Færslur: 2014 September

11.09.2014 08:31

Gullþór KE 70, í Njarðvíkurhöfn

 

 

 

             1686. Gullþór KE 70, í Njarðvíkurhöfn © myndir Emil Páll í apríl 1990

11.09.2014 07:00

Sólrún ÍS 1, í höfn í Njarðvík

 

                1679. Sólrún ÍS 1, í höfn í Njarðvík © mynd Emil Páll, 1984

11.09.2014 06:00

Guðmundur BA 78, í höfn á Akranesi

 

             1673. Guðmundur BA 78, í höfn á Akranesi © mynd Emil Páll, 1987

10.09.2014 21:00

Faxi GK 84, Ísbjörn GK 87 - Jón & Margeir - Sandgerði, Garður

Í dag fylgdist ég með þegar Margeir Jónsson hjá Jóni & Margeir, í Grindavík, mætti niður á Sandgerðishöfn, til að taka tvo báta á land. Fyrst var það Ísbjörn GK 87 sem var hífður upp á bíl Jóns & Margeirs og fluttur nokkra metra og settur þar niður. Þá var það Faxi GK 84 sem var í smábátahöfninn í Sandgerði og sigldi yfir að hafnargarðinum þar sem hann var hífður upp á bílinn og fluttur þaðan út í Garð, nánast heim til sín og þar verður hann trúlega geymdur i vetur.

7103. Ísbjörn GK 87


               7103. Ísbjörn GK 87 við bryggjuna og Jón & Margeir mættir á staðinn


                                        Báturinn hífður upp úr sjónum


 


                                      Báturinn kominn upp á bílinn

              Búið að flytja bátinn um nokkra betra eða þangað sem hann mun standa


                 7103. Ísbjörn GK 87, kominn á þann stað sem hann átti að fara

 

7426. Faxi GK 84

                    7426. Faxi GK 84, siglir út úr smábátahöfninni, í Sandgerði


                                  Hér stefnir hann á hafnargarðinn


             7426. Faxi GK 84, kemur upp að hafnargarðinum og sem kraninn frá Jóni & Margeir, bíður tilbúinn til að lyfta honum upp


 


                       Hér er búið að hífa bátinn upp á bílinn


 


                                   Þá hefst flutningurinn á næsta stað...


                                         ...en fyrst þarf að snúa við...


                                     ...og svo er ekið upp hafnargarðinn


                Hér fer báturinn með Jóni & Margeiri eftir þjóðveginum milli Sandgerðis og Garðs


                             Þá eru þeir komnir á Garðbrautina, í Garði


 


                 Hér endar flutningurinn, en ég mátti því miður ekki vera að því að fylgjast með því þegar báturinn væri hífður af bílnum á þann stað sem hann mun trúlega verða í vetur

                                             © myndir Emil Páll, 10. sept. 2014

 

 
 

10.09.2014 20:00

Uppgerð hafin á Pilot BA-6

 

Feðgarnir Guðmundur  Björn Birkisson og faðirinn Birkir Þór Guðmundsson, hafa skemmtilegt áhugamál og hér sjáum við grein á heimasíðu þeirra http://hraun2.is/index.php/pilot

 

 

Núna er hafið næsta verkefni hjá okkur feðgum. Það er uppgerð á eikarbát sem kallast Pilot BA-6, en hann hefur staðið í höfninni á Bíldudal í um 10 ár. Við höfum þegar hafist handa að gera bátinn kláran til flutnings suður. Það hafa núna farið um 10 dagar í það að þétta bæði byrðinginn og dekk til þess að sporna fyrir leka. Þegar við tókum við Pilot var hann að leka um 120 lítra á klukkstund, en núna er lekinn horfinn. Hérna eru nokkra myndir af okkur að vinna í bátnum á Bíldudal.


 


 


 


 


 


 


 


 


 

 
 

Til þess að komast í byrðinginn undir sjólínu varð að taka bátinn upp í fjöru og láta fjara undan honum og það var gert þegar flóð var á Bíldudal, um kl 22 á föstudags kvöldi. Það fjaraði undan honum um nóttina og við feðgar vorum mættir að vinna í honum kl 4 um nóttina. Þegar flæddi aftur inn létum við Pilot leggjast á hina hliðina og unnum í henni fram eftir degi. Þegar flæddi aftur inn á laugardagskvöldinu vorum við búnir að klára að slá í báðar hliðar bátsins

Báturinn er smíðaður á Fárskrúðsfirði 1967, 14,95 m. að lengd og 25 brúttótonn og var fyrsta nafn hans Hafborg KE 54.

