Færslur: 2014 September
06.09.2014 09:12
Samskip Akrafell, strandaði í morgun við Vattarnes, á Austfjörðum
mbl.is:
Verið er að dæla sjó úr vélarrúmi flutningaskipsins Akrafells sem strandaði á fimmta tímanum við Vattarnes, milli Fáskrúðsfjarðar og Reyðarfjarðar. „Ástandið er stöðugt núna,“ segir Guðbrandur Örn Arnarson verkefnastjóri aðgerðarmála. Hann segir unnið að því að tryggja ástandið og fyrirbyggja frekari slys.
Unnið er að því að koma fleiri dælum í skipið en dælan sem þyrla Landhelgisgæslunnar flutti austur í morgun hefur ekki undan. Varðskip er á leiðinni á strandstað og fjölmargir björgunarsveitarmenn eru að störfum. Jafnframt hafa kafarar verið ræstir út. Alls eru tíu um borð í Akrafelli, fjórir skipverjar og sex björgunarsveitarmenn, segir Guðbrandur en áhöfn skipsins var ekki í neinni hættu.
„Það er aðallega verið að huga að því að tryggja ástandið og fara í fyrirbyggjandi aðgerðir varðandi mengunarvarnir,“ segir Guðbrandur en svartolía og gasolía er um borð í skipinu.
Það er fjara núna og þegar fer að flæða að er ómögulegt að vita hvort skipið losnar af strandstað á flóði.
Búið er að koma taug í skipið og hægt að bjarga því ef skipið fer eitthvað að hreyfast, segir Guðbrandur.
12 manns voru um borð í Akrafelli þegar það strandaði og kom strax mikill leki að því. Skipverjar hófu þegar dælingu úr skipinu en höfðu ekki undan.
Tilkynning frá Samskipum
„„Um kl. 05.00 í morgun strandaði Akrafell undir Vattarnesskriðum milli Reyðarfjarðar og Fáskrúðsfjarðar.
Leki kom þegar að skipinu
Björgunarsveitir frá Austfjörðum komu á strandstað skömmu síðar og búið er að koma hluta úr áhöfninni frá borði ásamt því að björgunarsveitarmenn eru komnir um borð í skipið. Áhöfnin er úr hættu. Aðgerðir eru í gangi til að dæla sjó úr skipinu ásamt því að koma í veg fyrir hugsanlega mengun. Veður á svæðinu er gott.
Í áhöfn skipsins eru 13 manns, frá Austur-Evrópu og Filipseyjum.
Akrafell er 500 gámaeininga skip sem bættist í flota Samskipa 2013. Skipið er byggt í Kína árið 2003. Skipið er í eigu Samskipasamstæðunnar.“
06.09.2014 09:00
Ísjakar hjá Stafnesi KE 130
Á þjóðhátíðardag okkar, 17. júní lét Stafnes KE 130 úr höfn í Keflavík og var förinni heitið til gæslustarfa á olíuleitarsvæðum norður í höfum. Síðan þá hefur skipið verið þar, en þó komið annað slagið til hafnar í Kirkenesi í Noregi, til að sækja m.a. vistir. Styttist nú í að skipið komi heim að nýju.
Hér birtast tvær myndir sem teknar voru í sumar þarna norðurfrá og eru frá áhöfn Stafness.
![]() |
![]() |
Ísjakar í Barentshafi, þar sem 964. Stafnes KE 130 hefur verið © myndir frá Stafnesi
06.09.2014 08:00
Askur GK 65, ný skveraður
![]() |
1811. Askur GK 65, í Njarðvikurhöfn - ný skveraður hjá Skipasmíðastöð Njarðvikur © mynd Emil Páll, 5. sept. 2014
06.09.2014 07:00
Framnes, lestar rækju á Hólmavík
![]() |
||||
|
|
06.09.2014 06:00
Maron GK 522, að koma inn til Njarðvíkur, í gær
![]() |
||
|
|
05.09.2014 21:00
Fleiri myndir frá Helgu Guðmundsdóttur BA 77
Hér kemur síðari syrpan sem Birgir Guðbergsson tók er hann var á Helgu Guðmundsdóttur BA 77 á árunum 1980 - 82. Þessi syrpa er eins og sú fyrri bæði af bátnum svo og af mönnunum um borð við störf og fleira. Þá er með ein mynd af ísjaka sem þeir sigldu fram hjá. Nöfn mannana koma ekki fram eða neinir myndatextar, nema á fyrstu myndinni.
![]() |
Finnbogi Magnússon, eigandi Helgu Guðmundsdóttur BA 77 og skipstjóri á netunum, en á nótinni var Guðmundur Garðasson, betur þekktur sem Bóbi, skipstjóri á bátnum
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
|
|
05.09.2014 20:21
Gulltoppur GK 24 - Auðunn - Erling KE 140
Hér er allgóð syrpa sem ég tók í gær, auk síðustu myndarinnar sem ég tók í morgun. Sagan bak við syrpu þessa er eftirfarandi í máli og síðan koma myndir frá sömu atriðum.
Í gær fór Gulltoppur GK 24 niður úr Skipasmíðastöð Njarðvíkur og á sama tíma fór dráttarbáturinn Auðunn frá Keflavík og átti hann að draga Erling KE 140 frá Njarðvíkurhöfn að slippbryggjunni, en hann var að fara í slippinn.
