Færslur: 2014 Janúar

22.01.2014 15:29

Þorsteinn Gíslason GK 2 - í dag Jökull SK 16


         288. Þorsteinn Gíslason GK 2, í Grindavík  © mynd Emil Páll, 20. júlí 2008 - heitir í dag Jökull SK 16

22.01.2014 14:27

Þegar Baldur KE 97, var tekinn á land til varðveislu


                 311. Baldur KE 97, hífður á land í Keflavíkurhöfn til varðveislu


             311. Baldur KE 97, fluttur í átt að Grófinni, þar sem hann stendur í dag
                                                    © myndir Emil Páll

22.01.2014 13:27

Edda SI 200


               1888. Edda SI 200  á Siglufirði © mynd Hreiðar Jóhannsson, 21. jan. 2014

22.01.2014 12:26

Kristján KE 21                  712. Kristján KE 21, í Dráttarbraut Keflavíkur © mynd Emil Páll, 1977

22.01.2014 11:35

Hvidbjoernen F360, á Stakksfirði í gær


                  Hvidbjoernen F360, á Stakksfirði í gær © myndir Emil Páll, 21. jan. 2014

22.01.2014 10:32

Una SU 3, hífð á land á Siglufirði
                 1890. Una SU 3, á Siglufirði © myndir Hreiðar Jóhannsson, 21. jan. 2014

22.01.2014 09:36

Otur SI 100


               2471. Otur SI 100, á Siglufirði © mynd Hreiðar Jóhannsson, 21. jan. 2014

22.01.2014 08:35

Hafdís SI 131 og Víkingur SK 78


         7396. Hafdís SI 131 og 7418. Víkingur SK 78, á Siglufirði © mynd Hreiðar Jóhannsson, 21. jan. 2014

22.01.2014 07:00

Staðarvík GK 44


               1600. Staðarvík GK 44, í Sandgerði í gær © mynd Emil Páll, 21. jan. 2014

22.01.2014 06:00

Eyjólfur Ólafsson HU 100


              2175. Eyjólfur Ólafsson HU 100, í Sandgerðishöfn, í gær © mynd Emil Páll, 21. jan. 2014

21.01.2014 21:07

Flettingar komnar yfir 7 milljónir á síðunni - öflugt lið ljósmyndara o.fl.

Þó síðan sé aðeins rétt rúmlega fjögurra ára gömul náði fjöldi flettingu sl. sunnudag að verða samtals á þessum tíma 7 milljónir og síðan þá hafa bæst um 30 þúsund flettingar við.

Af því tilefni ætla ég nú að grobba mig svolítið með eftirfarandi staðreyndum:

Mánaðarlega set ég inn 600 til um og yfir 800 myndir. Margar nýjar, en einnig endurbirtingar. Til þess að ná því takmarki að koma með sem flestar nýjar hefur mér tekist að framkalla öflugt net ljósmyndara, bæði hér innanlands og eins utanlands, sem senda mér myndir reglulega.

Birti ég nú myndir af sex ljósmyndurum, en þeir eru þó ekki nærri allur ljósmyndarahópurinn, því of langt mál væri að telja þá alla upp, auka manna sem senda mér annað slagið myndir. Þeir sem eru á myndunum eru ekki staðbundnir algjörlega því eins og fram kemur nú þegar ég tel þá upp þá hafa þeir tekið myndir fyrir mig víða.

Birti ég nú nöfn þessara sex í stafrófsröð og segi um leið hvaðan þeir koma með myndir.:

Bjarni Guðmundsson, hann er á Neskaupstað, en hefur að auki sent mér myndir víða af austfjörðum og raunar myndir sem hann hefur tekið all í kring um landið svo og af sjó.

Heiða Lára, eða Aðalheiður Lára Guðmundsdóttir, eins og hún heitir réttu nafni, býr á Grundarfirði og þaðan koma myndir, sem og víðar af Snæfellsnesi, nýlega komu myndir frá Ísafirði og frá henni hafa komið myndir af Suðurnesjum, Suðurlandi og víðar.

