Færslur: 2014 Janúar

31.01.2014 10:32

Bára SH 27 o.fl. á Siglufirði


            2102. Bára SH 27 o.fl. á Siglufirði © mynd Hreiðar Jóhannsson, 30. jan. 2014

31.01.2014 09:22

Una GK 266, á Siglufirði


              1890. Una GK 266, á Siglufirði © mynd Hreiðar Jóhannsson, 30. jan. 2014

31.01.2014 09:05

Aðalbjörg II í siðasta róðri en ekki Aðalbjörg RE 5

Í morgun kom í ljós að salan á Aðalbjörgunum er aðeins varðandi Aðalbjörgu II en Aðabjörg RE 5 hefur ekki verið seld, enda hér um sitt hvora útgerðina að ræða. Er Aðalbjörg II, því í síðustu veiðiferðinni fyrir þessa útgerð.


             1269. Aðalbjörg RE 236, sem nú hefur verið seld til Tálknafjarðar


          1755. Aðabjörg RE 5, hefur ekki verið seld,  og því áfram í útgerð frá Reykjavík.
                                                        © myndir Emil Páll

31.01.2014 08:24

Múlaberg SI 22 og Mánaberg ÓF 42


           1281. Múlaberg og 1270. Mánaberg á Siglufirði © mynd Hreiðar Jóhannsson, 30. jan. 2014

31.01.2014 06:30

Mánaberg ÓF 42


             1270. Mánaberg ÓF 42, á Siglufirði, í gær © mynd Hreiðar Jóhannsson, 30. jan. 2014

31.01.2014 06:00

Örnes, í Noregi
                   Örnes, í Noregi © myndir Jón Páll Jakobsson, 27. jan. 2014

30.01.2014 21:29

Aðalbjörg RE 5 og Aðalbjörg II RE 236, seldar - síðasti róður á morgun

Samkvæmt fregnum sem mér barst núna áðan er talið fullvíst að búið sé að selja báðar Aðalbjargirnar úr Reykjavík, til Þórsbergs á Tálknafirði. Fara þær á morgun í síðustu veiðiferðina hjá þeim aðilum í Reykjavik sem gert hafa bátanna út.


          1755. Aðalbjörg RE 5, í Sandgerði og 1269. Aðalbjörg II RE 236, fyrir innan


                         1269. Aðalbjörg II RE 236, í Sandgerði © myndir Emil Páll

Fara báðir í síðasta róður á morgun hjá núverandi útgerðarfélagi og síðan verða þeir afhentir Þórsbergi á Tálknafirði.

 

AF FACEBOOK:

Sigmar Þór Sveinbjörnsson Það verður eftirsjá af þessum skipum úr Reykjavíkurhöfn Emil Páll Jónsson

Sigurbrandur Jakobsson Sorgleg tíðindi

30.01.2014 21:02

Hafsúlan, á Stakksfirði og í Sandgerði

Þessa myndasyrpu tók ég af Hafsúluni er hún fór út frá Keflavík í fyrradag, þétt setin ferðamönnum og var með stefnu þvert yfir Stakksfjörðinn og sjáum við í baksýn á myndunum byggðina í Innri - Njarðvík, svo og fjallið Þorbjörn, fjallið Keilir og meira af fjallahringnum á Reykjanesskaganum og síðan eru nokkrar myndir sem teknar voru þremur tímum síðar er skipið kom til Sandgerðis.


         2511. Hafsúlan siglir út úr Keflavíkurhöfn, fjallið Þorbjörn við Grindavík i baksýn, reykur frá orkuverinu í Svartsengi og byggð í Innri - Njarðvík


             Hér er áfram siglt út á Stakksfjörðinn, Innri - Njarðvík, Þorbjörn, reykurinn í Svartsengi og Fagradalsfjall við Grindavík í baksýn


                                      Enn sama baksvið og á myndinni fyrir ofan


               Hér er enn Innri - Njarðvík, Fagradalsfjall og fleiri Grindavíkurfjöll sem ég man ekki nafnið á


                            Enn er það Innri - Njarðvík og Grindavíkurfjöll í baksýn


            Þarna eru við að komast fyrir endann á byggðinni í Innri - Njarðvík, enda að komast að Vogastapa


               Hér er Hafsúlan komin fram hjá Vogastapa, t.h. er eldisstöð og t.v. eru fyrstu húsin í Vogum.  Fjallið Keilir er þarna áberandi


           Hér er 2500. Hafsúlan komin inn í Sandgerðishöfn og t.v. sést flutningaskipið Vestlandia og hægra megin er það 967. Þórsnes SH 109


                2500. Hafsúlan, í Sandgerðishöfn © myndir Emil Páll, 28. jan. 2014

30.01.2014 20:21

Samskip Akrafell


            Samskip Akrafell, í Rotterdam © mynd MarineTraffic, Ria Maat, 10. okt. 2013

30.01.2014 19:20

Greenland Saga, í Hollandi, síðar Axel og Saga


                Greenland Saga, í Hollandi, síðar Axel og Saga, í dag heitir skipið El Nino © mynd shipspotting, frafo 23. maí 2000

30.01.2014 18:19

Cimo Celtica ex ex 1892. Laxfoss og Hofsá


       Cimo Celtica ex ex 1892. Laxfoss (1986-87) og ex Hofsá (1984-86), í Hamborg, Þýskalandi, heitir í dag Linda  © mynd shipspotting, frafo, 18. sept. 1990.

