Færslur: 2014 Janúar

29.01.2014 15:12

Þuríður Halldórsdóttir GK 94


                       1645. Þuríður Halldórsdóttir GK 94 © mynd af síðu Ramma hf

29.01.2014 14:22

Muggur KE 57


               2771. Muggur KE 57, í Sandgerði, í gær © mynd Emil Páll, 28. jan. 2014

29.01.2014 13:22

Íslendingar skipta um millidekk í Baldvini NC 100, í Póllandi

Gamall skólafélagi minn og fermingarbróðir, Helgi Sigfússon, á Reyðarfirði, sendi mér þessar myndir, sem teknar voru í Póllandi, en sonur Helga, Heiðar Ingi sem býr á Akureyri og starfar hjá Vélsm. Hamri, hefur ásamt nokkrum af vinnufélögum sínum verið, úti í Póllandi að skipta um millidekk í Baldvin NC 100 og eiga hugsanlega eftir um mánaðarvinnu.
      Baldvin NC 100 ex 2212, í Póllandi © myndir Heiðar Ingi Helgason, í jan. 2014

29.01.2014 12:25

Hafsúla og Muggur KE 57, í Sandgerði, í gær
        2511. Hafsúla og 2771. Muggur KE 57, í Sandgerði, í gær © myndir Emil Páll, 28. jan. 2014

29.01.2014 11:37

Fróði II ÁR 38


                                   2773. Fróði II ÁR 38 © mynd af síðu Ramma hf

29.01.2014 10:32

Geysir ex Rainbow Hope - sem var í mörg ár í reglulegum flutningum til Njarðvíkur

Í mörg ár stundaði flutningaskipið Rainbow Hope, flutninga á Varnarliðsvörum til Njarðvíkur, með því að bjóða lægra en Eimskip, síðar fékk skipið nafnið Geysir og enn í dag er það gert út undir því nafni. Hér birti ég þrjár myndir af skipinu undir Geysisnafninu, sem það hefur borið frá árinu 2000, en fyrra nafnið Rainbow Hope bar það á árunum 1984 til 2000.            Geysir, í Kiel Chanel © mynd shipspotting, Aleksi Lingström, 12. ágúst 2009


                Geysir, í Cuxhaven, Þýskalandi  © mynd shipspotting, Frafo 15. ágúst 2009


           Geysir ex Rainbow Hope, í Norfolk, USA © mynd shipspotting, Lorraine Morril, 11. okt. 2010

29.01.2014 09:30

Oddur á Nesi SI 76, Bára SH 27, Mánaberg ÓF 42 o.fl. á Siglufirð


         2799. Oddur á Nesi SI 76, 2102. Bára SH 27 og 1270. Mánaberg ÓF 42, á Siglufirði


         2799. Oddur á Nesi SI 76 o.fl. á Siglufirði myndir Hreiðar Jóhannsson, 27. jan. 2014

29.01.2014 08:26

Silver river ex Langfoss
          Silver River ex Langfoss, í Ijmuiden, Hollandi © myndir shipspotting, Moolen, 25. jan. 2014

29.01.2014 06:35

Bergur Vigfús GK 43, Andey GK 66, Muggur KE 57, Signý HU 10 og Maggi Jóns KE 77, í gær


          2746. Bergur Vigfús GK 43, 2405. Andey GK 66, 2771. Muggur KE 57, 2630. Signý HU 10 og 2711. Maggi Jóns KE 77, í Sandgerði, í gær © mynd Emil Páll, 28. jan. 2014

29.01.2014 06:00

Togaralöndun á Siglufirði


                   Togaralöndun á Siglufirði © Hreiðar Jóhannsson, 27. jan. 2014

28.01.2014 21:00

Guðríður RE 12: Útskrifuð hjá Sólplasti í dag og sigldi þá til heimahafnar

Í dag lauk öllum lagfæringum sem átti að framkvæma á bátnum og því fór hann undir kvöld frá Sólplasti og var dreginn niður á Sandgerðishöfn þar sem hann var sjósettur og fór síðan beina leið til heimahafnar.

Tók ég þessa myndasyrpu er sýnir frá því að lagt var af stað frá Sólplasti og sjósetning fór fram og báturinn brunaði heim á leið.


         Eigandinn sá sjálfur um að draga bátinn til sjávar og hér ekur hann út af athafnarsvæði Sólplasts og út á Strandgötuna í Sandgerði rétt fyrir kl. 17 í dag


                                     

                                       Hér er stefnan tekin í átt niður að höfn


                                           Bakkað niður sjósetningabrautina

                                                             Kerran komin í sjó


                Kristján Nielsen, hjá Sólplasti t.v. og Þórður Adolfsson, bátseigandi t.h.


                                                      Fallegur bátur


                    Báturinn kominn á flot og Þórður bakkar honum út á höfnina


                                              Búið að kveikja ljósin


                                                  Siglt af stað út úr höfninni             6757. Guðríður RE 12, heldur heim á leið um kl. 17 í dag og var áætlað að siglingin tæki um hálfa aðra klukkustund, en fara átti í Snarfarahöfn, í Reykjavík. Tíðindarmanni síðunnar var boðið að koma með, en þar sem birtan var að hverfa þakkaði hann fyrir gott boð og sleppti sjóferðinni að þessu sinni.

28.01.2014 20:21

Gísli Súrsson GK 8, í Sandgerði, í dag


                2608. Gísli Súrsson GK 8, í Sandgerði, í dag  © mynd Emil Páll, 28. jan. 2014

28.01.2014 19:20

Þórsnes SH 109, í Sandgerði, í dag            967. Þórsnes SH 109, í Sandgerði, í dag © mynd Emil Páll, 28. jan. 2014

28.01.2014 18:17

Maron GK 522, að koma til Njarðvíkur í dag


           363. Maron GK 522, að koma inn til Njarðvíkur í dag © myndir Emil Páll, 28. jan. 2014

28.01.2014 17:20

Hafsúlan, Þórsnes II SH, Muggur KE og Keilir, í dag            2511. Hafsúlan, ný farin með farþegar út frá Keflavík, 1424. Þórsnes II SH, á leið til Njarðvíkur og fjallið Keilir, í dag


         2771. Muggur KE 57, siglir fram hjá 2511. Hafsúlunni, í Sandgerðishöfn nú undir kvöldið © myndir Emil Páll, 28. jan. 2014