Færslur: 2013 September

08.09.2013 16:00

Addi afi GK 97, aflakóngur síðasta mánaðar, farinn aftur í Steingrímsfjörðinn

Það má segja að það sé ótrúlegt flakk hjá mörgum af þeim bátum sem stunda veiðar á makrílnum, hafa nokkrir þeirra farið nú aftur norður til Steingrímsfjarðar, eftir að hafa komið hingað suður á dögunum eftir veru þarna fyrir norðan. Einn þessara báta er sá sem var aflahæstur þeirra allra í síðasta mánuði, en það var Addi afi GK 97, sem aflaði 95 tonna af makríl í ágúst mánuði.


           2106. Addi afi GK 97, á veiðum fyrir nokkrum dögum við Keflavíkurhöfn, en er nú kominn norður á Steingrímsfjörð í annað sinn á þessari makrílvertíð © mynd Emil Páll, í ágúst 2013

08.09.2013 15:43

Gestur Kristinsson ÍS 333


                2631. Gestur Kristinsson ÍS 333 © mynd  Jónas Jónsson, í ágúst 2013

08.09.2013 14:47

Signý HU 13, Æskan GK 506 og Svala Dís KE 29


              2630. Signý HU 13, 1918. Æskan GK 506 og 1666. Svala Dís KE 29, framan við endan á hafnargarðinum í Keflavík © mynd Emil Páll, 3. sept. 2013

08.09.2013 13:55

Emilía AK 58, út af Hólmavík


           2367. Emilía AK 58, á Steingrímsfirði © Jón Halldórsson, nonni.123.is og holmavik.123.is  5. sept. 2013

08.09.2013 12:57

Hringur GK 18
             2728. Hringur GK 18, á siglingu út úr Keflavíkurhöfn © myndir Emil Páll, 6. sept. 2013

08.09.2013 12:00

Dögg SU 118
               2718. Dögg SU 118, út af Keflavíkurhöfn  © myndir Emil Páll, 4. sept. 2013

08.09.2013 11:39

Nakkur SU 380


                693. Nakkur SU 380, á Djúpavogi © mynd frá Þóri Stefánssyni, ljósm.: ókunnur


             693. Nakkur SU 280 ex Nakkur NS 280, á Eskifirði © mynd Sigurbrandur Jakobsson, í sept. 2011

Smíðaður í Færeyjum 1912. Fluttur hingað til lands 1939, Endurbyggður  1951. Tekinn af skrá og fluttur til Eskifjarðar , en veit ekki hvenær það gerðist.

Nöfn Hérlendis: Nakkur NS 380 og Nakkur SU 380.

Var síðustu árin talinn elsti bátur landsins sem enn var í útgerð.

 

08.09.2013 10:50

Ísak AK 67, á Steingrímsfirði


            1986. Ísak AK 67,  á makrílveiðum á Steingrímsfirði © mynd Jón Halldórsson, nonni.123.is og holmavik.123.is  5. sept. 2013

08.09.2013 09:50

Keilir SI 145 og Magnús Geir KE 5


           1420. Keilir SI 145 og 1039. Magnús Geir KE 5, á Siglufirði ©  Hreiðar Jóhannsson, 7.9.13

08.09.2013 09:00

Magnús Geir KE 5


           1039. Magnús Geir KE 5, á Siglufirði © mynd Hreiðar Jóhannsson, 7.9.13

08.09.2013 08:00

Keilir SI 145


                  1420. Keilir SI 145. á Siglufirði © mynd Hreiðar Jóhannsson, 7.9.13

08.09.2013 07:00

Daníel SI 152


            482. Daníel SI 152, óvenju skemmtilega fótósjoppuð mynd © mynd Hreiðar Jóhannsson, 7.9.13

07.09.2013 22:18

Máni II ÁR 7, á Stakksfirði


                       1887. Máni II ÁR 7, á Stakksfirði © myndir Emil Páll, 5. sept. 2013

07.09.2013 22:14

Fjöldi grindhvala synti í opinn dauðann

dv.is:

Fjölmargir dauðir í fjörunni á Rifi.
Skjáskot úr myndbandinu sem má sjá hér fyrir neðan.
Grindhvalavaða Skjáskot úr myndbandi

50-70 grindhvalir komu nú síðdegis inn á höfnina á Rifi á Snæfellsnesi. Ekki er algengt að grindhvalir syndi inn í hafnir á Íslandi.

Hvalirnir hafa dregið að sér fjölda fólks sem fylgist með og tekur myndir af skepnunum. Íbúar reyna nú að koma hvölunum út á haf en fjölmargir hvalir liggja dauðir í fjörunni í bænum. Margir hafa tekið að skera hvalina sem liggja dauðir.

Mjög slæmt veður er þar fyrir vestan eins og víðar á landinu og því er óvíst á þessu stigi hvort hægt verði að reka hvalina út á haf.

07.09.2013 22:08

Þrír af ljósmyndurum síðunnar

Hér koma myndir af þremur af ljósmyndurum og fréttariturum síðunnar, en þeir eru eins og menn sjá orðnir góður hópur, ýmist staðbundnir eða taka myndir víða um land.

Fyrri myndinar tók ég í kvöld í matarboðið Þorgríms Ómars Tavsen , í Njarðvík, en þar var einnig stödd Heiða Lára úr Grundarfirði. Já matarboð, því nú á Ljósanótt, eða a.m.k. í dag var mikið um matar og kaffiboð víða um bæinn en ég þáði aðeins tvö matarboð og það sem var fyrir utan boð Þorgríms Ómars, var það þegar 80 manna hópur sem áttu í vor 50 ára fermingarafmæli, mætti í matarboð á Flughóteli í Keflavík og gengum síðan saman í árgangagöngunni, niður Hafnargötu í Keflavík í dag.

Hin myndin sem raunar kom einnig fram í færslunni hér á undan er af Hjalta Gunnarssyni, vélstjóra á Þerney RE 1, en milli okkar er samningur um birtingu á myndum frá togaranum, auk þess sem hann hefur gaukað að mér myndum sem hann hefur tekið í fríum, frá togaranum.

         - Sendi ég þessu fólki  svo og hinum sem ég er ekki með myndir af núna, kærar þakkir fyrir samstarfið -

 


            Þorgrímur Ómar Tavsen og Heiða Lára, sem heitir réttu nafni Aðalheiður Lára Guðmundsdóttir

                                                © mynd Emil Páll, 7-9-13

 

                                Hjalti Gunnarsson, vélstjóri á 2203. Þerney RE 1

                                         © mynd skipverji á Þerney, í sept. 2013

 

AF FACEBOOK:

Þorgrímur Ómar Tavsen Gaman að þessu