Jónas Jónsson, býr i Sandgerði og hefur tekið fyrir mig myndir á Vestfjörðum,  Suðurlandi, Húsavík, Hólmavík og víðar.

Sigurbrandur Jakobsson, býr í dag á Akureyri og þaðan streyma frá honum myndir, sem og víðar af Norðurlandi, Akranesi, Snæfellsnesi, Reykjavík, Austfjörðum, Vestfjörðum, Vestmannaeyjum og víðar.

Svafar Gestsson, hefur sent mér mikið af myndum teknum úti á sjó bæði hérlendis sem erlendis, auk mynda frá Akureyri, Húsavík og víðar, að ógleymdum myndum teknum víða erlendis, s.s. Noregi, fjarlægðum löndum og víðar.

Þorgrímur Ómar Tavsen, hefur tekið mikið að myndum fyrir mig úti á sjó, auk mynda á Suðurnesjum, höfuðborgarsvæðinu, Vestfjörðum, Norðurlandi og nánast um allt land.


                                                Bjarni Guðmundsson


                                            Sigurbrandur Jakobsson


           Þorgrímur Ómar Tavsen og Heiða Lára, eða Aðalheiður Lára Guðmundsdóttir, eins og hún heitir fullu nafni


                           Svafar Gestsson (t.h.) ásamt Emil Páli Jónssyni


                                                           Jónas Jónsson
                 
                    © allar myndirnar, nema sú sem er af Sigurbrandi, eru teknar af Emil Páli

Sem fyrr segir er þetta ekki nema lítill hluti þeirra manna sem taka myndir fyrir mig, því of langt væri að telja þá alla upp. Kannski fæ ég þó tækifæri til að gera það fljótlega. Þá eru þó nokkuð um það að ýmsir aðilar sem starfa í þjónustustörfum og ferðast mikið taki myndir fyrir mig í leiðinni. Einnig hef ég aðgang að síðum sem enn aðrir eru með og má taka myndir þaðan eftir þörfum

En að auki hef ég í kring um mig stóran stuðningshóp sem styður mig og aðstoðar með ýmsum hætti

      Öllum þessu fólki sendi ég kærar þakkir fyrir, því án þeirra væri síðan ekki það sem hún er í dag

                    Kær kveðja Emil Páll

 

AF Facebook:

Þorgrímur Ómar Tavsen Ánægður með að fá að taka þátt í svona flottri síðu

Einar Örn Einarsson Flott framtak Emil Páll Jónsson ometanlegt ad hafa adgengi ad svona miklum frodleik og søgu. Kvedja fra Afriku


AF Netinu:

Stefán Þorgeir: Nú eru tímamót hjá kallinum og óska ég þér og ykkur til hamingju með þennan glæsilega árangur en mér finnst eitt vannta og það er það að þú opnir commentakerfið aftur og þeir sem eru með kjaft við þig verða bara að eiga það við sjálfan

Emil Páll: Sendi kærar þakkir fyrir það sem hér hefur komið, en sem svar við fyrirspurn Stefáns er að athugasemdarkerfið verður aldrei opnað á þessari síðu, eða öðrum síðum sem ég verð með.

21.01.2014 20:20

Sólplast:: Guðríður RE 12, innpökkuð og áfram unnið við lengingu o.fl. varðandi Bryndísi SH 128

Áætlað er að Guðríður RE 12, sem verið hefur í ýmsum lagfæringum verði tekin úr húsi um helgina, en nú er verið að sprauta bátinn og því var búið að pakka honum inn í dag, þ.e. setja yfir þá staði sem ekki á að sprauta með þeim lit sem settur verður fyrst á bátinn.

Í sama húsi er unnið við frágang á lengingu o.fl. varðandi Bryndísi SH 128 og í enn öðru húsi er unnið við að fullgera bát, sem aldrei hefur verið sjósettur, en var upphaflega byggður hjá Bláfelli á Ásbrú.

Hér birti ég myndir af fyrstnefndu bátunum tveimur, sem ég tók í dag í aðsetri Sólplasts, í Sandgerði.