En nokkuð óvænt atburðarrás, alls ekki óþekkt, átti sér stað og af því skapaðist syrpa þessi. í góðu veðri og enn betri birtu:
Þegar Gulltoppur flaut úr sleðanum kom í ljós að gírinn stóð eitthvað á sér og því fór hann ekki frá bryggjunni, en á sama tíma kom Auðunn inn í Njarðvík og átti að taka Erling, en þeir á Auðunn sáu að sleðinn var ekki laus og fljótlega kom ósk um að Auðunn myndi kippa í Gulltopp sem og þeir gerðu og fljótlega hrökk gírinn i samband og báturinn gat sjálfur siglt inn í Njarðvíkurhöfn og í framhaldi dró Auðunn, Erling að slippbryggjunni og hann var tekinn upp.
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||||||
|
|
05.09.2014 19:20
Gammur SU 20, á Fáskrúðsfirði
![]() |
6688. Gammur SU 20, á Fáskrúðsfirði © mynd Óðinn Magnason, 2. sept. 2014
05.09.2014 18:19
Njáll SU 8 o.fl., á Fáskrúðsfirði
![]() |
6639. Njáll SU 8 o.fl., á Fáskrúðsfirði © mynd Óðinn Magnason, 2. sept. 2014
AF FACEBOOK:
Guðni Ölversson Flott mynd
05.09.2014 17:44
Fengu bátsflak í nótina norðaustur af Ólafsvík
Skessuhorn.is
![]() |
Dragnótarbáturinn Ólafur Bjarnason SH frá Ólafsvík var á veiðum norðaustur af heimahöfn eftir hádegið í dag. Óhætt er að segja að veiðiferðin hafi í senn verið óvenjuleg og endasleppt. Í fyrsta hali kom inn tonn af fiski. Í öðru halinu slitnaði tógið en í því þriðja fengu skipverjar bátsflak í nótina og var þá ákeðið að sigla í land. Í ljós kom að í nótina hafði komið flak af báti sem fórst fyrir 24 árum á svipuðum slóðum, nánar tiltekið 7. febrúar 1990. Báturinn hét Doddi SH-222 og um borð voru þrír menn sem öllum var bjargað heilum á húfi yfir í Auðbjörgu SH. Meðfylgjandi mynd var tekin þegar Ólafur Bjarnason SH var kominn með flakið að landi í Ólafsvík um hálf fjögur í dag. Á myndinni er kranabíll að hífa flakið upp á bryggju.
Doddi SH 222 fékk á sig brotsjó út af Rifi um kvöldmatarleytið 7. febrúar 1990 einmitt um hálfa fjórðu sjómílu frá heimahöfn. Í fréttum um slysið segir að talið er að röð kraftaverka hafi bjargað lífi skipverjanna þriggja, þeirra Þrastar Karlssonar skipstjóra, Ársæls Ársælssonar og Magnúsar Einarssonar. Þröstur segir þannig frá í viðtali við Morgunblaðið um miðnætti sama dag: „Við héldum ró og yfirvegun í því sem við gerðum til að bjarga okkur, þegar þrír brotsjóir höfðu lagt Dodda á hliðina og hvolft honum eftir stutta stund,“ sagði Þröstur í viðtalinu. Eftir að brotsjór hvolfdi Dodda náðu skipverjar að komast í björgunarbát eftir að hafa svamlað í sjónum hangandi utan á Dodda á hvolfi. Þremur stundarfjórðungum síðar var þeim bjargað um borð í Auðbjörgu SH 197, 70 tonna bát undir stjórn Rafns Guðlaugssonar.
Nú er Doddi kominn á þurrt eftir að hafa hvílt í aldarfjórðung á hafsbotni. Doddi SH var 9 lesta plastbátur, önnur nýsmíði Jóhanns Ársælssonar hjá Bátasmiðjunni Knörr á Akranesi sem hann smíðaði eftir sömu teikningu.
© myndir og texti: Alfons Finnsson
05.09.2014 17:18
Auðunn og Sævar KE 1, mætast
![]() |
|
|
||
|
2043. Auðunn og 1587. Sævar KE 1, mætast © myndir Emil Páll, 4. sept. 2014
05.09.2014 16:17
Sævar KE 1, að koma inn til Keflavíkur, í gær
![]() |
![]() |
![]() |
1587. Sævar KE 1, að koma inn til Keflavíkur, í gær © myndir Emil Páll, 4. sept. 2014
05.09.2014 15:16
Sigurður Ólafsson SF 44, í slippnum og við bryggju í Reykjavík
![]() |
![]() |
![]() |
173. Sigurður Ólafsson SF 44, í Reykjavíkurslipp © myndir Hannes Ingi Jónsson, 3. sept. 2014
![]() |
173. Sigurður Ólafsson SF 44, í Reykjavíkurhöfn © mynd Hannes Ingi Jónsson, 3. sept. 2014
05.09.2014 15:09
Nord Quebec, súrálslöndun í Straumsvík, í dag
![]() |
Nord Quebec, súráls löndun í Straumsvík í dag © mynd Tryggvi, 5. sept. 2014
Mynd frá strandstað en skipverjar voru fluttir um borð í Aðalstein Jónsson. Pétur Kristinsson




































