 

Emil Páll © emilpall.123.is

Báturinn var smíðaður af þeim merkilega manni Einari Sigurðssyni húsa- og skipasmíðameistara og hans stafsmönnum. Einar fæddist á Djúpavogi 8. apríl 1897. Foreldrar hans, Guðrún Ragnheiður Ögmundsdóttir frá Svínhólum í Lóni og Sigurður Einarsson úr Hálsþinghá í Berufirði. Fjölskyldan fluttist að Búðum í Fáskrúðsfirði árið 1901. Um tvítugt hélt Einar til Reykjavíkur, vann og nam um skeið í trésmiðju Völundar og lauk hann jafnframt iðnskólanámi og varð meistari í húsasmíði. Eftir það fór hann til náms og starfa í húsasmíði á Sandnesi í Noregi. Síðar lærði Einar skipateikningar í Reykjavík og hlaut meistararéttindi í skipasmíði. Árið 1921 snýr Einar heim til Fáskrúðsfjarðar og hófst handa við iðngrein sína. Stofnaði hann trésmíðafyrirtæki með Benedikt Sveinssyni húsasmið sem hlaut nafnið Trésmíðaverksmiðja Austurlands. Verkstæðishúsin voru lengst af innst í Búðaþorpi skammt fyrir utan svokallaðan Odda. Verkstæðið var því jafnan kennt við Odda og nefnt Oddaverkstæðið.

 

Smíði árabáta var meðal þess fyrsta sem Einar tók sér fyrir hendur. Bátar og bátasmíðar urðu mestu áhugamál hans þó skal því ekki gleymt að hann sinnti ætíð af miklum dugnaði annarri smíði víða um austfirði s.s. húsasmíði og gerð hafnarmannvirkja. Einnig lágu fyrir honum fjöldi viðhaldsverkefna í heimabyggð og í fjórðungnum.

 

Einari var einstakur maður, mannkostamaður að öllu leyti, áreiðanlegur og traustur fram í fingurgóma og ekki þurfti skriflegan verksamninga því að orð stóðu. Í uppgerðina er farið að auðmíkt og tryggð við uppruna og sögu bátsins. Einnig er þakklæti í huga fyrir það traust sem Strandmennigarfélag Akureyrar hefur snýnt okkur með því að láta varðveislu bátsins í okkar hendur. Eykur að mjög á tryggð við viðfangsefnið að báturinn tengist fjölskyldunni. Þannig að Einar Sigursson er móður afi konu Birkis hennar Kristínar Albertsdóttur. Þess má einnig geta að þetta var síðasti þilfarsbáturinn sem smíðaður var undir sjórn Einars í Odda.

Til að heiðra minningu hins merka manns, Einars Sigurðssonar, mun báturinn verða nefndur eftir honum og bera nafnið Einar í Odda.

Netfang þeirra feðga er: http://hraun2.is/index.php/pilot

10.09.2014 19:30

Hrafnreyður KÓ 100, í Sandgerði, í dag

 

 

 

             1324. Hrafnreyður KÓ 100, í Sandgerði, í dag © myndir Emil Páll, 10. sept. 2014

10.09.2014 19:00

Polar Amaroq GR 18-49, að koma til Helguvíkur rétt fyrir kl. 18 í dag


 


              Polar Amaroq GR 18-49 að koma til Helguvíkur rétt fyrir kl. 18 í dag, til að landa makríl úr Grænlensku landhelginni © myndir Emil Páll 10. sept. 2014

 

10.09.2014 18:30

Jón Gunnlaugs ST 444, í Sandgerði, í dag

 

              1204. Jón Gunnlaugs ST 444, í Sandgerði, í dag © mynd Emil Páll, 10. sept. 2014

10.09.2014 18:00

Gunnar Hámundarson GK 357, að koma inn til Keflavíkur í dag, úr róðri


                500. Gunnar Hámundarson GK 357, að koma inn til Keflavíkur í dag, úr róðri © mynd Emil Páll, 10. sept. 2014

10.09.2014 17:43

Hans Jakob GK 150, koma með 245. Steinunni Finnbogadóttur RE 325, til Njarðvíkur

 

            1639. Hans Jakob GK 150, koma með 245. Steinunni Finnbogadóttur RE 325, til Njarðvíkur og aðstoðar 2219. Seigur, bátanna © mynd Emil Páll, 13. nóv. 2009

10.09.2014 15:16

Einar Benediktsson BA 377 / Keilir RE 37

           1615. Einar Benediktsson BA 377, í höfn í Vestmannaeyjum © mynd úr Flota Táknfirðinga, Sigurður Bergþórsson
 

 


               1615. Keilir RE 37, í Njarðvíkurhöfn © mynd Emil Páll

        

10.09.2014 14:15

Geir KE 67 / Faxi RE 24


              1581. Geir KE 67, í Keflavíkurhöfn © mynd Emil Páll

 

 

             1581. Faxi RE 24, í Reykjavíkurhöfn © mynd Emil Páll, í ágúst 2009

10.09.2014 13:14

Ragnar GK 233 o.fl., í höfn í Keflavík

 

                1533. Ragnar GK 233 o.fl., í höfn í Keflavík © mynd Emil Páll, fyrir xx árum

10.09.2014 12:18

Ólafur Jónsson GK 404 á leið út frá Keflavík

 

              1471. Ólafur Jónsson GK 404 á leið út frá Keflavík © mynd Emil Páll, fyrir xx árum

10.09.2014 11:12

Bremen, í Reykjavík

 

            Bremen, í Reykjavík © mynd Sigurður Bergþórsson, í sept. 2014