Færslur: 2014 Janúar

28.01.2014 16:14

Hnúfubakur, uppi í landsteinum við Vatnsnes, í Keflavík, núna áðan


             Hnúfubakur við Vatnsnes, í Keflavík, núna áðan © myndir Emil Páll, 28. jan. 2014

28.01.2014 15:20

Þórsnes II SH til útgerðar í Njarðvík

Núna síðdegis kom Þórsnes II SH, til Njarðvíkur þar sem það verður tekið upp í slipp og síðan til geymslu, en samstarf er um útgerð skipsins við Maron ehf., í Njarðvik og að sögn Hólmgríms Sigvaldasonar fylgir 400 tonna kvóti með. - Tók ég myndasyrpu af bátnum þegar hann kom til Njarðvíkur í dag sem birtist þó trúlega ekki fyrr en annað kvöld.


           1424. Þórsnes II SH 109, en skráð SH 209, kemur til Njarðvíkur í dag © mynd Emil Páll, 28. jan. 2014

28.01.2014 14:12

Vala ÓF 2 / Vala KE 70


                                    1427. Vala ÓF 2, í Keflavíkurhöfn


                    1427. Vala KE 70, í Keflavíkurhöfn © myndir Emil Páll, í júní 1992

28.01.2014 13:34

Gullfoss


                         70. Gullfoss © mynd shipspotting, Kees Heemskerk

28.01.2014 12:25

Sveinbjörg HU 49, í Sandgerði, í gær


             7694. Sveinbjörg HU 49, í Sandgerði, í gær © mynd Emil Páll, 27. jan. 2014

28.01.2014 11:39

Ársæll GK 33 og Clinton GK 46


          1429. Ársæll GK 33 og 2051. Clinton GK 46, í Grófinni, Keflavík © mynd Emil Páll, 27. jan. 2014

28.01.2014 10:21

Aðalbjörg II RE 236              1269. Aðalbjörg II RE 236, í Sandgerði, í gær © mynd Emil Páll, 27. jan. 2014

28.01.2014 09:20

Víxill II SH 158, í Sandgerði, í gær


               1844. Víxill II SH 158, í Sandgerði, í gær © mynd Emil Páll, 27. jan. 2014

28.01.2014 08:23

Vestlandia, í Sandgerði, frá öðru sjónarhorni, í gær

Í gær birti ég myndir sem ég tók í fyrradag af skipinu við bryggju í Sandgerði og nú birtast tvær í viðbót, en þessar tók ég í gær og sýna skipið frá öðru sjónarhorni
                       Vestlandía, í Sandgerði, í gær © myndir Emil Páll, 27. jan. 2014

28.01.2014 06:40

Lómur siglir djúpleiðina og er að nálgast Garðskaga, í gær

Hér sjáum við flutningaskipið Lóm, koma djúpleiðina fyrir Suðurnesin og vera út af Garðskaga á leið til Reykjavíkur, í gær


         Lómur, siglir djúpleiðina og er að nálgast Garðskaga, í gær ©  mynd Emil Páll, 27. jan. 2014

28.01.2014 06:00

Bonn A1413, rétt innan við Garðskaga

Þetta stóra herskip hefur legið síðan í gær rétt innan við Garðskaga, spurning hvort það tengist heræfingunni sem framundan er?


                         BONN A 1413, í Kiel ©  mynd MarineTraffic, Nils Junge, 8. apríl 2013

27.01.2014 22:25

Una SU 3, eða GK 266, tekin i sundur til lengingar á Siglufirði

Stálbáturinn Una SU 3, sem verður samkvæmt heimildum mínu GK 266, er nú komin til Siglufjarðar-Seigs á Siglufirði þar sem báturinn hefur verið tekin í sundur eins og sést á þessum myndum. Er þetta gert það sem lengja á bátinn.


             1890. Una SU 3, sem verður Una GK 266, í tveimur hlutum framan við Siglufjarðar- Seig á Siglufirði, þar sem báturinn verður lengdur © myndir Hreiðar Jóhannsson, 27. jan. 2014

27.01.2014 21:05

Sóley Sigurjóns GK 200, Sóley Sigurjóns GK 208, Berglin GK 300 og 4 önnur skip frá Neskfiski

Hér kemur sypra af skipum frá Nesfiski í Garði, en þrjár fyrstu myndirnar tengjast komu Sóleyjar Sigurjóns GK 200 til landsins erlends frá, eftir breytingar og þ.á.m. styttingu. Tóku sex skip fyrirtækisins á móti togaranum, að morgni 12. maí 2008 og því voru þarna sjö skip samtals með togaranum sem var að koma.


                                               2262. Sóley Sigurjóns GK 200


                  2262. Sóley Sigurjóns GK 200 og 1481. Sóley Sigurjóns GK 208


           Sjö af tiu skipum Nesfisks, utan við Sandgerðishöfn að morgni 12. maí 2008 og er Sóley Sigurjóns GK 200 í miðjunni


                 2262. Sóley Sigurjóns GK 200, að koma til hafnar í Sandgerði, í júní 2008
                                                         © myndir Emil Páll

27.01.2014 20:17

Seivåg


                    Seivåg  © mynd shipspotting, frode adolfsen, 26. jan. 2014

27.01.2014 19:22

Ágúst GK 95, Valdimar GK 195 og Tómas Þorvaldsson GK 10


         1401. Ágúst GK 95, 2354. Valdimar GK 195 og 1006. Tómas Þorvaldsson GK 10, á Sjómanndaginn í Grindavík © mynd Emil Páll, 2008

 

AF FACEBOOK:

Tómas J. Knútsson ég hef skorið nokkrum sinnum úr þessum bátum