Færslur: 2014 September

03.09.2014 06:00

N-65-H, í Noregi

 

                N-65-H, í Noregi © mynd Jón Páll Jakobsson, 30. ágúst 2014

02.09.2014 21:30

Stór og fallegur makríll, en djúpt á honum

Fjöldi báta var í kvöld á Keflavíkinni og úti af Vatnsnesi, en aflinn ansi lítill. Þó er ekki hægt að kvarta yfir stærðinni á fiskinum sem veiðist, eins og sést á einni af myndunum sem ég birti nú.

Að sögn manns sem unnið hefur við þetta síðan 2010, er það algengt hegðunarmunstu makrílsins að eftir mikið óveður fari hann á mikið dýpi og komi síðan upp eftir nokkra daga, en þannig hefur gerst tvisvar í sumar.  Vonandi er þetta rétt, því lítil veiði er hjá bátum um allt land, ekki bara á Suðurnesjum og líka hjá togurunum.

Hér birti ég mynd af MarineTraffic, sem sýnir bátanna í kvöld í nágrenni Keflavíkur og Njarðvíkur, svo mynd af einum bátanna sem var á Keflavíkinni í kvöld og loksins sýni ég mynd af stórum makríl sem einn bátanna landaði í kvöld.


             Bátarnir í kvöld í Keflavík og Njarðvík, ýmist við bryggju eða úti á sjó


                            2714. Óli Gísla HU 212, á Keflavíkinni í kvöld


              Stór og fallegur makríll © myndir Emil Páll, í kvöld, 2. sept. 2014

02.09.2014 21:00

Svifnökkvinn Vanadísin SRN6, í ferðum til og frá Vestmannaeyjum

Á árinu 1967 var komið með til Eyja svifnökkva sem bar nafnið Vanadísin SRN6, til tilrauna á ferðum milli Vestmannaeyja og Landeyjarsands, sem var nánast sama leið og Herjólfur fer í dag. Hinn fíni sandur, hafði þó þær afleiðingar að fljótlega var hætt við þetta, þar sem sandurinn fór í loftinntökin. Hér birti ég myndir sem ég tók af svifnökkvanum og eins kemur frásögn frá Sigmari Þór Sveinbjörssyni um tilraun þessa, sem sú frásögn birtist fyrir neðan myndirnar

 

 

 

 

 

 

 

              Vanadísin SRN6, uppi á bryggju í Reykjavík © myndir  Emil Páll, 11. sept 1967

 

Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Tilraunir með Loftpúðaskip við Vestmannaeyjar

Í ágúst 1967 var gerð nýstárleg tilraun þegar fengið var svifskip af gerðinni SRN 6 til að sigla milli lands og Eyja, skipið kom til Vestmannaeyja á þilfari Tungufoss, þann 15 ágúst 1967 og fór fyrstu ferðina upp í sand þann sama dag. Það sigldi einnig milli Reykjavíkur og Akranes og var hér við land til. 29. ágúst, en af þeim tíma var það bilað í nokkra daga.

Lýsing á skipinu.
SRN 6 loftpúðaskipið sem kom til Eyja var smíðað til farþegaflutninga og tók 35 farþega . Öll lengd skipsins 14.76 metrar og breidd þess var 7.01 metri. Hæð þess þegar það stendur á lendingarstöllum er 4.57 metrar. Stærð farþega, sem er ofan á miðju skipinu ,er 6,62 metrar að lengd og 2.23 á breidd.. Annars er meginhluti skipsin flothylki, og meðfram ytri brún þess er pilsfaldur, 1.22 metrar á hæð en innan þeirra er þrýstilofts púðinn sem, sem skipið svífur á. Lyfti og hreyfiaflsvél skipsins er 900 hestafla gastúrbína, og eldsneytið steinolía. Skrúfan sem knýr skipið áfram , er fjagra blaða loftskrúfa, með breytilegum skurði, 2.74 metrar í þvermál. Loftblásarinn sem framleiðir þrýstiloftið undir svifskipinu, er miðflóttaaflsblásari, 2,13 metrar í þvermál.
Hámarkshraði í kyrru veðri og slettum sjó er allt að 60 mílur, eða 111 km/ kl.st. Venjulegur mesti hraði yfir sjó , þar sem bylgjuhæð er 1,2 til 1,5 metrar er hinsvegar 45 til 55 mílur , eða 83 til 102 km/klst. Þyngdin á svifskipinu fullhlöðnu er rúm 9 tonn.

