Færslur: 2014 September

07.09.2014 06:00

Á fullri ferð

 

                                      Á fullri ferð © mynd Emil Páll, 1967

06.09.2014 21:58

12 myndir í viðbót, frá Vestmannaeyjum í dag


                                   968. Glófaxi VE 300 og 2363. Kap VE 4


                                                      968. Glófaxi VE 300


                                                1062. Kap II VE 7


                                                       1595. Frár VE 78


                        2040. Drangavík VE 80 og 347. Blátindur VE 21


                                                         2198. Þór o.fl.


                                    2273. Lóðsinn í fjárflutningum


                                         2273. Lóðsinn í fjárflutningum


                                                           2363. Kap VE 4


                                                        2777. Víkingur


                                                  2812. Heimaey VE 1


           Í Vestmannaeyjum í dag, 2. hl. © myndir Tryggvi, 6. sept. 2014

 

AF FACEBOOK:

Guðni Ölversson Glófaxinn er ótrúlega flottur og vel viðhaldinn bátur. Ég var á honum á síld sumarið 1968. Þá var skælst um allan sjó. Frá Norðursjónum til Svalbarða þar sem við fengum 3 fullfermistúra í röð og sigldum með þá á Eskifjörð Lönduðum síðan þremur fullfermisttúrum í Haförnin þarna norður frá áður en aftur var haldiðí Norðursjóinn

06.09.2014 21:00

Vestmannaeyjar í dag: Stígandi - Suðurey - Bylgja - Dala-Rafn - Uggi

Tryggvi var á ferð í Eyjum í dag og tók þessar myndir og sendi mér:


                                               1664. Stígandi VE 77


                                                   2020. Suðurey ÞH 9


                                                 2025. Bylgja VE 75


                                                   2758. Dala - Rafn VE 508


                                                   6229. Uggi VE 272

               Í Vestmannaeyjum í dag © myndir Tryggvi, 6. sept. 2014

06.09.2014 20:31

Sæmundur Fróði, með Gullvagninum til sjávar - og siglir síðan út

Hér sjáum við Sæmund Fróða á leið með Gullvagninum í Skipasmíðastöð Njarðvíkur til sjávar og síðan er báturinn siglir út Njarðvíkurhöfn

 

 

            7080. Sæmundur Fróði, á leið í sjó hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur, með Gullvagninum


                                       Báturinn laus frá Gullvagninum


                                                      Bakkað út


 


                Stefna tekin út úr Njarðvíkurhöfn © myndir Emil Páll, 4. sept. 2014

06.09.2014 20:11

Herjólfur ( ekki núverandi)

 

                1461. Herjólfur © mynd Birgir Guðbergsson

06.09.2014 19:20

Freyr SF 20 o.fl. á reknetum við Hornafjörð

 

 

 

             1286. Freyr SF 20 o.fl., á reknetum við Hornafjörð © myndir Birgir Guðbergsson, 1979

06.09.2014 18:19

Doddi SH 222, áður en hann sökk og nú 24um árum síðar

Nokkra athygli vakti þegar fréttir bárust af því að Ólafur Bjarnason SH, hefði fengið bátsflak í dragnótina rétt utan við Ólafsvík. Í fyrstu sýndu myndir af flakinu ekki mikið, en síðan birti Vísir myndir sem sýna að báturinn er merkilega vel útlítandi þrátt fyrir að hafa verið í 24 ár á botninum. Hér koma tvær myndir sem sýna flakið og svo ein mynd af bátnum áður en hann sökk

             

             1691. Doddi SH 222, smíðaður á Akranesi 1985, sökk rétt utan við Ólafsvík, 1990


             1304. Ólafur Bjarnason SH 137, sem fékk flakið í snurvoðina og flakið af 1691. Dodda SH 222, híft á land © mynd Vísir, Þröstur Albertsson, 4. sept. 2014


            Flakið af 1691. Dodda SH 222, komið upp á flutningavagn, ótrúlega heillegt eftir að hafa legið á sjávarbotni í 24 ár © mynd Vísir, Þröstur Albertsson, 4. sept. 2014

06.09.2014 17:18

Samskip Akrafell - Aðalsteinn Jónsson SU 11 og Vilhelm Þorsteinsson EA 11 - smá syrpa

Hér koma nokkrar myndir sem Óðinn Magnason tók í dag í tilefni af strandi skipsins sem heitir Samskip Akrafell, en fjölmiðlar og aðrir nefna aðeins Akrafell

 


 


 


                                           Samskip Akrafell, á strandstað

                  

                                       2669. Aðalsteinn Jónsson SU 11

                                      2410. Vilhelm Þorsteinsson EA 11

                          © myndir Óðinn Magnason, í dag, 6. sept. 2014

 

06.09.2014 16:45

Skipið er laust að framan situr fast á klettanibbu. Sjór eykst í vélarrúminu. Mengun ekki sjáanleg.

