskin
Wilson Mersin © mynd Marine Traffic, Allan Flood
Wilson Sund © mynd Marine Traffic, Stan Laundon
01.12.2009 16:54
Bergur VE 44 / Álsey VE 2 / Carpe Diem HF 32
1031. Bergur VE 44 © mynd Þorgeir Baldursson
1031. Álsey VE 2, á Eyjafirði © mynd Þorgeir Baldursson 2006
1012. Que Vadis HF 23 , 1031. Carde Diem HF 32 og 2724. Que Sera Sera HF 26 í Morocco © mynd Svafar Gestsson
Smíðanr. 263 hjá Linströl Skips- og batbyggeri, Risör, Noregi 1967. Yfirbyggður 1977. Lengdur 1977. Gagngerðar endurbætur, lenging o.fl. í Nauta Shipyard Ltd, í Póllandi, haustið 1996. Endurlengdur og byggður 1997 og aftur 1999 og þá var upprunalega skipið horfið.
Nöfn: Magnús NK 72, Hrafn Sveinbjarnason III GK 11, Valaberg GK 399, Bergur VE 44, Álsey VE 2, Álsey II VE 24, Álsey og núverandi nafni Carpe Diem HF 32.
01.12.2009 15:55
Auðunn loks kominn úr slipp
2043. Auðunn kominn í sitt gamla stæði í Keflavíkurhöfn. Maður frá Bakkastál að vinna við bátinn í dag, 1. des. 2009
2043. Auðunn tilbúinn til sandblásturs
Sandblástur hafinn
Sandblæstri að mestu lokið
2043. Auðunn á siglingu fyrir nokkrum árum
Tveir starfsmenn frá Bakkastáli og starfsmaður frá Reykjaneshöfn stilla sér upp fyrir ljósmyndarann í dag 1. des. 2009 © myndir Emil Páll
01.12.2009 15:50
Oddeyrin komin í Samherjalitina
2750. Oddeyrin EA 210 í nýjum búningi, í slippkvínni á Akureyri í dag © mynd Þorgeir Baldursson 1. des. 2009.
Á síðu Þorgeirs eru fleiri myndir og umfjöllun um breytingarnar.
01.12.2009 11:42
Steinunn Finnbogadóttir BA 325
245. Steinunn Finnbogadóttir BA 325 frá Tálknafirði, í Njarðvíkurslipp í morgun © mynd Emil Páll 1. des. 2009
01.12.2009 00:33
Rostock
Á sl. sumri heimsótti Gunnar Jóhannsson, borgina Rostock sem áður tilheyrði fyrrum Austur-Þýskalandi og birtum við hér fjórar myndanna sem hann tók, en allar sýna þessar fjórar eitthvað er tengist sjávarútvegi eða siglingum.
Rostock, í Þýskalandi, áður Austur-Þýskalandi © myndir Gunnar Jóhannsson sumarið 2009