Fyrsta ferðin
Í skýrslu sem Jón Í Sigurðsson hafnsögumaður gerði um ferðir SRN 6 svifskipsins á þessum tíma segir orðrétt: ,, Fyrsta ferð með gjaldskylda farþega. Árið 1967 þann 16. ágúst kl.15.31 startað. Kl. 15.35 í hafnarmynni, kl. 15.37 við Klettsnef , stefna á Krosssand. Kl. 15.47 lent í Krosssandi. Farþegar fóru út á sandinn um stund. Kl. 15.57 startað, keyrt vestur sand. Kl. 16.05 á flot á leið til Vestmannaeyja, kl.16.19 í hafnarmynni kl. 16.22 lentir í Botni. Veður VSV 3 vindstig ölduhæð 0,60 m. Farþegar 29 (þar af eitt barn) áhöfn 3 menn.”
Þannig lýsir Jón þessari fyrstu ferð Svifskipsins með farþega upp í sand. Það tók sem sagt 12 mínútur að fara frá hafnarmynni og upp í Krosssand.

Fyrsta brimlending svifskips.
Þann 27. ágúst 1967 kl. 15.30 var ferð hafinn frá Vestmannaeyjum og ráðgerð lending í Markarfljóts útfalli. Veður S 7 vindstig, skúrir, allmikill sjór, ölduhæð 2,2 metrar. Kl. 15.55 lent í Markarfljóts útfalli, stoppað á sandinum, austan meginn við fljótsbakkan.
Ferðin gegnum brimgarðinn gekk með ágætum, ekki tók skipið á sig neina sjóslettu, fór hiklaust og óhindrað inn í árútfallið. Skipið lét vel að stjórn.
Ölduhæðin við ströndina var 9 til 10 fet ( um 3 metrar), öldulengd 25 – 30 metrar, þreföld og stundum fjörföld öldubrot út frá ströndinni. Eftir nokkra dvöl á sandinum var lagt af stað til Eyja. Farið var út árútfallið og gegnum brimgarðinn var komið kl 17.10.
Ferinn til sjávar og út á rúmsjó gekk ágætlega, þá skipið var í brimgarðinum virtist það eiga auðvelt með að stiga öldufaldana, þótt allháir væru. Skipið lét vel að stjórn og ekki kom nein sjávarskvetta á skipið, út í gegnum brimgarðinn.
Í þessari ferð var veður og sjólag það vont að ekki var hægt að flytja farþega, sökum þess farkosturinn SRN 6 er það lítill að samkvæmt reglum þar að lútandi, er óheimilt, sé vindur yfir 5 vindstig og ölduhæð meiri en 5 vindstig og ölduhæð meiri en 1,5 metri að flytja farþega. Þó gefur þessi ferð reynslu og sönnun þess að svifskip mun stærri en SNR 6 henta aðstæðum hér betur, en hvað viðvíkur burða og viðnámsþoli.
Fyrsta brimlending og sjósetning svifskips reyndist með ágætum.

Síðasti dagur SRN 6 við Vestmannaeyjar
Mánudaginn 28. ágúst 1967 voru farnar 7 ferðir frá Vestmannaeyjum upp í Markarfljótsútfallið , með farþega. Lent var í hverri ferð vestanmegin á sandinum við árútfallið (Bakkafjöru).
Veður var SA 2 vindstig, skyggni gott, ölduhæð 1,6 til 1,8 m. á rúmsjó. Í þessum sjö ferðum var það mikið brim við ströndina, að útilokað var að lenda báti við sandinn, en svifskipið fór út og inn um brimgarðinn án nokkra tafa eða fyrirstöðu og ekki voru heldur nokkur óþægindi fyrir farþega á ferðum svifskipsins, aðeins hreyfing eins og keyrt væri á vondum vegi í bifreið.
Þennan dag lauk tilraunaferðum milli Vestmannaeyja og fastalandsins, svo og hringferðum um Heimaey. Alls urðu ferðirnar 23 og telst ferðin, sem farin var 27. ágúst 1967 kl. 1530 (brimlendingin) tvímæalalaust sú ferðin sem bestum og mestum árangri hefur náð í þessum tilraunarferðum og sannar notagildi þessa nýja farartækis, þá því aðeins að farartækið verði mun stærra en SNR 6.

Þriðjudaginn 29. ágúst 1967 var lagt af stað frá vestmannaeyjum til Reykjavíkur með viðkomu á Selfossi. O.s.f.v.

Hér læt ég staðar numið en skipið fór til Reykjavíkur og var við tilraunasiglingar milli Akranes og Reykjavíkur.

Í stuttu máli sagt var skipið hér í 14 daga og flutti farþega upp í sand og til baka eða fór kringum Eyjar og stundum að Surtsey, en 18 ágúst bilaði svifskipið og varð það óstarfhæft til 26. ágúst eða í 8 daga.
Undirritaður var svo heppinn að komast með þessu skipi eina ferð upp í sand og mun ég seint gleyma þeirri ferð.
Þessi grein er svo til öll skrifuð nánast orðrétt upp úr skýrslu sem Jón í Sigurðsson þáverandi hafsögumaður skrifaði um tilraunirnar með Svifskipið.

