Færslur: 2013 September

20.09.2013 19:15

Triton ST 100

       
                                7714. Tríton ST 100 © mynd Jón Páll Ásgeirsson, 2013

20.09.2013 18:14

Kristbjörg HF 177, keypt til Njarðvíkur

Undanfarna daga hafa staðið yfir samningaviðræður milli Hólmgríms Sigvaldasonar og útgerðar Kristbjargar HF 177, um kaup þess fyrrnefnda á bátnum. Munu málin vera komin í gegn og hef ég heyrt að verið sé að sækja bátinn til Hafnarfjarðar og komi hann því jafnvel í kvöld til Njarðvíkur, en áhöfn Grímsness BA 555 mun verða á skipinu og skipstjóri því Guðjón Bragason.
Trúlega verður báturinn skráður í eigu Marons ehf., en það fyrirtæki er nú skráð fyrir Grímsnesi, Maron og Sægrími.

Skip þetta er smíðað í Florö, í Noregi 1964 og yfirbyggt 1986 og hefur borið nöfnin: Fróðaklettur GK, Drangey SK, Vestri BA, Örvar SH og Kristbjörg ÁR. HF og ÍS og aftur HF.              239. Kristbjörg HF 177, við bryggju í Hafnarfirði © myndir Emil Páll, 5. maí 2013

 

AF FACEBOOK:

Alfons Finnsson Frábær bátur, algjör sjóborg

20.09.2013 17:42

Fjóla GK 121 í mokveiði, núna áðan

Þó ég sé búinn að horfa á marga báta við makrílveiðarnar nú í sumar, er sú sjón sem blasti við mér áðan algjör undantekning, standslaust makríll á krókum bátsins. - Birti ég hér eina mynd af þessari miklu veiði, en nánar birtast myndir af bátnum og veiðinni, síðar í kvöld hér á síðunni.


           1516. Fjóla GK 121, núna áðan, makríll nánast á öllum krókum- nánar um það síðar í kvöld © mynd Emil Páll, 20. sept. 2013

20.09.2013 17:15

Guðrún Ragna BA 162


                7670. Guðrún Ragna BA 162 © mynd  Jón Páll Ásgeirsson, 2013

20.09.2013 16:21

Hilmir ST 1


                                    7456. Hilmir ST 1 © mynd Jón Páll Ásgeirsson, 2013

20.09.2013 15:16

Frigg ST 69


                               7363. Frigg ST 69 © mynd Jón Páll Ásgeirsson, 2013

20.09.2013 14:19

Bogga ST 55


                                 7321. Bogga ST 55 © mynd Jón Páll Ásgeirsson, 2013

20.09.2013 13:18

Óskar SK 13

 

                           7022. Óskar SK 13 © mynd  Jón Páll Ásgeirsson, 2013

20.09.2013 12:18

Arnþór GK 20

 

        2325. Arnþór GK 20, í Keflavíkurhöfn © mynd Sigurður Bergþórsson, 18. sept. 2013

20.09.2013 11:59

Heimilt að veiða makríl út september

mbl.is, fyrir nokkrum mínútum:

Sjávarútvegsráðherra hefur ákveðið að heimilað verði að stunda færaveiðar á makríl á grunnslóð til 30. september. Reglugerð um það verður gefin út síðar í dag.

Þetta kemur fram á vef Landssambands smábátaeigenda (LS).

Fram kemur, að LS hafi fylgst náið með gangi veiðanna og telur afar mikilvægt að veiðarnar verði leyfðar út vertíðina.  
„Þannig mundu mikilvægar upplýsingar nást um göngu makrílsins auk stærðarsamsetningu og gæða. Af þessum sökum var óskað eftir við ráðherra að veiðarnar yrðu ekki stöðvaðar í dag 20. september eins og reglugerð kvað á um,“ segir í tilkynningunni.
Þá segir, að í dag séu veiðisvæðin fimm talsins; á Steingrímsfirði, útifyrir Snæfellsnesi, í Helguvík, í Sandvík og á Berufirði. Loks kemur fram að heildarveiði smábáta sé nú komin í 4.518 tonn.

