Færslur: 2014 September

09.09.2014 12:13

Sennilega norskur síldarbátur

 

               Sennilega norskur síldarbátur © mynd Sigurður Bergþórsson, Þráinn Hjartarson

09.09.2014 11:12

VARDøJENTA F-190-V í Vardø, Noregi - Íslensk smíði

 

            VARDøJENTA F-190-V í Vardø, Noregi - Íslensk smíði © mynd Marine Traffic, Svein W Pettersen, 6. apríl 2014

09.09.2014 10:11

Húsavík, 1968

 

                                             Húsavík 1968 © mynd Emil Páll

09.09.2014 09:10

Tundurspillir, á sundunum við Reykjavík

 
 

                           Tundurspillir, í Reykjavík © myndir Emil Páll, 1973

09.09.2014 08:37

Erlingur SF 65 og Arnarberg ÁR 150, í Belgíu

 

           1379. Erlingur SF 65 og 1135. Arnarberg ÁR 150 í Ghent, Belgíu © mynd shipspotting, Peter Wyntin, 20. nóv. 2013

09.09.2014 07:00

Fanney RE 4

 

                48. Fanney RE 4 © mynd  Sigurður Bergþórsson, Þráinn Hjartarson

09.09.2014 06:00

Á reknetaveiðum við Hornafjörð

 

               Á reknetaveiðum við Hornafjörð © mynd Birgir Guðbergsson, haustið 1979

08.09.2014 20:50

Fönix ST 177 í Skipasmíðastöð Njarðvíkur, í dag - margar myndir, sagan í stuttu máli o.fl.

Rétt eftir að Fjólan fór úr Njarðvík kom þessi bátur, en ég var að bíða eftir honum, en þar sem skyggni var mjög slæmi rigning og hálfgerð þoka var erfitt að sjá hvort hann væri að koma. Ástæðan fyrir komu bátsins til Njarðvíkur var að Skipasmíðastöð Njarðvíkur býður upp á að bátarnir séu málaðir inni í húsi, sem er mjög gott sérstaklega þegar tíðin er eins og hún er nú.

Auk mynda sem ég tók þegar báturinn kom í dag frá Hafnarfirði til Njarðvíkur eru líka myndir af bátnum í sleðanum á leið upp í slippinn. Þá geri ég þessum báti örlítið meiri skil því ég birti sögu hans í stuttu máli, þó ekki mjög stuttu og síðan birti ég myndir af honum undir tveimur af þeim nöfnum sem hann bar á Suðurnesjum hér áður fyrr.

Hér koma myndir dagsins:


             177. Fönix ST 177, nálgast Njarðvíkurhöfn, en þoka kemur í veg fyrir að hann sjáist mjög vel


 


 


 


                          Hér kemur hann að bryggju í Njarðvíkurhöfn, í dag


                  Báturinn kominn í sleðann og leiðin upp í slippinn er hafin


                         Hér er báturinn kominn á land og á leið upp slippinn


                           Það fer ekki á milli mála að þennan þarf að mála


              Þessa mynd tók ég af slippbryggjunni og upp slippinn


             177. Fönix ST 177, í Skipasmíðastöð Njarðvíkur, í dag © myndir Emil Páll, 8. sept. 2014

 

Þessi hefur borið tæplega 20 skráningar á rúmri hálfri öld, brunnið, strandað og er ennþá að

Sagt er að kötturinn eigi sér 8 líf, en þessi bátur sem er orðinn rúmlega hálfrar aldar gamall, hefur borið tæplega 20 nöfn og/eða skráningar, hann hefur brunnið, verið endurbyggður, strandað, átti að úreldast en hætt var við það og er enn gerður út.

 

Smíðanúmer 350 hjá Gravdal Skipbyggery, Sunde, Noregi 1960.

Endurbyggður og yfirbyggður hjá Dráttarbraut Keflavíkur hf. 1981-1986, eftir að eldur kom upp í bátnum, er hann hét Jón Ágúst GK 60,  28 sm. VNV af Garðskaga þann 31. janúar 1978. Áhöfn v/s Týs slökkti eldinn og dró bátinn síðan til Njarðvíkur.

