Færslur: 2014 September

10.09.2014 10:11

Fönix SH 3

 

                     7464. Fönix SH 3 © mynd Sigurður Bergþórsson, 2014

10.09.2014 09:10

Sómi SH 164

 

               6484. Sómi SH 164 © mynd Sigurður Bergþórsson, í sept. 2014

10.09.2014 08:27

Pétur afi SH 374, í Stykkishólmi

 

             1470. Pétur afi SH 374, í Stykkishólmi © mynd Sigurður Bergþórsson, í sept. 2014

10.09.2014 07:00

Lilja

 

                                                  7618. Lilja © MarineTraffic

10.09.2014 06:00

Þjóðbjörg KE 1891

Þegar ég var ungur, hugsaði maður stundur stórt, eins og þegar ég hafði setti saman þetta plastmótel og gaf því nafni Þjóðbjörg KE 1891. Nafnið er í höfuðið á ömmu minni sem bar þetta nafn og númerið er fæðingaár hennar. Að vísu finnst mér að fá nöfn sé merkilegri hvað sjávarútveg varðar, því hann hefur oftast verið okkar þjóðbjörg

 

 

 

 

                             Þjóðbjörg KE 1891 © mynd Emil Páll, 3. maí 1970

 

AF FACEBOOK:

Þjóðbjörg Gunnarsdóttir Flottur bàtur

Emil Páll Jónsson Já frænka og flott nafn..

 

09.09.2014 21:00

Siggi Gísla EA 255 - Sólplast - Jón & Margeir, í dag

Eins og margir muna tók Siggi Gísla EA 255 upp á því að reka mannlaus frá bryggju í Keflavíkurhöfn, út á höfnina og þaðan upp í fjöru, þar sem honum var að lokum bjargað, en stórskemmdum. Báturinn var dreginn til Njarðvíkur, þaðan lyft upp á bryggju af Jóni & Margeir og að lokum dregin til Sólplasts í Sandgerði með Gullvagninum. Þegar báturinn var þangað kominn var tekin sú ákvörðun að vél og annar tækjabúnaður sem skemmdist var tekinn upp úr bátnum og sendur í viðgerð, en sjálf viðgerðin á plastverkinu og öðru tilheyrandi myndi bíða, þar til færi gæfist hjá Sólplasti. Nú er sú stund komin og því var báturinn hífður í dag upp á vagn og þaðan inn í hús. Af ýmsum ástæðum voru ýmsir vankantar þar á, en allt gekk þó upp að lokum, en þar komu við sögu Margeir hjá Jóni & Margeiri, Kristján Nielsen hjá Sólplasti og fleiri.

Tók ég stóra syrpu í dag og sýni hana nú alla.


 


 


 


 


 


 


 


 


 


 


 


 


 

 

 


 


 


 


 


 


 


 


 


 


 


 


                 2775. Siggi Gísla EA 255, kominn inn hjá Sólplasti, Sandgerði. Á myndunum sjást einnig Jón & Margeir úr Grindavík, auk Kristjáns Nielsen í Sólplasti o.fl. © myndir Emil Páll, 9. sept. 2014

 

09.09.2014 20:21

Danskt konungsskip, í Reykjavík


 


 


 

 

 

 

 

 

 

 

                Danskt konungsskip, í Reykjavík © myndir Emil Páll, 1973

09.09.2014 19:54

Skip frá Austur Evrópu, á sýningu í Reykjavík

 

             Skip frá Austur Evrópu, á sýningu í Reykjavík © mynd Emil Páll, 1967

09.09.2014 19:20

Móðurskip, líkan á sýningu í Reykjavík

 

               Móðurskip, líkan á sýningu í Reykjavík © mynd Emil Páll, 1967

09.09.2014 18:55

Tveir óþekktir


 

 

                                   Óþekktir, 1980 © mynd Birgir Guðbergsson

09.09.2014 16:17

Þrjú herskip í Reykjavík

 

                         þrjú herskip í Reykjavík © mynd Emil Páll, 1967

09.09.2014 15:32

Óþekktur, sennilega á Patreksfirði

                  


              Óþekktur, sennilega á Patreksfirði © mynd Birgir Guðbergsson

 

AF FACEBOOK:

Halldór Árnason, á Patreksfirði sendi póst um að myndin væri tekin á Patreksfirði, en hann þekkti ekki bátinn. - Sendi ég honum þakkir fyrir.

09.09.2014 15:24

Skúta, á Siglufirði

 

               Skúta á Siglufirði © mynd Hreiðar Jóhannsson, í sept. 2014

09.09.2014 13:14

Hafdís

 

                   2509. Hafdís © mynd MarineTraffic, Guðmundur Gestsson

09.09.2014 13:00

Strandaði við Skagaströnd

Af vef Landsbjargar, í morgun:

Laust fyrir miðnætti í gærkvöldi var björgunarsveitin Strönd og björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar Húnabjörg kölluð út vegna rúmlega sex tonna báts er strandað hafði rétt norðan við Skagaströnd. Einn maður var um borð og sakaði hann ekki og enginn hætta á ferðum enda veður gott á strandstað. Fljótlega varð ljóst að ekki yrði hægt að draga bátinn á flot fyrr en með flóði og því ákveðið að fresta aðgerðum þar til fallið væri að en hálf fallið var út er báturinn strandaði. Báturinn var síðan dreginn af strandstað um klukkan níu í morgun og gekk það vel og ekki að sjá miklar skemmdir fyrir utan skrúfu og stýri og ekki varð vart við leka.


              Á strandstað við Skagaströnd í morgun © mynd Landsbjörg, 9. sept. 2014