20.09.2013 11:05

Neptune EA 41, Anna EA 305 og Týr, í Akureyrarhöfn, í morgun

 

              2266. Neptune EA 41, 2870. Anna EA 305 og 1421. Týr, í Akureyrnarhöfn í morgun © mynd af vefmyndavél Akureyrarhafnar 20. sept. 2013

20.09.2013 10:25

Sægrímur GK 525


             2101. Sægrímur GK 525, í Njarðvíkurhöfn © mynd Sigurður Bergþórsson, 18. sept. 2013

20.09.2013 09:49

Komið að lokum hvalvertíðar

Skessuhorn.is, í gær:

 

 
 

 

 

Kippur kom í hvalveiðina í vikunni strax og veður lægði eftir þrálátar haustlægðir að undanförnu. Hvalveiðiskipin hafa átt í erfiðleikum með að athafna sig í hafróti að undanförnu og þá verður dagurinn sífellt styttri eftir því sem líður á haustið. Bæði hvalveiðiskipin, Hvalur 8 og Hvalur 9, komu í gær til hafnar í Hvalfirði með tvær langreyðar hvort skip. Þar með voru 128 langreyðar komnar til vinnslu í Hvalstöðinni á þessari vertíð, af 154 dýrum sem leyfilegt er að veiða. Gunnlaugur Fjólar Gunnlaugsson stöðvarstjóri segir að nú hylli undir lok vertíðarinnar og veiðum muni væntanlega ljúka í næstu viku, enda veðrátta og birtuskilyrði farinn að setja strik í reikninginn þegar þessi tími er kominn. Gunnlaugur segir veiðarnar hafa gengið ótrúlega vel miðað við óhagstæða veðráttu í sumar. Hann segir að hvalkjötið fari eins og áður á markað í Japan. Fréttir bárust af því í sumar að gámar með hvalkjöti hafi ekki komist á markað til Japans vegna tregðu flutningafyrirtækja til að flytja það þangað, en engu að síður virðist ekki vera neinn bilbugar á þeim Hvalsmönnum að afsetja afurðirnar. Á vertíðinni hafa starfað yfir 150 manns að meðtöldum skipverjum á hvalbátunum, flestir í Hvalfriði en einnig á Akranesi og Hafnarfirði.

20.09.2013 09:37

Safnkostur á siglingu

bb.is:

Sjóhæfir bátar Byggðasafns Vestfjarða sigla á Skutulsfirði.
Sjóhæfir bátar Byggðasafns Vestfjarða sigla á Skutulsfirði.

 

Fimm bátar í eigu Byggðasafns Vestfjarða sigldu saman á Pollinum í gær. Þarna voru á ferðinni Gestur frá Vigur, Hermóður frá Ögurvík, Jóhanna frá Dynjanda, Eljan frá Nesi og Gunnar Sigurðsson frá Ísafirði. Bátarnir eru misgamlir, sá elsti er smíðaður 1906 en hinn yngsti 1974. Verið er að taka bátana á land, en tækifærið var notað til að ná mynd af öllum bátunum saman. „Það stendur til að gefa út bækling um bátakost safnsins, og þetta er liður í þeirri vinnu,“ segir Jón Sigurpálsson, forstöðumaður safnsins. Bæklingurinn verður gefinn út með stuðningi Menningarráðs Vestfjarða, en fimmtán bátar eru í eigu safnsins.

„Markmiðið er að sem allra flestir þeirra verði sjóhæfir,“ segir Jón, en auk þeirra fimm sem sigldu í gær er unnið að viðgerðum á sjötta bátnum, Sædísi frá Ísafirði. „Í framtíðinni siglum við bátunum á hátíðlegum stundum, bæjarbúum til yndisauka.“20.09.2013 09:30

Tungufell BA 326


            1639. Tungufell BA 326, í Njarðvík © mynd Sigurður Bergþórsson, 18. sept. 2013