                                     6757. Guðríður RE 12, innpökkuð, í dag


               Þórður Adolfsson, eigandi Guðríðar að vinna bátinn undir málningu


           Hér sést hvernig báturinn mun líta út, nú eftir að búið er að lengja hann, en enn er verið að endurbæta hann á ýmsa vegu


            Hér er aðalbreytingin komin á bátinn © myndir Emil Páll, í dag, 21. jan. 2014

21.01.2014 19:45

Just Mariiam fær ekki að fara úr höfn

ruv.is:

Mynd: Rúv
 

 

 

  •  
  •  

Tollayfirvöld heimila ekki að skipið Just Mariiam fari úr höfn. Skipið kom hingað til lands rétt fyrir áramót til þess að safna brotajárni. Umhverfisstofnun hefur kært málið til lögreglu þar sem skipverjar höfðu ekki tilskilin leyfi.

Skipið er skráð í Moldóvu og kom til Hafnar í Hornafirði frá Noregi 27. desember. Þá var enginn farmur um borð í skipinu. Samkvæmt upplýsingum frá hafnarstarfsmönnum á Höfn fengu skipverjar þar brotajárn frá verktakafyrirtækinu Rósabergi. Aðallega gamalt járnarusl, gamlar vinnuvélar og fleira, alls á annað hundrað tonn.

Framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir að skipverjar hafi fengið brotajárnið gefins en félagið hafi ekki haft hugmynd um að þeir störfuðu án tilskilinna leyfa. Áður hafi maður af erlendum uppruna haft samband við verktakana og fengið leyfi til að hirða járnadraslið. Svo virðist sem maður á vegum útgerðarinnar leiti uppi járnarusl hér á landi.

Skipið sigldi frá Höfn til Hafnarfjarðar 8. janúar. Starfsmenn Umhverfisstofnunar fóru í eftirlitsferð um borð í skipið á dögunum og gátu skipverjar þá ekki framvísað starfsleyfi til meðhöndlunar á úrgangi og heldur ekki leyfi til flutnings á spilliefnum milli landa. Reglur um slíkt eru til að koma í veg fyrir að spilliefnum, sem dýrt er að farga, sé safnað í þróuðum löndum og þeim hent á ruslahauga í fátækari löndum. Þá kærði Umhverfisstofnun málið til lögreglu og fór fram á að skipið fengi ekki að fara úr höfn. Skipið átti að sigla með brotajárnið til Tripoli, höfuðborgar Líbíu í lok þessarar viku. Talið er að þar hafi átt að bræða brotajárnið.

Kristinn Már Ársælsson, teymisstjóri hjá Umhverfisstofnun, segir við fréttastofu að tollayfirvöld hér á landi ætli ekki að veita skipinu leyfi til að sigla úr höfn að svo stöddu. Umhverfisstofnun hefur sent hafnarumboðsmanni Just Mariiam bréf, þar sem óskað er skýringa. Þar á bæ sögðust menn ekki hafa vitað að skipið væri án leyfis og ekkert um hvað þeir voru að gera hér á landi.  


                               Just Marian, í Hafnarfirði © mynd ruv.is

 

21.01.2014 19:28

Fyrstu myndirnar úr 1. veiðiferð Þerneyjar RE 1, á þessu ári ( úr Barentshafi)

Þrátt fyrir að þeir á Þerney RE 1, séu nú í sinni annarri viku í 1. veiðiferð ársins, sem að þessu sinni er í Barentshafi, hefur ekki komið mikið að myndum frá þeim, raunar aðeins þær tvær sem nú birtast.


          Í morgunmatnum (gærmorgun, þ.e. 20. jan.) um kl. 08.00 var þessi sjón út um kýraugað í borðsalnum


         Svona leit síðdegið (í gær) út. Svona veður hefur verið á okkur síðan við komum hingað fyrir rúmri viku

           © myndir skipverjar á 2203. Þerney RE 1, í 1. veiðiferðinni 2014, teknar 20. jan. 2014

21.01.2014 18:18

Lundey NS 14, í Reykjavíkurhöfn


               155. Lundey NS 14, í Reykjavíkurhöfn © mynd Emil Páll, 11. júlí  2008.