30.01.2014 17:25

Stakkavík stokkar upp

Fiskifréttir:


Tölvulíkan af bátunum sem Seigla er að smíða fyrir Stakkavík.

Tveir 30 tonna bátar í smíðum, einn bátur lengdur og annar yfirbyggður

Miklar beytingar verða á flota krókaaflamarksbáta hjá Stakkavík efh. í Grindavík. Tveir öflugir bátar eru í smíðum fyrir útgerðina og verið að breyta tveimur bátum. Eftir það mun smábátaútgerð félagsins byggjast á krókabátum af stærri gerðinni, að því er fram kemur í nýjustu Fiskifréttum.

Stakkavík er stærsta útgerðin í krókaaflamarkskerfinu með 3.112 þorskígildistonna kvóta í upphafi fiskveiðiársins, eða 7,4% af heildarkvóta krókaaflamarksbáta.

Hjá Seiglu á Akureyri er verið að smíða tvo 30 brúttótonna krókaaflamarksbáta fyrir Stakkavík. Bátarnir verða 5,6 metrar á breidd og mesta lengd um 14,4 metrar. Þeir verða svipaðir og Saga K sem Seigla smíðaði fyrir Íslendinga í Noregi 2012.

Á síðasta ári keypti Stakkavík Árna í Teigi GK sem er tæp 25 brúttótonn og um 13,8 metrar að lengd. Báturinn hefur fengið nafnið Guðbjörg GK og verið er að byggja yfir hann hjá Siglufjarðar-Seig.

Hjá Siglufjarðar-Seig er einnig verið að lengja Stakkavíkurbátinn Unu GK um 2,2 metra þannig að báturinn verður um 15 metrar að lengd.

30.01.2014 17:18

Grundarfoss, í Hull, Goole og Hamborg

Hér koma nokkrar gamlar myndir, teknar á 9. áratug síðustu aldar, af flutningaskipinu Grundarfossi, sem var þarna með heimahöfn í Reykjavík. Skip þetta er ennþá til og heitir í dag Al Rabeel.


                                   1374. Grundarfoss, í Hull © mynd shipspotting, PWR


                                      1374. Grundarfoss, í Goole © mynd shipspotting, PWR


               1374. Grundarfoss, í Hull © mynd shipspotting, Patrik Hill, 1. maí 1987


           1374. Grundarfoss, í Hamborg © mynd shipspotting, Frafo, 30. mars 1989

30.01.2014 16:17

FGS BONN, birgða- og flutningaskip þýska flotans - verður til sýnis við Skarfabakka

  
             BONN A 1413, í Kiel © mynd MarineTraffic, Nils Junge, 8. apríl 2013

Af vef Landhelgisgæslunnar:


FGS BONN, birgða- og flutningaskip þýska flotans kom í gærmorgun til Reykjavíkurhafnar en skipið mun liggja við Skarfabakka meðan á kurteisisheimsókn skipsins stendur. Skipið verður opið til sýnis á morgun föstudag og laugardag milli klukkan 13:00-16:00.

Meðan skipið er við landið mun það verða við æfingar með Landhelgisgæslunni og björgunarþyrlum finnska flughersins sem auk þess taka þátt í æfingunni Iceland Air Meet 2014.

FGS BONN var smíðað á árunum 2009-2012 og afhent í september 2013 í  Wilhelmshaven. Reynslusiglingar skipsins hafa staðið yfir frá febrúar 2013 en prófanir þurfa að fara fram við  ólíkar veðurfarslegar aðstæður. Fyrsti hluti reynslusiglingarinnar fer fram á Norður Atlantshafi, er síðan siglt áfram til Karíbahafsins og Gíneuflóa áður en haldið verður tilbaka til Þýskalands í maí 2014. FGS BONN er nú að koma beint frá Wilhelmshaven en næstu hafnir eru áætlaðar Halifax í Kanada, New York í Bandaríkjunum, Santo Domingo í Dóminíkanska lýðveldinu, Lagos í Nígeríu, Cotonou í Benin, V - Afríku og Las Palmas á Kanaríeyjum.

Skipið er 20.000 tonn að stærð, 174 m að lengd og 24 m að breidd en það ristir 7.4 metra.  Um borð er aðstaða fyrir 237 manns þ.a.m. þyrluáhöfn og sjúklinga.


30.01.2014 15:16

Elín Kristín GK 83, í Sandgerði, í gær


                      7423. Elín Kristín GK 83, að koma inn til Sandgerðis, í gær


            7423. Elín Kristín GK 83, á siglingu innan Sandgerðishafnar í gær, þ.e. frá löndun við hafnargarðinn og yfir í  smábátahöfnina. Á tveimur myndanna sést er hún mætti 2733. Von GK 113 og eins sjást rútur sem biðu á hafnargarðinum eftir 2511. Hafsúlu, sem hefur siglt m.a. frá Sandgerði © myndir Emil Páll, 29. jan. 2014