Færslur: 2014 September
03.09.2014 19:34
Reiðarslag: Morgundagurinn er síðasti veiðidagurinn á makrílveiðum
skessuhorn.is
Makrílveiðar smábáta stöðvaðar eftir morgundaginn - reiðarslag segja smábátasjómenn
Á morgun, fimmtudaginn 4. september, er síðasti dagurinn sem smábátum verður leyft að veiða makríl á þessari vertíð. Koma þessi tíðindi mönnum í opna skjöldu en mokveiði og búist við að leyft yrði að veiða langt fram í september. Samkvæmt reglugerð atvinnumálaráðueytisins, sem birt var í Stjórnartíðindum í dag, segir: „Frá og með 5. september 2014 eru makrílveiðar með línu og handfærum bannaðar sbr. 1. tölulið 2. gr. reglugerðar nr. 376/2014, um stjórn makrílveiða íslenskra fiskiskipa árið 2014, með síðari breytingum.“ Sjómenn krókabáta sem stunda makrílveiðar eru vægast sagt undrandi yfir vinnubrögðum stjórnvalda og hversu skamman tíma þeir hafa til að ljúka veiðum. Flestir gerðu þeir ráð fyrir að veitt yrði langleiðina út september. Skessuhorn ræddi nú síðdegis við þrjá makrílveiðisjómenn á bryggjunni í Ólafsvík og voru þeir í einu orði sagt rasandi yfir þessari fyrirvaralausu stöðvun, enda er mokveiði á makríl í hafnarkjaftinum í Ólafsvíkurhöfn.
„Ég má ekki vera að því að tala við þig“
Guðbjartur Gissurarson skipstjóri á Emmu II SI var ósáttur og vildi skora á ráðherra sjávarútvegsmála að auka kvótann hið snarasta, enda mjög blóðugt að hætta í mokveiði. „Þetta er fíflaskapur i ráðamönnum og ekkert annað. Að auki er makríllinn ránfiskur sem étur seiðin frá LÍÚ. Ég verð að drífa mig út aftur,“ sagði Guðbjartur „það er skammur tími til stefnu og mokveiði á miðunum,“ bætti hann við og var þar með rokinn um borð í bát sinn.
Á að veiða sem mest af þessum ránfiski
Þorvarður Jóhann Guðbjartsson útgerðamaður Guðbjarts SH, var alls ekki ánægður með þau tíðindi að stöðva makrílveiðar svona fyrirvaralaust. „Auðvitað á að veiða meðan fiskurinn er hér alveg upp í bæjarkæknum,“ segir Þorvarður. „Það er mokveiði og ég skil ekki þessa ákvörðun en það var svo sem viðbúið í þessum skrípaleik stjórnmálamanna,“ bætir Þorvarður við. „Makrílveiðarnar hafa komið vel út í sumar hjá okkur þrátt fyrir að vera aðeins um einn mánuð að veiðum, er aflinn kominn vel yfir 100 tonn. Auðvitað á að veiða sem mest af þessum ránfiski,“ sagði Þorvarður Jóhann. „Þetta er bara til að bæta gráu ofan á svart. Síðustu ár hef ég gert út tvo báta á línuveiðar en ýsuskerðingin var mikil og er ég aðeins með 68 tonn af ýsu en 457 tonn af þorski og get því ekki gert út annan bátinn á næstu vertíð. Hvernig á að gera út tvo báta með svona litlar heimildir í ýsu,“ spyr Þorvarður og svarar sjálfum sér; „Það er bara ekki hægt. Ég varð að segja upp fjórum starfsmönnum hjá mér út af þessari vitleysu fiskifræðinga,“ sagði hann að lokum.
Fengu bara fjóra daga
„Þetta er bara fáránlegt og blóðugt,“ segir Ólafur Friðbert Einarsson skipstjóri á Ólafi HF. „Þetta er tóm steypa að hætta í svona mokveiði og einmitt þegar makríllinn er sem verðmætastur. Við vorum að bíða eftir löndun og fengum 300 kíló í hafnarkjaftinum á meðan við vorum að bíða. Það er makríll allsstaðar,“ segir Ólafur ennfremur og bætir við að ekki megi gleyma þeim strandveiðibátum sem ætluðu á makrílveiðar en fá einungis bara fjóra daga á veiðum. „Þetta kostaði þá margar miljónir að græja sig á þessar veiðar. Ég get ekki séð betur en þetta sé ólögleg aðgerð stjórnvalda að stöðva þetta svona.“ Aðspurður um aflabrögð í sumar segir Ólafur þá vera komna með 180 tonn. „Ég verð að drífa mig út aftur,“ sagði Ólafur og tók stefnuna á miðin.
