Færslur: 2013 September

25.09.2013 16:24

Viðar ÍS 500


               2493. VIÐAR ÍS 500 © mynd MarineTraffic, Sigurður Bergþórsson, 12. júlí 2013

25.09.2013 15:18

Ingunn AK 150 og Silver Horn, á Vopnafirði
          2388. Ingunn AK 150 og Silver Horn, á Vopnafirði © myndir Faxagengið, faxire9.123.is  22. eða 23. sept. 2013

25.09.2013 14:49

Markús ÍS sökk öðru sinni

ruv.is:
                             Flateyri. Mynd: Wikimedia Commons

Eigandi Markúsar ÍS segir að báturinn hafi sokkið í síðustu viku, en vangaveltur hafa verið um hvað varð um bátinn eftir að hann var dreginn úr höfninni á Flateyri.

Báturinn sökk í Flateyrarhöfn í síðusta mánuði, en var hífður upp. BB á Ísafirði greindi frá því að flytja hafi átt bátinn til Ísafjarðar til niðurrifs, en þangað hafi hann aldrei komið. Ekkert hafi verið tilkynnt til Rannsóknarnefndar samgönguslysa, eins og lög kveða á um.

Markús var í eigu Reddingar ehf. og var Kristbjörg ÍS með bátinn í togi, en GSA  ehf. á Kristbjörgu. Bæði félög eru að einhverju leyti í eigu sömu manna.

Kristján Sigurður Kristjánsson hjá Reddingu sagði við fréttastofu fyrir hádegið að Markús hafi sokkið  út af Sauðanesi 19. september þegar verið var að draga hann til Ísafjarðar. Hann sagðist ekki hafa gert sér grein fyrir því að sér bæri að tilkynna það til Rannsóknarnefndar samgönguslysa, en búið væri að því núna. Hjá nefndinni fengust þau svör að tilkynning hefði borist í morgun. Þar á bæ hefðu menn fjölmargar spurningar sem óskað yrði svara við.

Kristján Sigurður sagði að vélin hefði verið tekin úr bátnum, mest allt járn og að engin spilliefni hefðu verið um borð. Hann sagði bátinn liggja á 18 til 20 faðma dýpi, sem eru á milli 30 og 40 metrar. Hlynur Snorrason, yfirlögregluþjónn á Ísafirði, sagði að málið hefði ekki borist lögreglunni með formlegum hætti.


25.09.2013 14:40

Njósnir Fiskistofu, voru ólöglegar

 

visir.is:

 
Njósnir í Njarðvíkurhöfn. Fiskistofa aflaði gagna um meint brot gegn fiskveiðilögsögunni með falinni myndavél. Myndin tengist fréttinni ekki að öðru leyti en því að hún er frá Njarðvíkurhöfn.
Njósnir í Njarðvíkurhöfn. Fiskistofa aflaði gagna um meint brot gegn fiskveiðilögsögunni með falinni myndavél. Myndin tengist fréttinni ekki að öðru leyti en því að hún er frá Njarðvíkurhöfn. PJETUR
Jakob Bjarnar skrifar:

Persónuvernd sendi nýlega frá sér úrskurð í kærumáli manns sem gripinn var við meint brot á fiskveiðilöggjöfinni. Fiskistofa beitti falinni myndavél en Persónuvernd hefur úrskurð um ólögmæti slíkra rannsóknaraðferða.

Maðurinn sem heitir Sigvaldi Hólmgrímsson kærði Fiskistofu til Persónuverndar fyrir að hafa notað falda myndavél við að koma upp um meint brot hans á fiskveiðilöggjöfinni. Atvikið átti sér stað í Njarðvíkurhöfn. Persónuvernd hefur tekið kæru Sigvalda til athugunar og nú liggur fyrir úrskurður sem felur í sér að Fiskistofu er gert að eyða gögnum sem aflað var með þessum hætti. Spurt er hvort þetta bindi ekki hendur Fiskistofu vilji hún koma í veg fyrir brot sem þessi? Eyþór Björnsson er Fiskistofustjóri:

"Ég myndi kannski ekki orða það þannig. Þetta er mikilvæg löggjöf sem Persónuvernd er að framfylgja þarna. En, eftirlit með myndavélum er gríðarlega mikilvægt fyrir Fiskistofu. Við þurfum mjög á því að halda að geta beitt myndavélum í okkar eftirliti."

Að sögn Eyþórs eru allir eftirlitsmenn Fiskistofu búnir myndavélum til að geta tekið ljósmyndir og eins myndbandsbrot. En, almennt er ekki verið að nota myndavélar sem og í þessu tilfelli sem Persónuvernd var að úrskurða um.

Úrskurðurinn virðist ávísun á að illmögulegt sé að koma upp um brot af þessu tagi. "Þetta er mjög erfiður málaflokkur. Erfitt að upplýsa brot ef við megum ekki nota myndavélar. Gerir okkur erfitt fyrir. Það er svo mikilvægt fyrir okkur að átta okkur á því hvernig aðilar haga sér við að fremja brotin svo við getum gripið inní og stöðvað þau brot."

Gríðarlegir hagsmunir eru í húfi. "Það er erfitt að meta það nákvæmlega en auðvitað höfum við staðið aðila að framhjálöndun, þar sem ákveðnu magni hefur verið skotið fram hjá vigt. Þetta eru miklar upphæðir og ef slík brot eiga sér stað yfir langt tímabil, þá erum við að tala um mjög miklar upphæðir," segir Eyþór Björnsson.

