Færslur: 2014 Janúar
31.01.2014 21:22
Antarctic Dream og Bit Viking



Antarctic Dream, í Keflavíkurhöfn © myndir Emil Páll, 10. sept. 2008

Bit Viking, kemur þvert yfir Stakksfjörðinn, frá Reykjavík til Helguvíkur

Bit Viking, framan við Helguvík © myndir Emil Páll, 26. sept. 2008
31.01.2014 20:53
Long Glory, súrálsskip í Straumsvík, í dag




Long Glory, súrálsskip í Straumsvík, í dag © myndir Tryggvi, 31. jan. 2014
31.01.2014 20:21
Hurtigrutaskipið, á íslensku Vesturállinn

Hér sjáum við Hurtigrutaskipið, höfum bara nafnið á íslensku ,, Vesturállinn" að koma að sunnan til Örnes © mynd Jón Páll Jakobsson, Örnesi, Noregi, 28. jan. 2014
31.01.2014 19:54
Kópnes ST 64 hefur verið seld til nýrra eiganda og heitir núna Freyr ST 111


7465. Freyr ST 111 ex Kópnes ST 64, á Hólmavík © myndir Jón Halldórsson, nonni.123.is og holmavik.123.is 31. jan. 2014
31.01.2014 19:49
18 norsk skip í vari á Seyðisfirði
ruv.is:

Nokkur norsku loðnuskipanna á Seyðisfirði. Mynd RUV.
Höfnin á Seyðisfirði er fullpökkuð af norskum loðnuskipum sem bíða af sér brælu í von um að loðna finnist. Hafnarvörður segir þetta minna á síldarárin þegar hundrað norsk skip lágu þar við bryggju.
Þegar horft er niður til Seyðisfjarðar er eitthvað öðruvísi en það á að vera. Stór norsk loðnuskip hafa undanfarna daga týnst inn í höfnina og bráðum verða þau 18 talsins. Skipin eru bundin tvö og tvö saman og hafnarstjórinn er farinn að bægja skipum frá; er þegar búinn að vísa einu til Fáskrúðsfjarðar.
„Þeir eru búnir að vera hér einir sjö alveg síðan á síðasta föstudag fyrir viku. Þeir eru bara að liggja af sér veður og bíða eftir að það finnist loðna. Gáfust upp við að leita út af veðri en fara væntanlega út um leið og lægir aftur“, segir Jóhann Hansson, hafnarvörður á Seyðisfirði.
Hann segir þessa sjón minna á myndirnar sem teknar voru 1962 þegar norskir síldarbátar fylltu höfnina allt upp í hundrað talsins í fylgd norska sjóhersins. Núna eru um 10 í áhöfn hvers skips og því hátt í 200 norskir sjómenn í staðnum. Þeir eru þó lítt sýnilegir enda vart hundi út sigandi.
„Þeir eru sjálfsagt mest um borð og á labbi hér um bæinn að versla og stússast. Fara kannski á pöbbinn þegar kemur fram á kvöld. Þeir hafa sagt að þeir reikni með að komast út á sunnudaginn. Svona þegar veðrið fer að lægja en það verður bara tíminn að leiða í ljós", segir Jóhann.
31.01.2014 19:20
Polar Pioneer, í Keflavíkurhöfn

Polar Pioneer, í Keflavíkurhöfn © mynd Emil Páll, 19. ágúst 2008
31.01.2014 18:23
Professor Mikaroskiy

Professor Mikaroskiy © mynd Emil Páll, 2. okt. 2008
31.01.2014 17:10
Rússneskt skip, í Keflavíkurhöfn

Rússneskt skip í Keflavíkurhöfn © mynd Emil Páll, 2008
31.01.2014 16:17
Sardinia frá St. Johns, í Njarðvík


Sardinia frá St. Johns, í Njarðvík © myndir Emil Páll 21.ágúst 2008
31.01.2014 15:20
Ozherelye K 2162, í Hafnarfirði

Ozherelye K 2162, í Hafnarfirði © mynd Emil Páll, 11. nóv. 2008
31.01.2014 14:21
Ostankino K 1944, í Hafnarfirði

Ostankino K 1944, í Hafnarfirði © mynd Emil Páll, 11. nóv. 2008
31.01.2014 13:48
Gertie, í dag Horst B, ex ex Arnarfell

Gertie, í dag Horst B, ex ex Arnarfell, í Aalborg, Danmörku © mynd shipspotting, frafo 17. ágúst 1994
31.01.2014 12:45
Þór HF seldur til Rússlands, kvótinn til Síldarvinnslunnar og Gjögurs, en úthafsheimildir til ÚA
Gengið hefur verið frá sölu á togaranum Þór HF 4, til Rússlands og kvótinn fer til Síldarvinnslunnar og Gjögurs og úthafsheimildir fara til Útgerðarfélags Akureyrar.
![]()

2549. Þór HF 4, í Hafnarfirði © mynd Tryggvi, 3. júní 2013
AF FACEBOOK:
31.01.2014 12:20
Sveinbjörn Sveinsson, á Vopnafirði

2679. Sveinbjörn Sveinsson, á Vopnafirði © Faxagengið, faxire9.123.is í jan. 2014
31.01.2014 11:36
Ægir Jóhannsson ÞH 212 / Birta VE 8

1430. Ægir Jóhannsson ÞH 212, á leið inn til Keflavíkurhafnar © mynd Emil Páll

1430. Birta VE 8, í Skipsmíðastöð Njarðvíkur © mynd Emil Páll, 19. nóv. 2008