© mynd og texti: Alfons Finnsson
03.09.2014 19:20
Gottlieb GK 39, í Keflavíkurhöfn, í gær
![]() |
2622. Gottlieb GK 39, í Keflavíkurhöfn, í gær © mynd Emil Páll, 2. sept. 2014
03.09.2014 18:19
Frú Magnhildur GK 222, í Gullvagninum, í Skipasmíðastöð Njarðvíkur, í gær
![]() |
1546. Frú Magnhildur GK 222, í Gullvagninum, í Skipasmíðastöð Njarðvíkur, í gær © 2. sept. 2014
03.09.2014 17:18
Esja ( ný) í Reykjavík
![]() |
1150. Esja (ný) í Reykjavík © mynd Emil Páll, 1971
03.09.2014 16:17
Birgir RE 323, í Hafnarfirði - alveg nýr
![]() |
![]() |
1116. Birgir RE 323, í Hafnarfirði - alveg nýr © myndir Emil Páll, 11. júlí 1970
03.09.2014 15:16
Valþór GK 123, á Keflavíkinni, í gær
![]() |
1081. Valþór GK 123, á Keflavíkinni, í gær © mynd Emil Páll, 2. sept. 2014
03.09.2014 14:15
Helga Guðmundsdóttir BA 77 o.fl. á sjómannadaginn, á Patreksfirði - syrpa í kvöld
![]() |
1076. Helga Guðmundsdóttir BA 77 o.fl. á sjómannadaginn, á Patreksfirði © mynd Birgir Guðbergsson, 1980 - í kvöld birtist fyrri syrpan af lífinu um borð og af skipinu sjálfu sem Birgir tók er hann var skipverji um borð. Syrpan sem birtist í kvöld er frá loðnuveiðum 1980
03.09.2014 13:45
Glaður KE 67, að koma í fyrsta sinn til heimahafnar - og Ólafur KE 49, í Keflavíkurhöfn
![]() |
1065. Glaður KE 67 og 708. Ólafur KE 49, í Keflavíkurhöfn © mynd Emil Páll, 1968 og þarna er Glaður að koma í fyrsta sinn til heimahafnar.
03.09.2014 13:14
Njarðvík: Sægrímur kominn aftur, hentaði ekki fyrir eldið
Í gær sótti Grímsnes GK 555, Sægrím GK til Stykkishólms og komu skipin til Njarðvíkur i gærkvöldi.
Eins og margir muna var Sægrímur seldur í fiskeldi og átti að breyta honum í Stykkishólmi, en ekkert hefur orðið af því, þar sem skipið hentaði ekki til þess verkefnis og varð niðurstaðan því sú að skipið kæmi aftur suður.
![]() |
||||
|
|
03.09.2014 12:19
Eldey KE 37, í Keflavíkurhöfn
![]() |
1061. Eldey KE 37, í Keflavíkurhöfn © mynd Emil Páll, 1968
03.09.2014 11:12
Eldey KE 37, ný og Vatnajökull ex Hvítanes, í Reykjavíkurhöfn
![]() |
1061. Eldey KE 37, ný og 216. Vatnajökull ex Hvítanes, í Reykjavíkurhöfn © mynd Emil Páll, 1968
03.09.2014 10:11
Glaður KE 67 - nýr og danskt flutningaskip í Keflavíkurhöfn
![]() |
1065. Glaður KE 67 , nýr og danskt flutningaskip, í Keflavíkurhöfn © mynd Emil Páll, 1968
03.09.2014 09:10
Hákon ÞH 250, á loðnuveiðum
![]() |
1059. Hákon ÞH 250, á loðnuveiðum © mynd Birgir Guðbergsson, 1980
03.09.2014 08:16
Arnþór GK 20, í Keflavíkurhöfn - búið að opna bugtina fyrir snurvoðinni
Oft var mikil eftirvænting af 1. september, ekki eingöngu af því að þá hæfist nýtt kvótaár, heldur ekki síður hér syðra, að þann dag var opnað fyrir dragnótaveiðar í Bugtinni. Var oft mikil líf fyrstu daganna sökum þess síðarnefnda, en nú er öldin önnur, því aðeins einn bátur landar í Keflavík, þrír að ég held í Sandgerði.
![]() |
2325. Arnþór GK 20, snurvoðabátur í Keflavíkurhöfn, í gærkvöldi © mynd Emil Páll, 2. sept. 2014
AF FACEBOOK:
Gísli Aðalsteinn Jónasson 4 Bátar í Bugtinni. Örn og Njáll landa í Sandgerði og Aðalbjörg í Reykjavík.
03.09.2014 07:00
Vísir SH 77, í Keflavíkurhöfn, í gær
![]() |
![]() |
![]() |
||||
|
|
1926. Vísir SH 77, í Keflavíkurhöfn, í gær © myndir Emil Páll, 2. sept. 2014






