Yfirskrift skeytis sem fréttastofu barst frá Sigvald Hólmgrímssyni, þar sem hann vakti athygli á þessum athyglisverða úrskurði, var með yfirskriftinni Njósnir í Njarðvíkurhöfn. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir tókst ekki að ná tali af Sigvalda og fá hans útleggingu á niðurstöðunni.

AF FACEBOOK:

Þorgrímur Ómar Tavsen Myndir af mér sem og aðferðir sem Fiskistofa hefur notað sýnir enn og aftur að Dómari og sýslumaður í Skagafirði fara ekki að lögum,þar sem ég á í hlut

25.09.2013 14:23

Hlöddi VE 98


               2381. Hlöddi VE 98, við Vatnsnes, Keflavík, í gær  © mynd Emil Páll, 24. sept. 2013

25.09.2013 13:18

Gullfari HF 290


          2068. GULLFARI HF 290, í Hafnarfirði -© mynd MarineTraffic, Sigurður Bergþórsson, 25. ágúst 2013

25.09.2013 12:25

Faxi RE 9, á Vopnafirði


           1742. Faxi RE 9, á Vopnafirði © mynd Faxagengið, faxire9.123.is   22. eða 23. sept. 2013

25.09.2013 11:44

Geir BA 326, María Júlía BA 36 o.fl.


          1581. Geir BA 326, 151. María Júlía BA 36 o.fl. á Tálknafirði © mynd úr Flota Patreksfirðina, Ársæll Egilsson, Sigurður Bergþórsson

25.09.2013 10:20

8 bátar í gær undir Hólmsbergi - allt makrílbátar nema einn


            1516. Fjóla GK 121, 2630. Signý HU 13, 2500. Guðbjörg GK 666, 7402. Blíðfari BA 65, 2553. Bjössi RE 277, 1887. Máni II ÁR 7, 1396. Gulley KE 31 og 1918. Æskan GK 506, út af Hólmsbergi, í gær.  Allt makrílbátar, nema Blíðfari sem sigldi þarna í gegn um hópinn, er hann var að koma frá Flatey á Breiðafirði, á leið sinni  í Grófina, í Keflavík ©  mynd Emil Páll, 24. sept. 2013

25.09.2013 08:53

Harpa RE 342


                                  1033. Harpa RE 342 © mynd Guðni Ölversson, 1979.

25.09.2013 07:00

Gamli, gamli Herjólfur

Hér sjáum við skip sem hét í eina tíð Herjólfur, en þarna er búið að selja það til Honduras og sýnist mér nafnið vera Little Le en er þó ekki viss.


                               Ex 96. Herjólfur © mynd Sigmar Þór Sveinbjörnsson

25.09.2013 06:00

Grímsnes BA 555 - hvað verður um það?

Nú er beðið úrskurðar varðandi skipið, sem er vélarvana og fer það eftir honum hvort skipt verði um vélina, hún gerð upp eða skipið fari í pottinn fræga.


              89. GRIMSNES BA 555 í Njarðvík  © mynd MarineTraffic,  Sigurður Bergþórsson, 2013

24.09.2013 22:25

Syrpa með 5 bátum. Þrír í aðalhlutverki og tveir í aukahlutverkum

Hér kemur myndasyrpa sem ég tók sl. sunnudag af fimm bátum og þar eru í aðalhlutverki sæbjúgubátur, netabátur og hvalaskoðunarbátur, en í aukahlutverkum voru tveir makrílbátar.

Er stærri bátarnir nálguðust Garðskaga var frekar stutt á milli þeirra, en sú röð brenglaðist eftir gagnhraða bátanna er nær dró Keflavík og er þeir voru komnir inn á Stakksfjörðinn var fremstur sæbjúgubáturinn Tungufell BA 326, síðan netabáturinn Happasæll KE 94 og að lokum kom hvalaskoðunarbáturinn Moby Dick og er nær dró Keflavík bættust á myndirnar makrílbátarnir Óli Gísla HU 212 og Máni II ÁR 7.

Þessir þrír sem voru á leið að landi, voru allir með stefnu á Keflavík, en rétt áður en komið var að þeirri höfn, tók Tungufellið sig út frá þeirri stefnu og fór til Njarðvíkur, sennilega vegna skorts á bryggjuplássi í Keflavík, þá stundina.

Hér koma myndirnar í réttri röð, en allar eru þær teknar frá Vatnsnesi í Keflavík.


                       1639. Tungufell BA 326, 13. Happasæll KE 94 og 46. Moby Dick


               Hér eru þeir í beinni röðu, sömu bátar og komu fyrir á myndinni fyrir ofan
                          Hér er síðasta myndin sem ég náði af þeim öllum þremur, saman
              1639. Tungufell BA 326, 13. Happasæll KE 94 og í forgrunn á báðum myndunum er makrílbáturinn 2714. Óli Gísla HU 212


                       13. Happasæll KE 94 (fjær) og 1639. Tungufell BA 326


                         1639. Tungufell BA 326 og makrílbáturinn 1887. Máni II ÁR 7
                                                     1639. Tungufell BA 326


                                            13. Happasæll KE 94 og 1887. Máni II ÁR 7
                                                          13. Happasæll KE 94
                                               46. Moby Dick og 1887. Máni II ÁR 7
                                                                46. Moby Dick

                           © myndir Emil Páll, sunnudaginn, 22. september 2013

24.09.2013 22:07

Monaco E 378


            Monaco E.378, frá Esbjerg Danmörku, í Stornoway, Uk © mynd shipspotting, Guido Blokland 1. sept. 2013

24.09.2013 21:30

Vædderen F359, á Stakksfirði


                              Vædderen F 359 á Stakksfirði © mynd Emil Páll, 22. sept. 2013