Strandaði sem Bergvík VE 505, í Vöðlavík milli Eskifjarðar og Neskaupstaðar 18. des. 1993. Við björgunartilraun á bátnum fékk björgunarskipið Goðinn á sig brot og strandaði og sökk 10. janúar 1994 og við það fórst einn skipverji Goðans, en Varnarliðið bjargaði sex skipverjum í aftakaveðri. Varðskipið Týr dró síðan Bergvíkina af strandstað lítið skemmda aðfaranótt 13. janúar 1994.

Úrelding var samþykkt 3. september 1994, en hætt var við úreldinguna 31. mars 1995.

Stefni bátsins var breytt 1998.

Breytt hjá Skipalyftunni í Vestmannaeyjum frá jan- mars 2003 í veiðiskip á þorski til áframeldis.

Lá í Reykjavíkurhöfn frá 11. nóv. 2004 til 18. des. 2009 að hann var dreginn af hafnsögubátnum Leyni upp á Akranes. Þann tíma sem báturinn lá í Reykjavíkurhöfn, var hann ýmist skráður Eykon RE 19, Adolf RE 182, eða Adolf RE 19, þó alltaf stæði á bátnum sama skráningin Eykon RE 19. Var afskráður sem fiskiskip 24. ágúst 2005, en skráður aftur fyrir nokkrum árum.

Nöfn: Seley SU 10,  Jón Þórðarson BA 80, Guðmundur Kristján BA 80, Jón Ágúst GK 60, Jón Ágúst GK 360, Fönix KE 111, Bergvík VE 505, Krossanes SU 5, Stakkur VE 650, Surtsey VE 123, Adolf Sigurjónsson VE 182, Kristjana GK 818, aftur Adolf Sigurjónsson VE 182, Eykon ÍS 177, Eykon RE 19, Adolf RE 182, Adolf RE 19, Arnfríður Sigurðardóttir RE 14 og núverandi nafn er: Fönix ST 177.


                177. Jón Ágúst GK 60, í Dráttarbraut Keflavíkur, en þarna er búið að rífa af honum allt sem skemmdist í brunanum og síðan var hann endurbyggður í Dráttarbrautinni © mynd Emil Páll, á árunum 1978 - 1980


                  177. Fönix KE 111, í Keflavíkurhöfn © mynd Emil Páll, 1986
 

08.09.2014 20:21

Fjóla GK 121, á ferð frá Njarðvík til Kópavogs, í dag

Ég spurði um ferðalag tveggja báta í dag. Hér kemur annar þeirra en er ég var að bíða eftir hinum fór þessi óvænt út úr Njarðvíkurhöfn og samkvæmt MarineTraffic, fór hann til Kópavogs. Um hinn bátinn verður mun meiri umfjöllun, margar myndir og sagan í stuttu máli. Færslan um hann kemur á eftir.


 


 


              1516. Fjóla GK 121 á nýfarin af stað frá Njarðvík í dag, áleiðis í Kópavog ©

myndir Emil Páll, 8. sept. 2014

08.09.2014 19:59

Daníel SI 152, á Siglufirði

 

              482. Daníel SI 152, á Siglufirði © mynd Hreiðar Jóhannsson, í sept. 2014

08.09.2014 19:20

Ægir, Siglunes og Múlaberg, á Siglufirði

 

             1066. Ægir, 1146. Siglunes SI 70 og 1281. Múlaberg SI 22, á Siglufirði © mynd Hreiðar Jóhannsson, í sept. 2014

08.09.2014 18:19

Ægir, á Siglufirði

 

            1066. Ægir, á Siglufirði © mynd Hreiðar Jóhannsson, í sept. 2014

08.09.2014 17:18

Gustur, á Siglufirði

 

              6624. Gustur, á Siglufirði © mynd Hreiðar Jóhannsson, í sept. 2014

08.09.2014 16:35

Hvaða ferðalag var á þessum í dag? - Allt um það í kvöld


 


             Hvaða ferðalag var á þessum bátum í dag? Allt um það í kvöld © myndir Emil Páll, í dag 8. sept. 2014

08.09.2014 16:17

Þórir SF 77, í gær

 

              2731. Þórir SF 77, í Grindavík, í gær © mynd Emil Páll, 7. sept. 2014