Færslur: 2014 Janúar

12.01.2014 16:35

Von GK 113 og Muggur KE 57, með fullfermi í Sandgerði


          2733. Von GK 113 og 2771 Muggur KE 57 með fullfermi, í Sandgerði © mynd Emil Páll, 2009

12.01.2014 16:10

Svafar Gestsson, kominn á einn fyrrum íslenskan í Örnes, í Noregi - myndir frá því í dag

Vinur síðunnar Svafar Gestsson, er nú komin í skipspláss í Örnes í Noregi og nú á fyrrum íslenskan, bát sem hér bar m.a. nöfnin Skotta KE, Skotta HF og Eldborg. Ljóst er því að nú eru tveir ljósmyndarar síðunnar staðsettir þarna, því Jón Páll Jakobsson frá Bíldudal er líka þarna.

Hér koma fyrstu myndirnar frá Svafari og er ein þeirra af bátnum sem hann er á.


                    Polarhav ex ex 2140. Skotta KE o.fl. nöfn, í Örnes, Noregi, í dag
                     Frá Örnes, í Noregi, í dag © myndir Svafar Gestsson, 12. jan. 2014

12.01.2014 15:25

Von GK 113


                         2733. Von GK 113 í Sandgerði © mynd Emil Páll, í apríl 2009

12.01.2014 14:27

Þórir SF 77 og Skinney SF 20, á Hornafirði


         2731. Þórir SF 77 og 2732. Skinney SF 20, á Hornarfirði © mynd Svafar Gestsson, 2009

12.01.2014 13:32

Hringur GK 18


                     2728. Hringur GK 18, í Hafnarfirði  © mynd Emil Páll, 26. jan. 2009

12.01.2014 12:33

Kristinn II SH 712, í Ólafsvík


             2712. Kristinn II SH 712, í höfn í Ólafsvík © mynd Emil Páll, 29. ágúst 2009

12.01.2014 11:49

Svalur BA 120


                             2701. Svalur BA 120, í Reykjavík © mynd Emil Páll, 2009

12.01.2014 11:00

Bergur VE 44, í Njarðvík og í Reykjavík


               2677. Bergur VE 44, kom við í Njarðvík til að taka ís © mynd Emil Páll, í júlí 2009


                 2677. Bergur VE 44, í Reykjavíkurslipp © mynd Emil Páll, í apríl 2009

12.01.2014 10:00

Magni


                            2686. Magni, í Reykjavíkurhöfn  © mynd Emil Páll, 6. feb. 2009

12.01.2014 09:00

Kóni II SH 52, á Rifi


                           2682. Kóni II SH 52, á Rifi © mynd Emil Páll, 29. ágúst 2009

12.01.2014 08:00

Hópsnes GK 77


                   2673. Hópsnes GK 77, í Grindavík © mynd Emil Páll, 26. jan. 2009

12.01.2014 07:00

Þórkatla GK 9


               2670. Þórkatla GK 9, að koma inn til Grindavíkur  © mynd Emil Páll, 1. apríl 2009

11.01.2014 21:08

Syrpa: Happasæll KE 94, að koma inn til Sandgerðis í dag - Síðasti Brandenborgarinn

Hér koma mjög svo fallegar myndir af Happasæl KE 94, er hann kom inn til Sandgerðis rétt fyrir kl 15 í dag og er fegurðin fólgin í skýjabólstrunum og birtunni. Bátur þessi er sá síðasti af svokölluðum 101 tonna Brandenborgarbátum sem komu í kring um 1961
 


 


           13. Happasæll KE 94, kemur fyrir grjótvarnargarðinn í Sandgerði í dag rétt fyrir kl. 15. Raunar eru þessar tvær,  sama myndin, þ.e. sú neðri er tekin með skjáskoti af þeirri efri og því er skipið stærra á henni. (Svona smá blöff)


 


 


 


              Hér hefur báturinn klárað að beygja fyrir grjótgarðinn og stendir inn í Sandgerðishöfn
 


 


 


 


 


                          Hér er hann farinn að nálgast bryggjuna

 


 


 


                      Hér er hann nánast kominn í löndunarplássið..

 


                        ..og löndun hafin í Sandgerðishöfn í dag


 


 


             13. Happasæll KE 94, í Sandgerðishöfn í dag © myndir Emil Páll, 11. jan. 2014


Smíðaður hjá Brandenburg/Havel, Brandenburg, Þýskalandi 1961, eftir teikningu Hjálmars R. Bárðarsonar. Kom til Keflavíkur í fyrsta sinn um páskana 1961.  Lengdur um miðjuna og að aftan og skutur sleginn út, hjá Ósey hf., Hafnarfirði 1995.

Sem Árni Þorkelsson KE 46 valt báturinn á hvolf og inn í nótina, í Garðsjó eða úti af Hólmsbergi. Vann Hafsteinn  Jóhannsson á Eldingunni þá mikið þrekvirki er hann skar bátinn út úr nótinni og rétti hann sig þá við. Fyrir dómi tapaði Hafsteinn þó björgunarlaununum að mestu.

Nöfn: Árni Þorkelsson KE 46, Andvari KE 93, Blátindur VE 30,  Snætindur ÁR 88, Gulltoppur ÁR 321, Litlaberg ÁR 155, Búddi KE 9 og núverandi nafn: Happasæll KE 94

11.01.2014 20:30

Guðmundur á Hópi GK 203

 

             2664. Guðmundur á Hópi GK 203, í Reykjavíkurhöfn  © mynd Emil Páll, 9. feb. 2009

11.01.2014 19:26

Happasæll KE 94 ( plastbáturinn)


 

  
          2660. Happasæll KE 94, að koma inn til Njarðvíkurhafnar © mynd Emil Páll

 

AF FACEBOOK:

Árni Árnason skemmtileg mynd af Happasæli.