Af vef Landhelgisgæslunnar:

Varðskipið Þór undirbýr brottför frá Reykjavík til aðstoðar við björgun flutningaskipsins Akrafells.

 

 

Nú er nýlokið samráðsfundi Landhelgisgæslu, Umhverfisstofnunar, Samgöngustofu og Samskipa þar sem ákveðin voru næstu skref vegna strands flutningaskipsins Akrafells við Vattarnes. Unnið er að brottför varðskipsins Þórs frá Reykjavík og er áætlað að hann komi á strandstað um miðjan dag á morgun Þór tekur þá við vettvangsstjórn af varðskipinu Ægir sem og dráttartaug sem nú er yfir í fjölveiðiskipið Aðalsteinn Jónasson SU. Lóðsbáturinn Vöttur er á staðnum og bíður átekta. Um tuttugu manns eru við vinnu um borð í Akrafelli, sex úr áhöfn skipsins, fjórir frá Landhelgisgæslunni og ellefu manns frá björgunarsveitum Slysavarnarfélagsins Landsbjargar.

Skipið er laust að framan en það virðist sitja fast á klettanibbu. Sjór hækkar enn í vélarrúmi skipsins og virðast dælur ekki hafa undan. Engin mengun er sjáanleg. Kafarar vinna nú að því að meta stöðuna varðandi skemmdir á botni skipsins.

Við ákvörðun næstu skrefa er horft til þess að lágmarka áhættu með hliðsjón af umhverfisvá en fyrst og síðast að tryggja öryggi allra þeirra aðila sem koma að aðgerðinni.

Fylgst er náið með framvindu mála og staðan endurmetin eftir upplýsingum og aðstæðum hverju sinni.

Næsti samráðsfundur Landhelgisgæslunnar með Umhverfisstofnun, Samgöngustofu, Samskipum og Hafrannsóknastofnun verður haldinn kl. 17:30.

06.09.2014 16:20

Ljósnótt 2014 - góð þátttaka þrátt fyrir rigningarúða

Það hlé sem varð hér á síðunni frá hádegi stafaði af því að í dag er aðalhátíðisdagurinn á Ljósanótt 2014 og þar tók ég þessar fjórar skyndimyndir á símann minn. Þrátt fyrir rigningarúða var mikið fjölmenni á hátíðarsvæðinu.


 


 


 

                       © myndir Emil Páll, 6. sept. 2014

06.09.2014 12:13

Gosi HU 121, tók niðri í Sandgerði í gærmorgun - og tekinn upp í slipp í Njarðvík í gærdag

Í gærmorgun þegar Gosi HU 121 var að leggjast að í Sandgerðishöfn undir einn af löndunarkrönunum tók hann niðri í höfninni. Eftir að hafa losnað prufaði skipstjóri bátsins að segja astikið niður og er taka átti það upp aftur var það ekki hægt. Þar með var ljóst að það hafi eitthvað skekkst við þetta. Ákveðið var því að sigla til Njarðvíkur og eftir hádegi í gær var báturinn tekinn upp í Gullvagninn hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur, til að gera við astikstautinn.


 


 

               1914. Gosi HU 102, á leið með Gullvagninum upp í slippinn
 

                     Báturinn kominn í Skipasmíðastöð Njarðvíkur, í gær


             Astikstauturinn skemmdur © myndir Emil Páll, í gær, 6. sept. 2014

            

06.09.2014 11:00

3 ÁR bátar og einn fyrrum ÁR bátur, saman í höfn í Njarðvík, í gær

Hérna sjáum við saman fjóra báta í Njarðvíkurhöfn sem allir eiga það saman að vera ýmist nú með ÁR númer eða hafa haft slíkt áður

 
 

            2405. Andey GK 66 ex ÁR 10, 2298. Anna María ÁR 109, 1829. Máni ÁR 70 og 1887. Máni II ÁR 7, í Njarðvíkurhöfn, í gær © myndir Emil Páll, 5. sept. 2014

06.09.2014 10:31

Akrafellið beygði ekki inn fjörðinn og sigldi því í strand

ruv.is:

Akrafell strandaði við Vattarnes. RÚV-mynd: Rúnar Snær Reynisson.
 