Sigmar Þór Sveinbjörnsson

02.09.2014 20:21

Ingvaldson F-6-BD smíðaður hjá Seiglu á Akureyri

 

           Ingvaldson F-6-BD smíðaður hjá Seiglu á Akureyri © mynd Jón Páll Jakobsson, Noregi, 30. ágúst 2014

02.09.2014 19:20

Jón Magnús, í Grófinni, Keflavík

 

               7571. Jón Magnús, í Grófinni, Keflavík © mynd Emil Páll, 29. ágúst 2014

02.09.2014 18:19

Sunna Rós SH 123, á Keflavíkinni, í gær

 

             2810. Sunna Rós SH 123, á Keflavíkinni, í gær © mynd Emil Páll, 1. sept. 2014

02.09.2014 17:18

Sunna Rós SH 123, Stakkavík GK 85 og Pálína Ágústsdóttir GK 1, á Keflavíkinni, í gær

 

          2810. Sunna Rós SH 123, 1637. Stakkavík GK 85 og 2640. Pálína Ágústsdóttir GK 1, á Keflavíkinni, í gær © mynd Emil Páll, 1. sept. 2014

02.09.2014 16:50

Eurodam við Skarfabakka, í Reykjavík, í bítið

 

           Eurodam við Skarfabakka, í Reykjavík, í bítið © mynd Tryggvi, 2. sept. 2014

02.09.2014 16:17

Pálína Ágústsdóttir GK 1, út af Vatnsnesi, Keflavík, í gær

 

              2640. Pálína Ágústsdóttir GK 1, út af Vatnsnesi, Keflavík, í gær © mynd Emil Páll, 1. sept. 2014

02.09.2014 15:55

Öflugur síðueigandi fallinn frá

 

Í gærmorgun lést hinn öflugi skipasíðueigandi og ljósmyndari Markús Karl Valsson, eða Krúsi eins og hann var oftast nefndur.

Sendi eftirlifandi eiginkonu, börnum og öðrum aðstandendum mínar bestu samúðarkveðjur.

 

AF FACEBOOK:

Alfons Finnsson Samúðarkveðjur til fjöldskyldunar.

Ólafía Þórey Sigurðardóttir  heart

Guðni Ölversson Það er mikil eftirsjá að honum.

Árni Árnason Ég sendi fjölskyldu Markúsar mínar innilegustu samúðarkveðjur.

Ólafur Guðbergsson Samúðarkveðjur til fjöldskyldunar.

Óðinn Magnason Knús á alla
 

02.09.2014 15:30

Makrílveiðin dottin niður við Keflavík, en meiri við Hellissand

Makrílveiðin út af Reykjanesbæ og Garði, virðist hafa dottið niður þegar óveðrið kom um helgina og í gær var veiðin harla lítil og ekki batnaði það í dag. Er svo komið sögu að flestir bátarnir eru komnir í land og virðist lítið fararsnið vera á þeim. Þó heyrist í mönnum á sumum þeirra að enn sé jafnari og betri veiði út af Hellissandi og því eru sumir að hugsa um að fara þangað.

 


            Flestir bátarnir út af Keflavík, Njarðvík og Garði, eru á siglingu eða í höfn

 


                     Út af Hellissandi og Rifi virðist vera meira líf

              © Skjáskot af MarineTraffic, kl. 15. 14 og 15. 16, í dag, 2. sept. 2014

 

 

02.09.2014 15:16

Eydís EA 44 og Máni II ÁR 7, á Stakksfirði, í gær

 

             2507. Eydís EA 44 og 1887. Máni II ÁR 7, á Stakksfirði, í gær © mynd Emil Páll, 1. sept. 2014

02.09.2014 14:15

Andey GK 66, við Keflavíkurhöfn, í gær - Njarðvík í baksýn

 

         2405. Andey GK 66, við Keflavíkurhöfn, í gær - Njarðvík í baksýn © mynd Emil Páll, 1. sept. 2014

02.09.2014 13:14

Vísir SH 77, út af Njarðvík, í gær

 

               1926. Vísir SH 77, út af Njarðvík, í gær © mynd Emil Páll, 1. sept. 2014

02.09.2014 12:17

Auðunn, Máni II ÁR 7 og Sævar KE 1, í Keflavíkurhöfn, í gærkvöldi

 

           2043. Auðunn, 1887. Máni II ÁR 7 og 1587. Sævar KE 1, í Keflavíkurhöfn í gærkvöldi © mynd Emil Páll, 1. sept. 2014