 

Flutningaskipið Akrafell var að koma frá Akureyri þegar það strandaði við Vattarnes klukkan fimm í morgun. Skipið var á leið til Reyðarfjarðar en af einhverjum ástæðum beygði það ekki inn fjörðinn heldur hélt för sinni áfram þar til það strandaði við Vattarnes. Þar stöðvaðist það á grjóti á fjöru.

Nú verður beðið eftir flóði sem verður um hádegisbil en þá þykja mestar líkur á að skipið náist á flot. Dráttartaug var komið í Akrafell frá Aðalsteini Jónssyni SU í morgun. Varðskipið Ægir er væntanlegt um hádegisbil og tekur þá við hvort tveggja dráttartauginni og vettvangsstjórn. Nú hefur björgunarskipið Hafbjörg frá Neskaupstað vettvangsstjórn með höndum.

Enn hefur ekki tekist að ná tökum á lekanum. Enn berst meiri sjór inn í vélarrúm og lagnagang skipsins en tekst að dæla úr því. Ekki er sjáanlegur leki í lest. Sex skipverjar eru enn um borð ásamt sex til átta björgunar- og slökkviliðsmönnum sem vinna við dælingu. Ekki er komið í ljós hvar á kilinum sjór lekur inn í skipið en kafarar af Ægi kanna botn skipsins þegar varðskipið kemur á vettvang. Mengunar hefur ekki orðið vart við skipið en unnið er að því að koma mengunarvarnargirðingum á staðinn.

06.09.2014 10:00

Oddur V. Gíslason, tekinn upp í Gullvagninn, í gær

Í gær var björgunarskipið Oddur V. Gíslason, frá Grindavík tekið upp í Gullvagninn hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur, en báturinn er að koma í botnhreinsun.


 


 


                2743. Oddur V. Gíslason, í Gullvagninum, hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur, í gær © myndir Emil Páll, 5. sept. 2014

06.09.2014 09:21

Óttast olíuleka úr skipinu

ruv.is:

Akrafell á strandstað í morgun. Aðalsteinn Jónsson og Vilhelm Þorsteinsson eru þar rétt hjá. RÚV-mynd: Rúnar Snær Reynisson.
 

Búið er að koma fjórum dælum um borð í flutningaskipið Akrafell sem strandaði við Vattarnes milli Reyðarfjarðar og Fáskrúðsfjarðar um klukkan fimm í nótt. Þá hefur verið komið fyrir taug úr Akrafelli í fiskiskipið Aðalstein Jónsson sem kom til aðstoðar ásamt Vilhelmi Þorsteinssyni.

Einnig eru björgunarskip og léttbátar á vettvangi og nokkrir björgunarsveitarmenn eru komnir um borð til að aðstoða við að dæla sjó úr skipinu. Mikill sjór komst í vélarrúm Akrafells við strandið. Óttast er um olíuleka en talið er að rúmlega 140 rúmmetrar af svartolíu og um 40 af dísilolíu séu í skipinu. Boðað hefur verið til samráðsfundar Umhverfisstofunar, Samskipa og Landhelgisgæslunnar af þeim sökum. Þrettán eru í áhöfn, frá Austur-Evrópu og Filippseyjum. Skipverjar eru ekki í hættu og beinist starfið nú að því að bjarga skipinu. Logn er og lygn sjór. Lágfjara var þegar Akrafell strandaði. Það hreyfist nokkuð á strandstað en er stöðugt. Skipið strandaði rétt utan við vitann við sunnanverðan Reyðarfjörð.

Ár er síðan Akrafell bættist í flota Samskipa. Það var keypt notað, byggt í Kína 2003 og er systurskip Pioneer Bay sem hefur verið notað við strandsiglingar hérlendis.